Íþróttaráð

66. fundur 09. desember 2016 kl. 14:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1601376 - Íþróttakarl og Íþróttakonu Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2016

Íþróttaráð samþykkti fyrr á árinu að gefa bæjarbúum tækifæri til að taka beinan þátt í kjöri á íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs með vefrænni kosningu.
Vefkosningin fer fram frá 21. - 31. desember nk. og verða niðurstöður hennar kunngerðar á Íþróttahátíð Kópavogs 2016.
Íþróttaráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að Íþróttahátíð Kópavogs 2016 verði haldin í samvinnu við Gerplu í Íþróttamiðstöðinni í Versölum laugardaginn 7. janúar kl. 17:00.

2.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Deildarstjóri gerði grein fyrir þeim tilnefningum sem borist hafa frá íþróttafélögum í Kópavogi á fulltrúum til að taka sæti í starfsstjórn SÍK fram að fyrsta aðalfundi félagsins.
Jafnframt greint frá því að sótt hefur verið um kennitölu fyrir félagið.
Deildarstjóri gerir grein fyrir því að nú þegar hafa nægjanlega mörg félög innan Kópavogsbæjar staðfest lög SÍK ásamt undirritun bæjarstjóra. Félagið telst því stofnað samkvæmt þeim reglum sem settar hafa verið um SÍK.
Íþróttaráð samþykkir að tilnefna Jón Finnbogason formann ráðsins í starfsstjórnina sem fulltrúa Kópavogsbæjar. Fulltrúar íþróttafélaganna sem tilnefndir hafa verið eru
Guðmundur Sigurbergsson frá Breiðabliki, Harpa Þorláksdóttir frá Gerplu, Hólmfríður Kristjánsdóttir frá HK og Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Spretti. Jón Finnbogason mun boða til fyrsta stjórnarfundar SÍK.

3.1612168 - HK-Blakdeild. Styrkbeiðni vegna evrópukeppni NEVZA.

Lagt fram erindi frá aðalstjórn HK f.h. Blakdeildar félagsins, dagsett 7. desember sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku meistaraflokka kvenna og karla í Evrópukeppnum félagsliða í blaki sem fram fór í Danmörku í nóv. sl.
Íþróttaráð samþykkir að veita sérstyrk samkvæmt viðmiðum um styrki vegna þátttöku í Evrópukeppnum félagsliða, 350 þús. kr. á hvort lið, samtals 700 þús kr.

4.1612153 - Breiðablik-frjálsar. Sérstyrkur 2016. Ósk um styrk v/ kaupa á stangastökksstöngum.

Lagt fram erindi frá frjálsíþróttadeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á stangastökksstöngum.
Á undanförnum árum hefur íþróttaráð miðað við að styrkir til aðstöðu nái ekki til einstaklingsbundins búnaðar. Með vísan til þeirrar venju sem þannig hefur skapast þá synjar íþróttaráð erindinu.

5.1612170 - Íþróttadeild-Tilnefningar til íþróttakarls/konu 2016.

Lagður fram listi með íþróttakonum, íþróttakörlum og íþróttaflokkum sem tilnefnd voru af íþróttafélögunum/-deildum í Kópavogi vegna íþróttaársins 2016.
Íþróttaráð samþykkir að veita 30 íþróttamönnum í flokki 13-16 ára og 10 íþróttamönnum í flokki 17 ára og eldri, viðurkenningu ráðsins á Íþróttahátíð Kópavogs sem haldin verður í Versölum, íþróttahúsi Gerplu laugardaginn 7. janúar 2017.

Í flokki 13-16 ára
Axel Kvaran


DÍK Dans
Ágúst Eðvald Hlynsson

Breiðablik Knattspyrna
Birta Ósk Þórðardóttir

Gerpla Fimleikar
Birta Rún Grétarsdóttir

HK Handknattleikur
Blær Hinriksson
HK Handknattleikur
Brynjólfur Óli Karlsson

Breiðablik Sund
Daníel Dagur Bogason

Breiðablik Karate
Eliot Robertet


TF Tennis
Gunnar Heimir Ólafsson
HK Blak
Gylfi Már Hrafnsson

HK Dans
Hafþór Heiðar Birgisson

Sprettur
Hestaíþróttir
Helgi Rósantsson

Breiðablik Frjálsar
Herdís Lilja Björnsdóttir
Sprettur
Hestaíþróttir
Hildur Björk Jóhannsdóttir
DíK Dans
Hulda Clara Gestsdóttir

GKG Golf
María Lena Ásgeirsdóttir
HK Knattspyrna
María Tinna Hauksdóttir
HK Dans
Martin Bjarni Guðmundsson
Gerpla
Fimleikar
Matthildur Einarsdóttir

HK Blak
Móey María Sigþórsdóttir
Breiðablik Karate
Regína Lilja Gunnlaugsdóttir
Breiðablik Sund
Sara Hlín Jóhannsdóttir

Breiðablik Frjálsar
Sigurður Arnar Garðarsson
GKG Golf
Sigurður Sölvi Sigurðsson
Breiðablik Körfubolti
Sofia Sóley Jónasdóttir

TFK Tennis
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Breiðablik Knattspyrna
Stephan Briem


Breiðablik Skák
Valgeir Valgeirsson

HK Knattspyrna
Þórdís Rún Hjörleifsdóttir
Breiðablik Körfubolti

Í aldursflokki 17 ára og eldri
Anna Bryndís Zingsheim
Sprettur
Hestaíþr
Anna Soffía Grönholm
TFK
Tennis
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
Golf
Ingi Rúnar Kristinsson
Breiðablik Fjálsar
Irma Gunnarsdóttir
Breiðablik Fjálsar
Jón Margeir Sverrisson
Ösp
sund
Jón Þór Sigurðsson
SFK
skotíþróttir
Kjartan Fannar Grétarsson
HK
Blak
Svana Katla Þorsteinsdóttir
Breiðablik
karate
Valgerður Sigfinnsdóttir
Gerpla
Fimleikar

