Íþróttaráð

68. fundur 23. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Boðað var til sameiginlegs fundar allra fastanefnda á Menntasviði Kópavogs, til að kynna drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar sem lögð voru fram til umsagnar á 65. fundi ráðsins þann 24. nóvember sl.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri greindi frá með hvaða hætti upplýsingaöflun og útvinnsla fyrirliggjandi gagna fór fram, og þeim verkferlum sem stýrihópur verkefnisins fylgdi við framsetningu á fyrirliggjandi drögum að lýðheilsustefnu Kópavogs.
Að lokinni kynnningu Sigríðar Kristínar verkefnisstjóra var fundarmönnum gefinn kostur á fyrirspurnum sem og að koma á framfæri athugasemdum varðandi fyrirliggjandi drög.
Almennar umræður.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.1701611 - Rannsókn og greining-könnun 2016

Boðað var til sameiginlegs kynningarfundar fastanefnda Menntasviðs á niðurstöðum rannsóknar, fyrirtækisins Rannsókn og Greining, sem gerð var meðal nemenda í 8., 9., og 10. bekk grunnskólans árið 2016.
- Ungt fólk 2016, Lýðheilsa ungs fólks í Kópavogi -.
Á fundinn kom Margrét Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi R&G og kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar.
Almennar fyrirpurnir og umræður
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.