Íþróttaráð

8. fundur 16. nóvember 2011 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Böðvar Jónsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Freyr Sveinsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Sveinn Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1109003 - Fjárhagsleg staða íþróttafélaga

Lagt fram yfirlit yfir fjárhagslega stöðu íþróttafélag í bænum fyrir árið 2010, sem unnið var upp úr ársreikningum félaganna.

Íþóttaráð lýsir ánægju sinni með að vel sé fylgst með fjárhagsstöðu félaganna og hversu vel félögunum hefur gengið að greiða niður skuldir.

2.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Deildarstjóri kynnti áfangaskýrslu rýnihóps og ákvörðun um opnunartíma.

Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með fjölgun gesta í sundlaugum Kópavogs.

3.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Drög að erindisbréfi fyrir íþróttaráð Kópavogs lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.1010057 - Aðgerðir í atvinnumálum. Punktar til umræðu.

Frá skipulagsstjóra, dags. 30.08. 2011. Lagðar fram hugmyndir Skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu tjaldsvæðis á Kópavogstúni og í Kópavogsdal. Óskað er eftir umsögn íþróttaráðs.

Málið skoðað, áhugaverðar tillögur. Málinu frestað til næsta fundar.

5.1104174 - Tillaga um endurskoðun reglna um niðurgreiðslur á æfingagjöldum til íþrótta- og frístundastarfs

Deildarstjóri og íþróttafulltrúi kynntu þá vinnu sem fram hefur farið varðandi endurskoðun á niðurgreiðslum æfingagjalda til íþrótta- og frístundastarfs.

Nefndarmönnum leist vel á hugmyndir um upptöku á rafrænu frístundakorti líkt og í Reykjavík og Garðabæ.

6.1109270 - Tillaga um að kannaður verði kostnaður við rekstur tómstundavagns

Deildarstjóri kynnti þá vinnu sem farið hefur fram varðandi rekstur á tómstundavagni og tengingu hans við Strætó bs.

Íþróttaráð bókar eftirfarandi:

"Þörfin fyrir tómstundavagn helgast ekki síst af dreifðum æfingatímum íþróttafélaganna milli íþróttahúsa. Best væri að skilgreina þjónustusvæði íþróttafélaganna með það í huga að iðkendur geti stundað íþróttir sem næst heimili sínu. Það gengur ekki til lengdar að barn þurfi í einni viku að sækja æfingar í Kórinn, Fífuna og Fagralund. Íþróttaráð hvetur því bæjarfulltrúa til að leiða þetta mál til lykta fyrir næsta æfingatímabil."

7.1110179 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum, 2011-2015

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 11/10, upplýsingar um stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum 2011 - 2015. Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs til úrvinnslu.

Lagt fram.

8.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Lagðar fram skýrslur unnar af vinnuhóp 11 (rekstur íþróttamannvirkja) eftir hugmyndasmiðju SSH. Bæjarráð óskar eftir umfjöllun íþróttaráðs.

Lagt fram.

9.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Lögð fram lokadrög að eineltisstefnu Kópavogsbæjar sem unnin hefur verið af starfshópi sem skipaður var sl. vor. Óskað er eftir umsögn íþróttaráðs um stefnuna.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða stefnu.

10.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Lagt fram kynningarbréf frá Íslenska frisbígolfsambandinu ódags. þar sem kyntir eru möguleikar á uppsetningu á frisbígolfvelli.

Lagt fram til kynningar.

Starfsmönum falið að skoða kostnað og mögulegar staðsetningar.  

11.1004444 - Erindi og bæklingur um líkamsræktartæki á opinberum stöðum. Apríl 2010.

Lagt fram erindi ásamt bæklingi frá fyrirtækinu Ísmörk, dags. 30.september 2011, þar sem kynnt eru líkamsræktartæki til að nota utandyra.

Lagt fram.  

12.1111096 - Umsókn um niðurgreiðslu vegna gítarnáms

Lagt fram erindi frá Ólafíu M. Guðmundsdóttur, dags. 1. október 2011, þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu vegna gítarnáms í Tónsölum.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það fellur ekki undir reglur um niðurgreiðslu.

13.1108247 - Erindi frá Sunddeild Breiðabliks varðandi sundkort fyrir þríþrautarhóp deildarinnar

Lagt fram erindi frá Sunddeild Breiðabliks dags. 15. ágúst 2011, um sundkort í sundlaugar bæjarins fyrir þríþrautarhóp deildarinnar.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

14.1109259 - Klifið - Umsókn v/ niðurgreiðslu æfingagjalda

Lögð fram umsókn frá Klifinu dags. 29. ágúst 2011, þar sem óskað er eftir að námskeið á vegum félagsins verði tekin undir niðurgreiðslukerfi bæjarins varðandi íþrótta- og tómstundastarf.

Íþrótttaráð samþykkir erindið.

15.1108324 - UMFÍ - Tóbaksvarnir - Skilti til uppsetningar við íþróttamannvirki.

Lagt fram erindi frá UMFÍ , dags. 15. ágúst 2011, þar sem kynnt er uppsetning og kostnaður skilta á vegum félagsins varðandi bann við tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki.

Lagt fram.

16.1111107 - Víkinghestar ehf - Umsókn vegna niðurgreiðslu

Lögð fram umsókn frá Víkinghestum ehf dags. 25. október 2011, þar sem óskað er eftir að námskeið á vegum félagsins verði tekin undir niðurgreiðlukerfi bæjarins varðandi íþrótta- og tómstundastarf.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

17.1111106 - Umsókn um aðstöðu í sundlaugum Kópavogs vegna sundmóta

Erindi frá Sunddeild Breiðabliks dags. 23. september 2011, þar sem óskað er eftir aðstöðu í innilaug SLK vegna sundmóta.

Íþróttaráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni framkvæmd.

18.1104189 - Fyrirspurn um notkun á nýju stúku á Kópavogsvelli

Óskað hefur verið eftir að skoðaðir verði möguleikar á útleigu á nýju stúkunni á Kópavogsvelli.

Frestað til næsta fundar.

19.1111335 - Rotaryklúbburinn Borgir - Erindi varðandi ljósmyndastyrki

Lagt fram erindi frá Rótarýklúbbnum Borgir, dags. 4. október 2011, þar sem óskað er eftir samstarfi við íþróttaráð varðandi samkeppni um ljósmyndagerð í grunnskólum Kópavogs.

Erindinu vísað til Frístunda- og forvarnarnefndar og Menningar- og þróunarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.