Íþróttaráð

64. fundur 27. október 2016 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi (SÍK)

Lögð fram kynning frá fundi formanns íþróttaráðs og starfsmanna menntasviðs, um stofnun Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi sem haldinn var með fulltrúum íþróttafélaga í Kópavogi þann 30. sept. sl.

Tekin til afgreiðslu drög að lögum fyrir Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi (SÍK) sem lögð voru fram á 63. fundi ráðsins þann 29. sept. sl., sem og á ofangreindum fundi með íþróttafélögunum þann 30. sept. sl.
Íþróttaráð samþykkir framlögð drög að lögum fyrir Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs.

2.1601376 - Íþróttakarl og Íþróttakonu Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2016

Tekin til afgreiðslu drög að reglum íþróttaráðs um kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs sem lögð voru fyrir á 63. fundi íþróttaráðs.
Deildarstjóri greindi frá undirbúningi við framkvæmd íbúakosninga í tengslum við kjörið, en á fundi íþróttaráðs þann 11. janúar sl. samþykkti Íþróttaráð að vinna að því á árinu að opna kjörið þannig að bæjarbúar geti verið þátttakendur í valinu með beinum kosningum á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2016.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar reglur.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með, að nú í fyrsta sinn gefist bæjarbúum tækifæri á að taka þátt í kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs í desember nk.
Íþróttaráð felur starfsmönnum að kalla eftir tilnefningum íþróttafélaganna sem lagðar verði fram á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.