Íþróttaráð

63. fundur 29. september 2016 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Lögð fram, annars vegar minnisblað um stofnun "Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi (SÍK)", dags. 29.sept. 2016, og hins vegnar drög að lögum fyrir Samstarfsvettvanginn, sem unnin hafa verið af starfsmönnum íþróttadeildar/menntasviðs og formanni íþróttaráðs.
Umræður um stofnun og hlutverk Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi.
Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir forsögu málsins og hvernig það hefur þróast á undanförnum árum en það hefur verið í vinnslu með einum eða öðrum hætti síðan 1996. Deildarstjóra íþróttadeildar og formanni íþróttaráðs falið að kynna fyrir íþróttafélögunum framkomna tillögu sem lýst hefur verið í framlögðu minnisblaði og drögum að lögum félagsins. Þá er deildarstjóra einnig falið að óska eftir tillögum um fulltrúa í starfsstjórn Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi.
Málið verður tekið aftur til meðferðar á næsta fundi íþróttaráðs í október.

2.1609078 - Styrkbeiðni vegna aðstöðu barna- og unglingastarfs fyrir tímabilið 2016-2017.

Lögð fram styrkbeiðni frá Aðalstjórn Breiðabliks f.h. knattspyrnudeildar félagsins dags. 28. sept. 2016, þar sem óskað er eftir styrk frá Kópavogsbæ til að standa straum af leigukostnaði á aðstöðu fyrir barna og unglingastarf deildarinnar á komandi vetri.
Almenn umræða um málið. Íþróttaráð telur mikilvægt að íþróttamannvirki bæjarins séu vel nýtt eins og raunin er. Íþróttafélög í Kópavogi hafa fundið sig knúinn til þess að leigja aðstöðu utan bæjarmarkanna fyrir sína starfssemi. Íþróttaráð óskar eftir því við deildarstjóra íþróttadeildar, að taka saman yfirlit yfir umfang þessa innan bæjarfélagsins, þeas í hve miklu mæli íþróttafélögin í Kópavogi eru að leigja tíma fyrir sína starfssemi. Einnig að skoða hvort að svigrúm sé til tilfærslna á tímum á milli aðila til að hámarka nýtingu þeirra mannvirkja sem Kópavogsbær hefur yfir að ráða. Í ljósi þess að nú þegar er byrjuð vinna við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs þá sé mikilvægt að niðurstaða þessarar könnunar liggi fyrir á næsta fundi íþróttaráðs í október.

3.16091065 - Úthlutun tíma í Fagralundi

Lagt fram erindi Aðalstjórnar HK dags. 26. sept. 2016, þar sem félagið óskar eftir því að fá æfingatíma í Fagralundis á sunnudögum í vetur frá 9-18 fyrir meistaraflokka félagsins í blaki og þá fullorðinsflokka sem munu taka þátt í Íslandsmóti á vegum Blaksambands Íslands á tímabilinu.
Íþróttaráð samþykkir að úthluta félaginu tímum frá 9:00 til 14:00 á sunnudögum í vetur.

Fundi slitið - kl. 18:00.