Íþróttaráð

18. fundur 29. nóvember 2012 kl. 16:15 - 17:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1210389 - Fjárhagsáætlun 2013 -íþróttadeild

Lögð fram áætlun fyrir árið 2013.

Íþróttaráð fagnar auknum framlögum í áætluninni til hagsbóta fyrir íþróttastarf bæjarins.

Sérstaklega má nefna aukin framlög til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundaiðkunar alls 9  milljónir kr. Hækkar greiðsla pr. grein í 13.500 kr.  Styrkir til afreksíþrótta að upphæð 2,5 milljónir og uppbygging vegna blaks og strandblaks í Fagralundi að upphæð 5 milljónir kr.

Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar samráðsleysi við vinnu og gerð fjárhagsáætlunar í ár með von um bætt vinnubrögð.

2.1211135 - Styrkbeiðni frá knattspyrnufélaginu ATA Grænlandi

Lögð fram styrkbeiði dags, 24.okt. 2012, frá Grænlenska knattspyrnufélagiu ATA, um styrk til að halda Grænlandsmeistarmót í innanhúsknattspyrnu í mars 2013.

Íþróttaráð getur því miður ekki orðið við erindinu og synjar því.

3.1211206 - Erindi v/ strandblaks aðstöðu

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK f.h. blakdeildar félagsins dags. 7. nóv sl. um bætta aðstöðu blakdeildarinnar til iðkunnar strandblaks í Fagralundi.

Íþróttaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að skipulagsnefnd bæjarins þarf að veita umsögn varðandi skipulagsþátt málsins.

4.1211400 - Ósk um æfinga- og keppnisaðstöðu

Lagt fram erindi dags. 8. nóv. sl. í tölvupósti þar sem óskað er eftir æfingaaðstöðu í Kópavogi fyrir Knattspyrnufélagið Vatnaliljurnar sem taka þátt í íslandsmóti KSÍ 4. á næsta ári.

Íþróttaráð felur starfsmönnum kanna með afgangstíma fyrir félagið eins og tíðkast hefur um önnur slík félög sem ekki hafa barna- og unglingastarf á sinnu könnu.

5.1211410 - Stofnun Bogfimifélagins Bogans

Lagt fram erindi frá Bogfimifélaginu Boganum dags. 15. nóvember sl. þar sem ráðinu er kynnt stofnun félagsins og aðsetur, ásamt lögum þess.

Íþróttaráð fagnar sérstaklega stofnun íþróttafélaga sem bjóða upp á iðkun nýrra íþróttagreina í bænum og bíður Bogann velkominn til starfa.

6.1211411 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2012 - Samantekt

Lagt fram yfirlit yfir framlög bæjarins til sumarnámskeiða íþróttafélaga í Kópavogi sumarið 2013.

Íþróttaráð felur starfsmönnum að greina þátttakendur námskeiðanna eftir kyni, aldri og heimili. 

7.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Frá síðasta fundi ráðsins hefur orðið sú breyting á að stefnumótunarfundurinn var fluttur yfir á mánudaginn 3.desember nk.

Þátttökutilkynningar hafa borist frá flestum íþróttafélögunum í bænum en frestur var gefinn til morgundagsins.

8.1211465 - Íþróttahátíð Kópavogs 2012

Lagt er til að íþróttahátíð Kópavogs 2012 verði haldin miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 17:00 í Salnum í Kópavogi þar sem veittar verða viðurkenningar tíl íþróttafólks sem skarað hafa fram úr á árinu.

Íþróttaráð ákveður að gefa almenningi kost á að senda tilnefningar um íþróttakarl og íþróttakonu Kópavogs og felur starfsmönnum að auglýsa það.

Fundi slitið - kl. 17:30.