Íþróttaráð

24. fundur 09. apríl 2013 kl. 17:00 - 19:00 í íþróttahúsinu Smáranum
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1303201 - Skotfélag Kópavogs. Erindi vegna aðstöðu félagsins.

Lagt fram erindi frá Skotfélagi Kópavogs dagsett 12. mars.sl. vegna endurbóta á aðstöðu félagsins kjallara íþróttahússins Digraness.

Starfsmönnum falið að vinna að málinu til næsta fundar.

2.1303313 - Ósk um aðstoð við að fá tíma í skautahöllum

Lagt fram erindi frá Skautafélaginu Fálkum dagsett 17. mars sl. þar sem félagið óskar eftir aðstoð bæjarins við útvegun æfingatíma fyrir starfsemi sína frá hausti 2013.

Starfsmönnum falið að vinna að málinu til næsta fundar.

3.1303463 - Styrkbeiðni vegna leigu á tímum í Fífunni fyrir MK-deildina í knattspyrnu 2012-2013

Lagður fram tölvupóstur frá formanni íþróttanefndar nemendafélags MK dags. 6. mars sl. þar sem óskað er styrk frá íþróttaráði leigugreiðslna á Fífunni undir MK-deildina sl. haust.

Íþróttaráð samþykkir að veita NMK styrk sem nemur 50 þúsund kr. fyrir haustið 2012.

Jafnframt felur ráðið starfsmönnum að kanna hvort NMK geti í framtíðinni hagað MK-deildinni með þeim hætti að keppnin fari fram á útivöllum bæjarins snemma á haustin og/eða á vorin þegar bjart er fram eftir kvöldi.

4.1304057 - Iðkendastyrkir 2013

Lögð fram gögn varðandi umsóknir um starfsstyrki íþróttaráðs fyrir árið 2013.<br />Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram.

5.1303464 - Vettvangsferðir íþróttaráðs 2013 - Breiðablik

Íþróttaráð hélt áfram heimsóknum til íþróttafélaganna með fundi í Smáranum, í félagsaðstöðu Breiðabliks.<br />Aðalstjórn félagsins mætti til fundarins.

Eftri að hafa farið í stutta vettvangsferð um mannvirkið bauð Una María formaður íþróttaráðs fulltrúa Breiðabliks velkomin til fundar við ráðið.

Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks þakkaði fyrir það tækifæri að koma til fundar við íþróttaráð. Vék hann að þremur málefnum sem hann lagði til að rædd yrðu á fundinum.

1. Skiptingu bæjarins í athafnasvæði/upptækusvæði og með hvaða hætti það væri hugsað.

2. Aukið samstarf við grunnskóla með áherslu á tímann frá 14-16 og

3. Úthlutun æfingatíma í íþróttamannvirkjum bæjarins næsta haust .

Þá kynnti hann niðurstöður könnunar sem framkvæmd var af Rannsókn og Greiningu annars vegar um ánægju iðkenda Breiðabliks með félagið sitt sem og afstöðu iðkenda Breiðabliks til vímaefnanotkunar ungmenna. Þar kemur félagið mjög vel út til samanburðar við UMSK og landið allt. Góðar umræður urðu um málefni félagsins og mikilvægi íþróttafélaga í samfélaginu. Fulltrúar íþróttaráðs þökkuðu fyrir góðan og fræðandi fund.

Fundi slitið - kl. 19:00.