Íþróttaráð

47. fundur 30. apríl 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1504217 - Íþróttadeild-Kópavogsþríþrautin 2015

Lagt fram erindi frá Þríþrautarfélagi Kópavogs dags. 13. apríl sl., þar sem félagið óskar eftir því að fá aðstöðu í Sundlaug Kópavogs til að taka sundhluta þríþrautarinnar. Í þríþrautinni, sem er svokölluð sprettþraut, eru syntir 400m , hjólaðir 10 km og hlaupnir 3 km. Jafnframt óskar félagið eftir aðstoð frá bæjaryfirvöldum eins og undanfarin ár varðandi undirbúning keppninnar.
Íþróttaráð samþykkir beiðni félagsins og felur starfsmönnum deildarinnar að koma að framkvæmd málsins í samvinnu við gatnadeild bæjarins eins og undanfarin 10 ár.

2.1502449 - Málefni sundlauga 2015

Á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 26. febrúar sl., var óskað eftir því að skoðað yrði "að hafa Sundlaug Kópavogs opna á 17. júní". Deildarstjóri greindi frá því að eftir að hafa fundað með fulltúa 17.júní nefndarinnar, forstöðumönnum sundlauganna, almannatengli bæjarins og fulltrúa Markaðsskrifstofu Kópavogs væri lagt er til að hafa báðar sundlaugarnar opnar á þjóðhátíðardaginn í ár. Þá hafi reynsla af opnun sundlauganna nýliðna páska verið jákvæð bæði hvað varðar aðsókn og tekjur.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarráð að í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogsbæjar verði boðið upp á opnun beggja sundlauganna á þjóðhátíðardaginn í ár.

3.1504266 - Íþróttadeild-Hlaupaleiðir frá Sundlaugum Kópavogs.

Lögð fram til kynningar drög að upplýsingaskiltum með tillögum að hlaupaleiðum út frá sundlaugum bæjarins sem unnar hafa verið á umhverfissviði Kópavogsbæjar. Nánari útfærsla er í vinnslu en reiknað er með að skiltin verði tilbúin til uppsetningar í næstu viku.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með framkomnar tillögur og telur þær bæti enn frekar þá góða þjónustu sem tengd er sundlaugunum. Íþróttaráð telur einnig að það gæti verið áhugavert að nota sömu kort á sérstök skylti sem staðsett yrðu á nokkrum stöðum á umræddum leiðum. Íþróttaráð felur íþróttadeild að skoða nánar þessa útfærslu.

4.1504199 - Íþróttadeild-Upplýsingaskilti með vísun á sundlaugar bæjarins

Lagðar fram til kynningar tillögur að staðsetningum á tilvísunarskiltum að sundlaugum bæjarins sem unnar hafa verið á Umhverfissviði Kópavogsbæjar. Nánari útfærsla/staðsetning er í vinnslu hjá gatnadeild umhverfissviðs og verða skiltin sett upp afmælishelgina 9.-10. maí nk.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með framkomnar tillögur og telur þær auki enn frekar góða aðsókn að sundlaugum bæjarins.

5.1502853 - Ósk um að nýta frístundastyrk

Tekið til afgreiðslu erindi frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað var eftir því að dóttir hennar geti nýtt frístundastyrkinn til þjálfunar í Gym heilsu í Versölum, vegna sérstakra aðstæðna. Erindið var lagt fram í íþróttaráði 19.mars sl., og vísað til umsagnar lögfræðisviðs bæjarins. Lögð fram umsögn lögfræðisviðs dags. 7. apríl sl., sem telur að stök líkamsræktarkort uppfylla ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag. Í reglunum er ekki að finna undanþáguákvæði sem heimilar greiðslu frístundastyrks í sérstökum tilvikum.
Íþróttaráð hafnar erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar lögfræðisviðs bæjarins.

6.1503316 - Nýting á frístundastyrk

Tekið til afgreiðslu erindi frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað var eftir því að sonur hennar geti nýtt sér tómstundastyrkinn til greiðslu á líkmasræktarkorti í Gym heilsu í sundlaugum bæjarins, vegna sérstakra aðstæðna hans. Erindið var lagt fram í íþróttaráði 19.mars sl., og vísað til umsagnar lögfræðisviðs bæjarins. Lögð fram umsögn lögfræðisviðs dags. 7. apríl sl., sem telur að stök líkamsræktarkort uppfylla ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag. Í reglunum er ekki að finna undanþáguákvæði sem heimilar greiðslu frístundastyrks í sérstökum tilvikum.
Íþróttaráð hafnar erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar lögfræðisviðs bæjarins.

