Íþróttaráð

55. fundur 11. janúar 2016 kl. 17:00 - 17:45 í íþróttahúsinu Smáranum
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1601376 - Íþróttakarl og Íþróttakonu Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2016

Val á íþróttakonu og karli ársins 2016.
Almennar umræður:
Íþróttaráð leggur til að á árinu 2016 muni Íþróttaráð vinna að því að opna valið á íþróttakonu og karli ársins í Kópavogi þannig að bæjarbúar geti verið þátttakendur í valinu með beinum kosningum. Íþróttaráð felur íþróttafulltrúa að leggja fram tillögur að nýjum reglum til umræðu fyrir Íþróttaráð á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt.

2.1512029 - Íþróttahátíð Kópavogs 2015

Tillaga að dagskrá hátíðarinnar lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi dagskrá og skiptir með sér verkum við framkvæmd hátíðarinnar.
Dagskrá:
1.
Setning hátíðar
2.
Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.
3.
Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri.
4.
Viðurkenningar íþróttaráðs vegna alþjóðlegra meistara.
5.
Viðurkenning flokkur ársins 2015.
6.
Lýst kjöri á Íþróttakonu og Íþróttakarli Kópavogs 2015.
7.
Ávörp gesta.
8.
Hátíðarslit.

3.1512424 - Flokkur ársins 2015

Tekið til afgreiðslu val á "Flokki ársins 2015", en 5 tilnefningar bárust frá íþróttafélögunum að þessu sinni.
Íþróttaráð útnefnir Meistaraflokk Breiðabliks í knattspyrnu kvenna flokk ársins 2015.
Íþróttaráð samþykkir framlag til flokksins að upphæð 100 þús. kr. vegna útnefningarinnar.

4.1512425 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs 2015

Tekið til afgreiðslu val á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2015 sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Fanndísi Friðriksdóttur knattspyrnukonu úr Breiðablik, sem Íþróttakonu Kópavogs 2015 og Jón Margeir Sverrisson sundmann úr ÖSP/Fjölni, sem Íþróttakarl Kópavogs 2015.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 150 þús. kr. til Íþróttakonu Kópavogs og 150 þús. kr. til Íþróttakarls Kópavogs í tilefni útnefningarinnar

Fundi slitið - kl. 17:45.