Íþróttaráð

6. fundur 29. júní 2011 kl. 08:00 - 08:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1105161 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

Lagðar fram athugasemdir félaga og einstakra deilda við útsendum tillögum íþróttaráðs að tímatöflum.

Á fundi íþróttaráðs 8. júní síðastliðin var eftirfarandi bókað:

 

"Íþróttaráð leggur til að framlagðar æfingatöflur fyrir komandi vetur verði sendar viðkomandi íþróttafélögum til skoðunar og athugasemda. Óskað er eftir að félögin skili tillögum sameiginlega fyrir föstudaginn 24. júní n.k."

Þar sem engar sameiginlegar tillögur hafa borist frá félögunum lítur íþróttaráð svo á að útsendar tímatöflur standi. Félögunum gefst þó kostur á að skila inn sameiginlegri tillögu fyrir 15. ágúst næstkomandi. Tekið skal fram að félögunum er ekki heimilt að ganga á útleigutíma mannvirkjanna í þeim tillögum.

Íþróttaráð tekur einnig undir eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 9. júní síðastliðnum:  "Bæjarráð ítrekar fyrri óskir sínar um að tekið verði tillit til tímaáætlunar strætó við gerð tímataflna íþróttahúsanna". Erindi þess efnis hefur nú þegar verið sent íþróttafélögunum.

2.1106466 - Ósk um frítt í sund fyrir nemendur Tónlistarhátíðarunga fólksins

Lagt fram erindi frá Tónlistarhátíð unga fólksins þar sem óskað er eftir að fá frítt í sund fyrir þátttakendur námskeiðanna.

Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og óskar heimildar bæjarráðs fyrir samþykki. Tekið skal fram að undanfarin ár er fjöldi fordæma fyrir slíku.

Fundi slitið - kl. 08:00.