Íþróttaráð

37. fundur 03. júní 2014 kl. 12:00 - 12:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1402348 - Ástand knattspyrnuvalla árið 2014

Lögð fram skýrsla, "Úttekt á knattspyrnuvöllum Kópavogsbæjar", unnin af Bjarna Þór Hannessyni grasvallartæknifræðingi, dags. 25. maí sl. <br />Jafnframt lögð fram skýrsla um ástand og viðhaldsaðgerðir á knattspyrnuvöllum Kópavogs vorið 2014, unnin af Magnúsi Val Björgvinssyni starfsmanni Kópavogsvallar í apríl og maí 2014.

Forstöðumaður íþróttavalla sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Gerði hann grein fyrir framlögðum skýrslum og svaraði fyrirspurnum ráðsmanna.

Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi:

Æfingar og leikir yngri flokka, þ.e. 5. flokks og yngri hefjist á grasvöllum Kópavogsbæjar þann 10. júní nk. Þann dag verði vallaraðstæður metnar að nýju og forstöðumanni íþróttavalla falið í samráði við starfsmenn íþróttadeildar að ákveða hvenær aðrir aldursflokkar hefji æfingar og leiki á grasvöllum bæjarins.

2.1405331 - Tímatöflur Íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015

Lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar frá sl. vetri. Jafnframt lögð fram ósk formanna knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks varðandi aukinn æfingatíma í knatthúsum bæjarins milli 20 og 21 virka daga vikunnar á komandi vetri.

Að öllu jöfnu er því reiknað með því að tímatöflur verði óbreyttar milli ára. Fyrir liggur frá því í mars sl., formleg ósk um breytingar á æfingatöflum íþróttafélaganna í íþróttahúsum bæjarins frá formönnum knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK. Varðandi ósk knattspyrnudeildanna þá var, við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014, gert ráð fyrir tekjum af útleigu á umræddum tímum. Íþróttaráð mælir með því við bæjarráð að reynt verði að koma til móts við óskir deildanna frá haustinu 2014.

3.1404440 - Tillaga um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar

Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs frá 27. maí sl., þar sem forsætisnefnd lagði til að tillagan færi til umsagnar íþróttaráðs og skipulagsnefndar áður en hún yrði tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Íþróttaráð fagnar framlagðri tillögu og leggur ríka áherslu á að gott samráð sé ávallt haft við íþróttadeild og íþróttaráð um mál er varða íþróttamannvirki.

Heildarendurskoðun á skipulagi íþrótta- og útivistarsvæðisins sem nær yfir Vallargerðisvöll, Rútstún og annað nærumhverfi Sundlaugar Kópavogs er þar engin undantekning. Íþróttaráð telur mikilvægt að við téða endurskoðun verði tekið tillit til þess hve mikilvægt umrætt svæði er fyrir hverfið.

4.1405587 - Hvönn,Dansfélag Kópavogs og Dansdeild H.K. Umsókn um styrk.

Lagt fram erindi þriggja dansíþróttafélaga í Kópavogi, dags. 21. maí sl. Sótt er um styrk vegna opinnar danskeppni í Smáranum í október 2014 en félögin ætla að halda danskeppnina í samvinnu UMSK.

Íþróttaráð fagnar samvinnu dansfélaga í Kópavogi og hvetur önnur íþróttafélög og deildir til að fylgja fordæmi dansfélaganna um samvinnu.

Íþróttaráð samþykkir að styrkja Opna danskeppni félaganna um kr. 200 þús. sem gjaldfært verði af kynningarlið deildarinnar.

5.1403400 - Iðkendastyrkir 2014

Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2014.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna.

6.1404420 - Breiðablik Frjálsíþróttadeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 943.705,-

7.1404418 - Breiðablik Íþróttaskóli - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 27.420,-

8.1404422 - Breiðablik Karatedeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 703.780,-

9.1404424 - Breiðablik Körfuknatleiksdeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 1.048.815,-

10.1404417 - Breiðablik Knattspyrnudeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 5.365.180,-

11.1404423 - Breiðablik Kraftlyftingadeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 111.965,-

12.1404421 - Breiðablik Skíðadeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 543.830,-

13.1404412 - Breiðablik Sunddeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 450.145,-

14.1404395 - Breiðablik, Skákdeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 41.130,-

15.1404419 - Breiðablik TKD-deild - Iðkendastyrkuur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 187.370,-

16.1404548 - Íþróttafélagið Gerpla - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 3.671.995,-

17.1404551 - HK - Blakdeild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 486.705,-

18.1404552 - HK - Bandýdeild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 155.380,-

19.1404549 - HK - Dansdeild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 253.635,-

20.1404550 - HK - Borðtennisdeild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 91.400,-

21.1404555 - HK - Handknattleiksdeild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 2.351.265,-

22.1404557 - HK - Knattspyrnudeild. Iðkendastyrkur 2014

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 2.273.575,-

23.1404556 - HK - TKD deild. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 166.805,-

24.1405098 - DÍK - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 722.060,-

25.1404630 - Dansfélagið Hvönn. Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 308.475,-

26.1405160 - GKG - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 886.580,-

27.1404410 - Hestamannafélagið Sprettur - Iðkendastyrkur 2014

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 1.192.770,-

28.1405328 - SR - Listhlaupadeild - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 63.980,-

29.1405162 - Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Iðkendstyrkur 2014

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 75.405,-

30.1405325 - ÍFR - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 6.855,-

31.1404429 - Siglingafélagið Ýmir - Iðkendstyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 75.405,-

32.1405099 - TFK - Iðkendastyrkur 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 493.560,-

33.1406069 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild. Ósk um styrk vegna Norðurlandamóts ungmenna

Lagt fram erindi frá formanni frjálsíþróttadeildar Breiðabliks dags. 2. júní, þar sem sótt er um styrk vegna Norðurlandamóts ungmenna 19 ára og yngri sem fram fer dagana 7. og 8. júní nk.

Íþróttaráð samþykkir að styrkja deildina um kr. 200 þús. sem gjaldfært verði af kynningarlið deildarinnar.

Fundi slitið - kl. 12:00.