7.1502212 - Íþróttadeild-Erindi varðandi íþróttastyrk

Tekið til afgreiðslu erindi frá íbúa í Kópavogi, sem óskaði eftir því við íþróttaráð, að ráðið íhugi sérstaka stöðu barna sem glíma við svokallaða "líkamsblindu" gagnvart líkamsrækt og með hvaða hætti þau geti nýtt sér frístundastyrk frá bæjarfélaginu. Erindinu var frestað í íþróttaráði 19. febrúar sl., og starfsmönnum falið að afla frekari upplýsinga um málið. Eftir að hafa kannað málið nánar telja starfsmenn íþróttadeildar það vera sambærilegt tveim ofangeindum erindum og því eigi umsögn lögfræðisviðs frá 7. apríl sl., í meginatriðum við þetta erindi líka.
Íþróttaráð hafnar erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar lögfræðisviðs bæjarins.

8.1504662 - Minningarmót Elísabetar

Lagt fram erindi frá Pálínu Ósk Ómarsdóttur, dags. 29. mars sl., þar sem hún óskar eftir því að fá að halda aflraunamót á Rútstúni í lok maí til minningar um kraftlyftingakonuna Elísabetu Sóleyu Stefnánsdóttur sem féll frá fyrr á árinu.
Íþróttaráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti en leggur áherslu á góða umgengni og að svæðinu verði skilað í sama ástandi og tekið var við því.

9.1504587 - Danskeppni í Kópavogi 18.okt 2015 - Umsókn um aðstöðu og styrk.

Lagt fram erindi dags. 24. apríl sl., frá þremur dansfélögum í Kópavogi, þ.e., dansfélaginu Hvönn, Dansíþróttafélagi Kópavogs og dansdeild HK, þar sem þau sækja um að fá afnot af íþróttahúsinu Smáranum sunnudaginn 18. okt. nk., undir danskeppni. Félögin héldu sambærilega keppni á síðasta hausti. Þá óska félögin eftir því að Kópavogsbær leggi til framlag til jafns við þau svo hægt sé að gera mótið enn glæsilegra.
Íþróttaráð samþykkir erindi dansfélaganna um afnot af Smáranum í október nk., og felur starfsmönnum að festa dagsetningu keppninnar á haustmisseri.
Umsókn um styrk frestað.

10.1503555 - Húsnæði Dansíþróttafélags Kópavogs.

Tekið til afgreiðslu erindi félagsins sem lagt var fram á fundi ráðsins þann 19. mars sl.
Starfsmenn greindu frá fundi með fulltrúum DÍK,þann 29.04 sl., í húsnæði félagsins að Auðbrekku 17. Lagt fram minnisblað frá fundinum.
Ljóst er að bregðast þarf við kostnaðarsömum endurbótum á húsnæðinu.
Íþróttaráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

11.1504773 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2015-2016

Lagt fram til kynningar bréf íþróttadeildar til íþróttafélaganna í bænum vegna afnotaumsókna þeirra fyrir næsta vetur sem sent verður út í upphafi næstu viku.
Lagt fram.

12.1503556 - Íþróttadeild - fundir nefndarmanna

Formaður íþróttaráðs mætti á 2 fundi/sýningar og átti 1 fund með fulltrúum knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK frá síðast fundi ráðsins.
Þann 19. apríl 2015 mætti formaður Íþróttaráðs, Jón Finnbogason, á vorsýningu Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, sem fram fór í Smáranum. Allir iðkendur hjá félaginu komu fram og sýndu glögglega mikla breidd í starfi félagsins
Þann 20. apríl 2015 átti formaður Íþróttaráðs, Jón Finnbogason, fund með Baldri Má Bragasyni, formanni Knattspyrnudeildar HK, og Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Breiðablik. Rætt var um sameiginleg mál og stefnumörkun Knattspyrnu í Kópavogi.

Þann 28. apríl mætti formaður Íþróttaráðs, Jón Finnbogason, á aðalfund Breiðabliks. Í skýrslu stjórnar kom fram hversu umfangsmikið starf fer fram innan raða félagsins.
Formaður Íþróttaráðs færði fundinum kveðju íþróttaráðs. Þá kom fram í ársskýrslu í Knattspyrnudeildar að aðalfundur deildarinnar hafi samþykkt eftirfarandi ályktun sem einnig var rædd á aðalfundi Breiðabliks: "Aðalfundur knattspynudeildar Breiðabliks óskar eftir því við bæjarstjórn Kópavogs að hefja undirbúning að því að bæta vetrar- og keppnisaðstöðu knattspyrnudeildar Breiðabliks." Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að koma upplýsingum um tilgreinda bókun áleiðis til stjórnenda Kópavogsbæjar og leggur áherslu á að fengnar verði nánari upplýsingar um hvað er átt við með ályktuninni.

13.1504776 - Viðurkenningar vegna góðs árangurs.

Í ljósi góðs árangurs hjá íþróttafélögunum í Kópavogi þá samþykkir íþróttaráð tillögu formanns um að senda sérstakt bréf til íþróttafélaganna vegna Íslands- og bikarmeistara í fullorðinsflokki þar sem þeim er óskað sérstaklega til hamingju með góðan árangur.

Fundi slitið.