6.1612111 - Breiðablik-Karatedeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Móeyju Maríu Kristjánsdóttur og Daníel Degi Bogasyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

7.1612162 - Breiðablik-Knattspyrnudeild. Tilnefning íþróttakarls/konu Kópavogs 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Ágúst Eðvaldi Hlynssyni og Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

8.1612117 - Breiðablik-skákdeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Stephan Briem viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

9.1612161 - Breiðablik-Sunddeild. Tilnefning íþróttakarls/konu Kópavogs 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Regínu Lilju Gunnlaugsdóttur og Brynjólfi Óla Karlssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

10.1612185 - Dansíþróttafélag Kópavogs. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Hildi Björk Jóhannsdóttur og Axel Kvaran viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

11.1612113 - Gerpla. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Birtu Ósk Þórðardóttur og Martin Bjarna Guðmundssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

12.1612106 - GKG. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Huldu Clöru Gestsdóttur og Sigurði Arnari Garðarssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

13.1612119 - Hestamannafélagið Sprettur. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Herdísi Lilju Björnsdóttur og Hafþóri Hreiðari Birgissyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

14.1612152 - HK-Blakdeild. Tilnefning til íþróttakarls/konu Kópavogs 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Matthildi Einarsdóttur og Gunnari Heimi Ólafssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

15.1612078 - HK-dansdeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Maríu Tinnu Grétarsdóttur og Gylfa Má Hrafnssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

16.1612082 - HK-handknattleiksdeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Birtu Rún Grétarsdóttur og Blæ Hinrikssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

17.1612084 - HK-knattspyrnudeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Maríu Lenu Ásgeirdóttur og Valgeiri Valgeirssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

18.1612132 - Tennisfélag Kópavogs. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Sofíu Sóleyju Jónasdóttur og Eliot Robertet viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

19.1612218 - Breiðablik-Frjálsíþróttadeild.Tilnefning íþróttakarls/konu 13-16 ára 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Söru Hlín Jóhannsdóttur og Helga Rósantssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

20.1612224 - Breiðablik-Körfuknattleiksdeild. Tilnefning íþróttakarls/konu 13-16 ára 2016

Íþróttaráð samþykkir að veita Þórdísi Rún Hjörleifsdóttur og Sigurði Sölva Sigurðssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

21.1612160 - Breiðablik-Hjólreiðadeild. Tilnefning íþróttakarls/konu Kópavogs 17 ára og eldri 2016.

Fulltrúar hjólreiðadeildarinnar eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

22.1612109 - Breiðablik-Karatedeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

23.1612159 - Breiðablik-Knattspyrnudeild. Tilnefning íþróttakarls/konu Kópavogs 17 ára og eldri 2016.

Fulltrúar knattspyrnudeildarinnar eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

24.1612158 - Breiðablik-Skíðadeild. Tilnefning íþróttakarls/konu Kópavogs 17 ára og eldri 2016.

Fulltrúi skíðadeildarinnar er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

25.1612115 - Gerpla. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Valgerði Sigfinnsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

26.1612107 - GKG. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Birgi Leifi Hafþórssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

27.1612118 - Hestamannafélagið Sprettur. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Önnu Bryndísi Zingsheim viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

28.1612087 - HK-blakdeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Kjartani Fannari Grétarssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

29.1612080 - HK-handknattleiksdeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Fulltrúar handknattleiksdeildarinnar eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

30.1612085 - HK-Knattspyrnudeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Fulltrúi knattspyrnudeildarinnar er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

31.1612116 - Íþróttafélagið Ösp-Sunddeild. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Jóni Margeiri Sverrissyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

32.1612134 - Skotíþróttafélag Kópavogs. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára of eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Jóni Þór Sigurðssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

33.1612133 - Tennisfélag Kópavogs. Tilnefningar til íþróttakarls/konu í flokki 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Önnu Soffíu Grönholm viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

34.1612220 - Breiðablik-Frjálsíþróttadeild.Tilnefning íþróttakarls/konu 17 ára og eldri 2016.

Íþróttaráð samþykkir að veita Irmu Gunnarsdóttur og Inga Rúnari Kristinssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

35.1612166 - Breiðablik-Skákdeild. Tilnefning, flokkur ársins 2016.

Skákdeild Breiðabliks tilnefnir A-sveit unglinga sem flokk ársins 2016.
Frestað

36.1612165 - GKG. Tilnefning flokkur ársins 2016.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tilnefnir sveit stúlkna 15 ára og yngri sem flokk ársins 2016.
Frestað

37.1612167 - HK-blakdeild. Tilnefning, flokkur ársins 2016.

Blakdeild Handknattleiksfélags Kópavogs tilnefnir meistaraflokk karla sem flokk ársins 2016.
Frestað

38.1612140 - Dansíþróttafélag Kópavogs-Árangursstyrkur 2016

Íþróttaráð samþykkir að veita Dansíþróttafélagi Kópavogs árangursstyrk að upphæð kr. 20.000,-

39.1612169 - Gerpla-iðkendaskýrsla 2016

Við afgreiðslu starfsstyrkja á 59. fundi íþróttaráðs, 12. maí sl. láðist að færa til bókar samþykktan starfsstyrk til íþróttafélagsins Gerplu að upphæð 5.561.325,- kr., sem samþykktur var samkvæmt framlagðri yfirlitstöflu á fundinum.
Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 5.561.325,-

Fundi slitið.