Íþróttaráð

16. fundur 26. september 2012 kl. 12:00 - 13:45 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Elvar Freyr Arnþórsson boðaði forföll.

1.1203021 - Málefni sundlauga 2012

Helgaropnun sundlauga Kópavogsbæjar í vetur frá 1. okt. til 30 apríl 2013.
Lagt er til að laugarnar verði með opnar frá kl. 8:00 til 18:00 bæði laugardaga og sunnudaga frá 1. október nk.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.

2.1208340 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2012/2013

Lagður fram tölvupóstur frá formanni Breiðabliks sem barst 15. ágúst sl. rétt fyrir síðasta fund ráðsins.

Starfsmenn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram við endurskoðun tímataflna íþróttahúsanna frá síðasta fundi ráðsins.  Í framhaldi af þeim fundi óskuðu forsvarsmenn Breiðabliks og HK eftir aðkomu starfsmanna deildarinnar þar sem þau höfðu ekki náð samkomulagi  um skipti á tímum.

Lagðar fram tímatöflur fyrir íþróttahús bæjarins fyrir veturinn 2012-2013 eins og þær liggja nú fyrir.   Starfsmenn vinni áfram að málinu. Íþróttaráð óskar eftir því við íþróttafélögin að þau sendi tímatöflur allra íþróttahúsa er rekin eru á þeirra vegum til íþróttadeildar.

 

Bókun 1.

Fulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýnir að öll gögn málsins, svo sem bréf frá forsvarsmanni Breiðabliks hafi ekki verið  sent til allra ráðsmanna eftir að það barst. Einnig ítrekar fulltrúinn ósk um aukið gagnsæi og gott samstarf í íþróttaráði.

 

Bókun 2

Íþróttaráð vill að gefnu tilefni fjalla um samþykkt Bæjarstjórnar Kópavogs frá 25. sept. sl.

Tímatöflur þær sem samþykktar voru í íþróttaráði 15. ágúst sl. hafa þegar tekið breytingum í samráði við forystumenn HK og Breiðabliks.  Það væri ábyrgðarhluti að hverfa til fyrra horfs nú þegar foreldrar og forráðamenn barna og unglinga hafa lagað sig að breyttu fyrirkomulagi.

Í fyrrnefndri bókun er ranglega farið með dagsetningu, því bréf frá formanni Breiðabliks barst með tölvupósti til formanns íþróttaráðs, starfsmanna íþróttadeildar og bæjarritara kl. 11:28 eða 32mín. fyrir boðaðan fund þann 15. ágúst en ekki þann 14. ágúst eins og ranglega kemur fram.

Höfðu hvorki formaður né deildarstjóri vitneskju um bréfið  áður en fundur hófst en það eru þeir aðilar er undirbúa fundina.

Tímatöflur í íþróttahúsum bæjarins eru undirbúnar af starfsmönnum íþróttadeildar og samþykktar í íþróttaráði að hausti ár hvert. Starfsfólk íþróttadeildar og íþróttaráð vann að bestu samvisku að málinu.   Þetta árið byggðist vinnan á samkomulagi stóru íþróttafélaganna frá 2009 og starfi samninganefndar bæjarins þar um.

Íþróttaráð leggur ríka áherslu á að íþróttafélögin efli samstarf sín á milli með aukinni samnýtingu á íþróttasölum íþróttahúsanna.  

 

 

3.1208346 - Ársreikningar íþróttafélaga 2011

Lagt fram svar íþróttafélagsins Gerplu við fyrirspurn íþróttaráðs frá síðasta fundi um rekstrarafkomu félagsins árið 2011.

Frestað

4.1209095 - Umsókn um styrk vegna keppnisferðar í skák

Erindi frá Álfhólsskóla, dags. 3. september, þar sem sótt er um styrk vegna keppnisferðar á Norðurlandamót barnaskólasveita í skák í Stokkhólmi 6.-9. sesptember sl.
Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs til umsagnar.

Íþróttaráð bendir á að Skákstyrktarsjóður Kópavogs hefur styrkt sambærileg erindi og telur eðlilegt að bæjarráð vísi erindinu þangað.

5.1209097 - Umsókn um aðild að niðurgreiðslu.

Lagður fram tölvupóstur frá Skema frá 6. sept. sl um að það verði aðildarfélag að niðurgreiðslukerfi Kópavogsbæjar til tómstundamála.

Frestað

6.1209319 - Umsókn um endurgjaldslausa aðstöðu í Kórnum v/ góðgerðaleiks

Lagt fram erindi frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík dags. 18. september sl. þar sem óskað er eftir að fá endurgjaldslaus afnot af Kórnum undir knattspyrnuleik þann 13. okt. nk. til styrktar góðgerðarmálum.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

7.1209383 - Styrkbeiðni frá Frjálsíþróttadeild Breiðabliks

Lagt fram erindi frá Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks dagsett 19. sept. sl, þar sem deildin sækir um styrk til greiðslu á leigu fyrir Laugardalshöll vegna frjálsíþróttaæfinga deildarinnar þar. Sótt er um styrk að upphæð kr. 536 þúsund til að mæta áföllnum kostnaði deildarinnar.

Íþróttaráð samþykkir að styrkja deildina um kr. 300 þús.  eins og gert er ráð fyrir í  fjárhagsáætlun 2012.

8.1209393 - Taflfélag Kópavogs hefur störf að nýju - ósk um aðstöðu og stuðning við starfið

Lagður fram tölvupóstur dags. 24. sept. sl.frá stjórn Taflfélags Kópavogs.
Þar fer félagið annars vegar fram á að nemendur félagsins fái sambærilegan stuðning og önnur íþrótta og æskulýðsfélög í bænum og hins vegar að Kópavogsbær aðstoði félagið við útvegun á aðstöðu, sem t.d. gæti verið í skólum og í einhverjum tilfellum aðstöða í stúkubygginu Kópavogsvallar.

Íþróttaráð fagnar því að Taflfélag Kópavogs hefur nú hafið störf að nýju. Starfsmönnum falið að skoða málið.

9.1209395 - CrossFit - Styrkbeiðni

Lagður fram tölvupóstur frá Helga Helgasyni þar sem hann óskar eftir styrk frá Kópavogsbæ vegna keppnisþátttöku dóttur sinnar Lilju Lindar í Norðurlandamóti unglina í CrossFit í Finnlandi 27.-28. otktóber nk.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 13:45.