Íþróttaráð

56. fundur 04. febrúar 2016 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Magnús Jakobsson boðaði forföll á fundinn.

1.1510417 - Ársreikningar íþróttafélaga 2014

Fjárhagsstaða íþróttafélaganna í Kópavogi á rekstrarárinu 2014 tekin á dagskrá að nýju, en á 51. fundi ráðsins var starfsmönnum íþróttadeildar falið að hafa samband við þau félög sem hækkun skulda milli ára hafði átt sér stað og óska eftir skýringum.
Lögð fram minnisblöð frá fundum starfsmanna með fulltrúum Breiðabliks og HK sem og skýringar félaganna á hækkun skulda einstakra deilda.
Íþróttaráð telur framlagðar skýringar fullnægjandi en leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit og aðhald aðalstjórna íþróttafélaganna gagnvart einstaka deildum félaganna sé virkt allt árið um kring.

2.1510418 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2015-2016

Teknar til umræðu breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaganna milli áranna 2015 og 2016, en gögn voru lögð fram á 53.fundi ráðsins þann 3. des. sl.
Starfsmenn greindu frá því að innsend gögn frá íþróttafélögunum væru mjög mismunandi og ósamræmd.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að hanna staðlað upplýsingaeyðublað til útfyllingar svo unnt verði að leggja mat á einstakar breytur í gjaldstofni æfingagjalda íþróttafélaganna.

3.16011597 - Íþróttadeild-Frístundastyrkir Kópavogs 2015.

Lagt fram yfirlit yfir nýtingu frístundastyrkja Kópavogsbæjar á árinu 2015. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um fjölda barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára í bænum. Framlagt skjal er fyrsta yfirlit yfir heilt ár með breyttum reglum. Starfsmenn greindu frá því að unnið væri að nánara greiningarformi fyrirliggjandi upplýsinga út úr Frískó-kerfinu sem ætti að vera tilbúið fyrir næsta fund ráðsins.
Íþróttaráð fagnar fram komnum upplýsingum og mun taka málið aftur fyrir þegar frekari úrvinnsla gagna hefur farið fram.

4.1602091 - Vinnureglur íþróttadeildar um eftirlit með gjaldskrárbreytingum.

Lögð fram tillaga að nánari útfærslum á vinnureglum íþróttadeildar sem samþykktar voru á 51. fundi ráðsins þann 21. okt. sl.
Almennar umræður. Afgreiðslu frestað og starfsmönnum íþróttadeildar falið að senda framlagða tillögu til umsagnar íþróttafélaganna í Kópavogi að fenginni umsögn bæjarlögmanns.

5.16011357 - Íþróttadeild-Fjölgun úthlutunartíma til félaga í knatthúsum.

Á 54. fundi ráðsins þann 17. des. sl. var starfsmönnum íþróttadeildar falið að vinna með knattsspyrnudeildum Breiðabliks og HK að útfærlsu á nýtingu þeirra tíma/ það aukna svigrúm sem skapaðist við hækkun á gjaldskrá knatthúsanna um áramótin 2015-16.
Lögð fram minnsiblöð frá fundum starfsmanna með fulltrúum félaganna ásamt tillögu að úthlutun.
Lagt er til að HK fái úthlutað 3 einingar á sunnudagsmorgnum milli 9 og 10:30 í Kórnum og Breiðablik 4 einingar í Fífunni miðvikudags- og föstudagskvöld milli 21 og 22.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu enda rúmist hún innan fjárhagsramma ársins 2016.

6.16011579 - Hnefaleikafélag Kóp.-Beiðni um styrk v/rekstrarkostnaðar

Lagt fram erindi Hnefaleikafélags Kópavogs dags. 28. jan. sl., þar sem óskað er eftir fjárhaglegum stuðningi Kópavogsbæjar við rekstur og leigu á aðstöðu félagsins árið 2016.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 600 þús. kr. vegna frumkvöðlastarfs innan íþróttanna í Kópavogi.

Fundi slitið.