Íþróttaráð

40. fundur 02. október 2014 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Ragnarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1409124 - HK knattspyrnudeild-Pæjumót -sótt um nýtingu Kórsins undir knattspyrnumót

Lagt fram erindi knattspyrnudeildar HK dagsett 5.september sl., varðandi nýtingu Kórsins undir knattspyrnumót yngri flokka kvenna sem haldið verður í febrúar 2015.
Jafnframt lögð fram drög að vinnureglum íþróttaráðs varðandi mótahald og/eða keppnir á vegum íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð samþykkir framlögð drög að vinnureglum og felur starfsmönnum að upplýsa alla hlutaðeigandi aðila um samþykkt reglnanna.

Með tilvísun í nýsamþykktar reglur samþykkir íþróttaráð erindi knattspyrnudeildar HK.

2.1409541 - Sunddeild Breiðabliks-Umsókn um aðstöðu vegna sundmóts veturinn 2014-2015

Lagt fram erindi frá sunddeild Breiðabliks dagsett þann 1.júlí sl.,þar sem óskað er eftir aðstöðu í innilaug sundlaugar Kópavogs vegna sundmóta á vegum sunddeildar Breiðabliks veturinn 2014-2015.
Íþróttaráð samþykkir erindi deildarinnar með tilvísun í nýsamþykktar vinnureglur.

3.1409194 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk

Lögð fram beiðni frá Pilé Listdansskóla dags 30.ágúst sl., þar sem Listdansskólinn óskar eftir aðild að Frístundsstyrk Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð samþykkir erindi Pilé listdansskóla að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

4.1405330 - Íþróttafélög án barna og unglingastarfs. Afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.

Deildarstjóri íþróttadeildar greindi frá öflun upplýsinga um þessi mál hjá Reykjavík og Hafnarfirði. Jafnframt lagði hann fram vinnureglur sem samþykktar voru sl. vor af fyrra íþróttaráði og bæjarstjórn.
Íþróttaráð telur mikilvægt að farið verði vel yfir málið og settar verði skýrar reglur um málaflokkinn.

5.1408063 - Þátttaka Stálúlfs í íþróttastarfi í Kópavogi. Aðstöðuleysi v/ æfinga og keppni.

Starfsmenn greindu frá því hvernig gengið hefur að útvega æfinga- og keppnistíma fyrir félagið frá síðasta fundi.
Lagt fram.

6.1409642 - Heimsóknir til íþróttafélaga 2014-2015

Formaður greindi frá því að hann og Hlín Bjarnadóttir heimsóttu íþróttafélagið Glóð 10. sept. sl.
Íþróttaráð stefnir að því á kjörtímabilinu að fara í óformlegar heimsóknir til íþróttafélaganna í bænum.

7.1409643 - Íþróttahátíð Kópavogs - tímasetning og skipulag

Formaður lagði til að undirbúningi, skipulagi og framkvæmd Íþróttahátíðar Kópavogs verði breytt frá því sem verið hefur. Íþróttahátíð Kópavogs verði stærri og opnari viðburður.
Starfsmönnum falið að hefja undirbúning nú þegar.

Fundi slitið.