Íþróttaráð

4. fundur 08. júní 2011 kl. 08:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1105627 - Málefni Kópavogsvallar 2011

Á fundinn mætti Ómar Stefánsson, forstöðumaður Kópavogsvallar og kynnti starfsemi og rekstur íþróttavallanna fyrir ráðinu.

Íþróttaráð þakkar Ómari fyrir kynninguna.

2.1105161 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

Lagðar fram tillögur að tímatöflum fyrir veturinn 2011-2012.

Íþróttaráð leggur til að framlagðar æfingatöflur fyrir komandi vetur verði sendar viðkomandi íþróttafélögum til skoðunar og athugasemda. Óskað er eftir að félögin skili tillögum sameiginlega fyrir föstudaginn 24. júní n.k.

 

Aðalsteinn Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Óskað er eftir yfirliti yfir íþróttaiðkun í Kópavogi frá árinu 2007-2011. Yfirlit skal sína iðkendur hvers árs og skal því skipt eftir: Aldri, kyni, íþróttagrein og íþróttafélagi.

Þá skal einnig koma fram notkun íþróttafélaganna á íþróttamannvirkjum í bænum"".

 

3.1105202 - Beiðni um styrk vegna Norðurlandamóts í körfuknattleik

Lögð fram umsókn um ferðastyrk fyrir 4 iðkendur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks vegna ferðar með landsliði Íslands á NM í Svíþjóð. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu íþróttaráðs.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

4.1106056 - Ósk um uppsetningu á auglýsingaskiltum á nýja stúku á Kópavogsvelli.

Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem óskað er eftir að setja upp áfastar auglýsingar framan á nýja stúku Kópavogsvallar og á veggi upp með römpum að geymslum.

Íþróttaráð felur starfsmönnum að vinna í málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.

Fundi slitið.