Íþróttaráð

74. fundur 17. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:40 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Umsóknir um sérstyrki

1.1707131 - HK - Blakdeild. Umsókn um styrk v/ þátttöku mfl. kvenna á Evrópumótinu NEVZA í blaki

Lögð er fyrir umsókn aðalstjórnar HK v/ blakdeildar félagsins dagsett 10. júlí sl. þar sem sótt er um styrk vegna þátttöku mfl. kvenna á Evrópumótinu NEVZA í blaki sem fram fór í Danmörku í janúar sl.
Íþróttaráð samþykkir að veita sérstyrk samkvæmt viðmiðum um styrki vegna þátttöku í Evrópukeppnum félagsliða, kr. 360.000,-.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

2.1706559 - HK-blakdeild, umsókn um æfingatíma í Fagralundi 2017 - 2018

Lagt fram erindi/rökstuðningur frá blakdeild HK, sem barst að loknum síðasta fundi ráðsins, en þar óskar deildin eftir æfingatímum milli 21:00 - 22:00 á virkum dögum í Fagralundi fyrir blakdeildina og að leigugjöld vegna þessara æfingatíma verði aflögð.
Íþróttaráð fagnar því að öflugt barna- og unglingastarf deildarinnar beri þann ávöxt sem raun ber vitni og samþykkir beiðni deildarinnar um æfingatíma milli 21:00 og 22:00 þrjú kvöld vikunnar.
Félaginu stendur einnig til boða að nýta tíma á laugardögum og sunnudögum í íþróttahúsi Kársnesskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.1706506 - Breiðablik-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram að nýju, beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks en erindinu var frestað á fundi íþróttaráðs 15. júní sl. Deildin óskar ekki eftir viðbótartímum við það sem hún hefur nú þegar í Fífunni. Hún óskar eftir sömu tímum í Fagralundi og á liðnu tímabili en gera þarf ráðstafanir vegna aðstæðna þar (útvega tíma annarstaðar nóv - mars).
Óskað er eftir 4 klst í Kórnum frá 20:00 - 22:00 á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir meistaraflokka félagsins, likt og deildin hafði fyrir 3 árum. Þá er óskað eftir 5 klst. í íþróttahúsum Fagralundi milli 17:00 - 19:00 tvo virka daga (ekki föstudaga) til að sinna yngstu iðkendum í nærþjónustu.
Íþróttaráð samþykkir að Knattspyrnudeild Breiðabliks fái úthlutað sama tímafjölda í Fífunni og síðasta vetur og sömu tímum og á liðnu tímambili á gervigrasi í Fagralundi.
Íþróttaráð samþykkir að úthluta 2 tímum á miðvikudögum 15:00 - 17:00 í Fagralundi til félagsins jafnframt sem því stendur til boða að nýta 2 tíma til viðbótar á sunnudögum.
Íþróttaráð getur ekki útvegað félaginu æfingarými í íþróttamannvirkjum sem ekki eru í eigu eða rekstri Kópavogsbæjar.

Þá óskar Knattspyrnudeild Breiðabliks og Knattspyrnudeild HK eftir nær 10 tímum í Kórnum sem hingað til hafa verið í útleigu.

Íþróttaráð samþykkir ósk deildanna þannig að hvort félag um sig fær 2 tíma. Um er að ræða tíma á þriðjudögum milli 20:00 til 22:00 og fimmtudögum milli 20:00 til 22:00. Rúmist úthlutun þessi ekki innan fjárhagsáætlunar 2017 þá taki úthlutunin gildi við næstu áramót enda verði tekið tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, til dæmis með hækkun á gjaldskrá fyrir útleigutíma. Íþróttadeild falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samstarfi við félögin.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.1706499 - HK-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram að nýju beiðni knattspyrnudeildar HK sem frestað var á fundi ráðsins 15. júní sl., þar sem óskað er eftir að bæta við núverandi tíma í Kórnum á mánu-, þriðju- og fimmtudögum frá 20:00 - 21:00 (alls 3 tímar) og um helgar á sunnudögum frá 13:30 - 16:00, alls 2,5 tímum til viðbótar við samfellu við núverandi tíma.
Deildin óskar einnig eftir sömu tímum á gervigrasinu úti eins og félagið hefur haft. Samanlögð viðbót er 5,5 tímar.
Íþróttaráð samþykkir að úthluta Knattspyrnudeild HK sama tímafjölda í Kórnum og félagið hafði síðasta vetur og sömu tíma og á liðnu tímabili á gervigrasi úti við Kórinn.

Þá óskar Knattspyrnudeild Breiðabliks og Knattspyrnudeild HK eftir nær 10 tímum í Kórnum sem hingað til hafa verið í útleigu.

Íþróttaráð samþykkir ósk deildanna þannig að hvort félag um sig fær 2 tíma. Um er að ræða tíma á þriðjudögum milli 20:00 til 22:00 og fimmtudögum milli 20:00 til 22:00. Rúmist úthlutun þessi ekki innan fjárhagsáætlunar 2017 þá taki úthlutunin gildi við næstu áramót enda verði tekið tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, til dæmis með hækkun á gjaldskrá fyrir útleigutíma. Íþróttadeild falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samstarfi við félögin.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1706139 - FC Sækó-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram að nýju beiðni FC Sækó um æfingatíma í Fífunni, en erindinu var frestað á fundi íþróttaráðs 15. júní sl.
Félagið fékk æfingatíma utan annatíma í Fífunni sl. vormisseri.
Íþróttaráð samþykkir af gefa knattspyrnuliðinu FC Sækó kost á einum æfingatíma á viku í Fífunni í vetur, að því gefnu að þessi tími verði utan annatíma á virkum dögum frá kl. 11:00 - 14:00.

Önnur mál

6.17081174 - Endurnýjun leigusamnings við KSÍ vegna Kórsins

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál

7.1707186 - Vallakór 14, Kórinn gervigras, útboð.

Bókun: "Fulltrúi Samfylkingarnar fagnar þeirri ákvöðrum bæjarráðs að ráðast í þá löngu tímabæru fræmkvæmd að skipta um knattspyrnugras í Kórnum þar sem núverandi gras er löngu úr sér gengið og stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til þess. Vonandi er þetta upphafið á öðru tímabæru og stærra verkefni sem er að bæta og auka aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar í Kópavogi og gera félögunum í bænum þannig kleift að bjóða uppá fyrsta flokks aðstæður fyrir alla sína iðkendur".

Fundi slitið - kl. 18:40.