Íþróttaráð

67. fundur 07. janúar 2017 kl. 16:00 - 16:45 í íþróttamiðstöðinni Versölum, Versölum 3
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.16121047 - Breiðablik - Skíðadeild. Tilnefning til íþróttkarls/konu Kópavogs í flokki 13-16 ára

Íþróttaráð samþykkir að veita Ástríði Magnúsdóttur og Sölva Karli Stefánssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Almenn mál

2.1701277 - Dansfélagið Hvönn - Tilnefning til íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára

Íþróttaráð samþykkir að veita Katrínu Maríu Magnúsdóttur og Hreiðari Orra Arnarsyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Almenn mál

3.1701447 - Flokkur ársins 2016

Tekið til afgreiðslu val á „Flokki ársins 2016,“ en 3 tilnefningar bárust frá íþróttafélögunum að þessu sinni.
Íþróttaráð útnefnir Meistaraflokk HK í blaki karla flokk ársins 2016. Íþróttaráð samþykkir framlag til flokksins að upphæð 100.000 kr. í tilefni útnefningarinnar.

Almenn mál

4.1701449 - Íþróttakona og Íþróttakarl Kópavogs 2016

Tekið til afgreiðslu val á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2016.
Við framkvæmd kosningar þetta árið var bæjarbúum nú í fyrsta sinn boðið upp að taka beinan þátt í valinu. Íbúar gátu kosið á íbúagátt Kópavogsbæjar, milli fimm kvenna og fimm karla um hver þeirra hreppti tililinn góða og stóð vefkosningin yfir frá hádegi 28. des til hádegis þann 5. jan. sl. Um 300 íbúar nýttu kosningarrétt sinn. Lagðar fram niðurstöður kjöri íþróttaráðs og íbúa bæjarins.
Þegar niðurstöður úr kosningu fulltrúa íþróttaráðs og vefkosningu íbúanna voru teknar saman kom í ljós að einhugur var um valið á íþróttakonu Kópavogs 2016 en kosning íbúanna réð úrslitum á endanlegu vali á íþróttakarli Kópavogs 2016.

Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með þá ákvörðun að hafa gefið íbúum Kópavogs færi á því að taka beina þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs þetta árið. Niðurstöður kosninganna gefa gott dæmi um hvernig íbúar Kópavogs geta haft bein áhrif á val að þessu tagi gefist þeim færi á því.

Íþróttaráð samþykkir að útnefna Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur karatekonu úr Breiðablik, sem Íþróttakonu Kópavogs 2016 og Jóni Margeiri Sverrissyni sundmann úr ÖSP/Fjölni, sem Íþróttakarl Kópavogs 2016.

Íþróttaráð samþykkir jafnframt framlag að upphæð 150.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 150.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs í tilefni útnefningarinnar.

Almenn mál

5.1701450 - Íþróttahátíð Kópavogs 2016

Tillaga að dagskrá hátíðarinnar lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi dagskrá og skiptir með sér verkum um framkvæmd hátíðarinnar.

Dagskrá:
1. Setning hátíðar.
2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.
3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri.
4. Viðurkenning flokkur ársins 2016.
5. Viðurkenningar íþróttaráðs vegna alþjóðlegra meistara.
6. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2016.
7. Ávörp gesta.
8. Hátíðarslit.

Fundi slitið - kl. 16:45.