Íþróttaráð

39. fundur 21. ágúst 2014 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1405331 - Tímatöflur íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015

Lagðar fram tillögur íþróttadeildar að tímatöflum veturinn 2014/2015 fyrir íþróttamannvirki bæjarins. Lagt fram bréf frá aðalstjórn HK, þar sem lýst er stuðningi við tillögurnar í meginatriðum. Þó óskar félagið eftir að fá leigða tíma í Digranesi (4) og Kórnum (2) undir starfsemi sína ásamt því að fá fleiri tíma í Kársnesi fyrir barna- og unglingastarf handboltans. Jafnframt lagt fram afrit tölvupósts frá frk.st. aðalstjórnar Breiðabliks þar sem hann lýsir vilja félagsins til þess að rammi framlagðra tímataflna gangi upp en ítrekar þó þá kröfu félagins að fá amk. einn tíma í upphafi vikunnar milli 17-18 í Digranesi. Í framlögðu erindi frá Gerplu kemur m.a. fram að félagið hefur þurft að leigja tíma í Garðabæ, Reykjavík, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ á síðasta ári.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tímatöflur. Íþróttaráð leggur áherslu á að starfsmenn íþróttadeildar fylgist vel með nýtingu tíma í þeim mannvirkjum sem hér um ræðir og grípi til viðeigandi ráðstafana ef nýting er ekki fullnægjandi.

2.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Lögð fram tillaga um að heimilt verði að nýta Frístundastyrk á einn stað / grein og var hún einróma samþykkt.
Lögð fram tillaga um að heimilt verði að nýta Frístundastyrk í tónlistarnám og var hún einróma samþykkt.
Þá var lögð fram tillaga um að hækka Frístundastyrk úr kr. 27.000 á ári í kr. 30.000 og var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum en einn nefndarmaður sat hjá.

Íþróttaráð leggur áherslu á að tillagan hafi ekki áhrif til hækkunar á æfingagjöld / námskeiðsgjöld félaga og fyrirtækja, þannig að hækkun Frístundastyrkjar skili sér til foreldra og forráðamanna. Íþróttaráð leggur áherslu á að íþróttadeild fylgist mjög vel með gjaldskrám þeirra aðila sem eiga aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar með sérstökum skýrslum til Íþróttaráðs þar um.

3.1401907 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Lögð fram að nýju beiðni Bogfimisetursins ehf., dags. 7. janúar 2014, þar sem óskað er eftir aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar, en erindinu var hafnað á fundi ráðsins í apríl sl. vegna skort á gögnum.
Jafnframt lögð fram greinargerð frá rekstrarstjóra Bogfimisetursins þar sem starfseminni eru gerð góð skil.
Forvarna- og frístundanefnd hefur þegar samþykkt beiðnina á fundi sínum 14. maí sl.
Íþróttaráð samþykkir að Bogfimisetrið fái aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

4.1406550 - Breiðablik Skákdeild - Umsókn um styrk v/ skákæfinga deildarinnar.

Lagður fram tölvupóstur frá formanni Skákdeildar Breiðabliks, dags. 11 maí sl., þar sem óskað er eftir starfstyrk frá íþróttadeild bæjarins vegna daglegra skákæfinga á komandi vetri. Sótt er um kr. 225 þús.
Íþróttaráð vísar erindinu til afgreiðslu skákstyrktasjóðs Kópavogs.

5.1408063 - Þátttaka Stálúlfs í íþróttastarfi í Kópavogi. Aðstöðuleysi v/ æfinga og keppni.

Lagt fram bréf frá íþróttafélaginu Stálúlfi, dags, 13. júlí 2014. Í bréfinu lýsir formaður félagins áhyggjum sínum varðandi áframhaldandi þátttöku Stálúlfs í íþróttastarfi í Kópavogsbæ vegna vöntunar á ásættanlegum æfingatímum fyrir félagið.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að vinna að málinu áfram.

6.1408226 - Styrkumsókn vegna reksturs húsnæðis HFK

Lagt fram erindi Hnefaleikafélag Kópavogs dags., 14. ágúst sl., þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær veiti styrk til að standa m.a. straum af húsaleigugreiðslum ofl.
Íþróttaráð felur starfsmönnum að kynna sér starfsemi félagsins og gera íþróttaráði grein fyrir sínum niðurstöðum.

7.1408334 - Óskað eftir endurbótum á gryfju. Gerpla

Lagt fram erindi frá íþróttafélaginu Gerplu, dagsett 6. ágúst sl. þar sem félagið óskar eftir því við íþróttaráð Kópavogs "að svampagryfja að Versölum verði lagfærð og endurbætt". Jafnframt lögð fram úttektarskýrsla Eurogym, sem er viðurkenndur eftirlitsaðili með slíkum búnaði, frá því 6. maí sl.
Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að erindi Gerplu verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Fundi slitið.