Íþróttaráð

32. fundur 13. febrúar 2014 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1312367 - Beiðni um afnot af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds fyrir árshátíð NMK 10. apríl 2014

Lagt fram erindi frá Nemendafélagi MK, dags. 15. desember, þar sem óskað er eftir heimild til afnota af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds til að halda árshátíð þann 10. apríl nk.
Á fundi 30. jan. sl. vísaði bæjarráð erindi NMK til íþróttaráðs til umsagnar.

Íþróttaráð telur mikilvægt að þeir viðburðir sem eru á vegum MK og lúta að nemendum skólans geti farið fram í Kópavogi. Jafnframt leggur íþróttaráð áherslu á það að allir viðburðir sem eru fyrir unglinga og ungmenni í bænum séu alfarið vímulausar samkomur.   

Í ljósi  ofangreinds mælir íþróttaráð með því við  bæjarráð, að það samþykki  beiðni NMK um  leigufrjáls afnot af  Digranesi fyrir árshátíðardansleik NMK að þessu sinni, en NMK verði gert að greiða útlagðan kostnað vegna aukavakta sem af afnotunum hlýst.

2.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram erindi Guðmundar Ingvarssonar dags. 30.12.2013. þar sem óskað er eftir sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug. Erindinu var vísað til umsagnar íþróttaráðs frá skipulagsnefd þann 21. jan. sl.

Íþróttaráð leggst alfarið gegn því að heimilað verði sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug, á lóð/svæði sem hefur verið úthlutað og skipulagt undir íþrótta- og útivistarsvæði. Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá.

Jafnframt vill íþróttaráð vekja athygli á því að bæjarráð hefur afgreitt erindið áður en allar hlutaðeigandi nefndir/ráð hafa  náð að skila umsögn/samþykkt sinni. Íþróttaráð harmar slík vinnubrögð.

3.1401907 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni, dags. 7. janúar 2014, þar sem óskað er eftir aðild að niðurgreiðslum Kópavogsbæjar v/ Bogfimiseturs ehf.

Íþróttaráð  getur ekki orðið við beiðni Bogfimisetursins þar sem styrkumsóknin er ekki fullnægjandi. Í því sambandi vill ráðið vísa til tölvupósts  er sendur var Bogfimisetrinu í okt. sl.

4.1402205 - Samkomulag um rekstrarstyrk milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hestamannafélagsins Spretts

Lagt fram til kynningar.

5.1402321 - Ferðastyrkir íþróttaráðs 2014

Lagðar fram til kynningar reglur um sérstyrki ÍTK frá 2009.

Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að vinna að uppfærslu reglna um sérstyrki íþróttaráðs sem lagðar verði fram á næsta fundi.

6.1402271 - Umsókn um ferðastyrk v/ ferðar á skotmót í Haag í Hollandi.

Lagt fram erindi frá Skotfélagi Kópavogs dagsett 27. jan. sl., þar sem óskað er eftir styrk til keppnisferðar fjögurra félagsmanna á sterkt skotmót í Hollandi í janúar sl.

Frestað til næsta fundar.

7.1402278 - Knattspyrnufélagið Lumman. Ósk um heimavöll í Kópavogi og æfingaaðstöðu.

Lagt fram erindi dags. 16. jan. sl., í tölvupósti þar sem óskað er eftir æfinga- og keppnisaðstöðu í Kópavogi fyrir Knattspyrnufélagið Lummurnar sem tekur þátt í íslandsmóti KSÍ 4. deild, á komandi sumri.

Íþróttaráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum að finna lausa tíma fyrir félagið eins og tíðkast hefur um önnur sambærileg félög.

Íþróttaráð felur starfsmönnum  að endurskoða vinnureglur um afnot og aðgengi íþróttafélaga  sem ekki bjóða upp á barna- og unglingastarf að íþróttamannvirkjum bæjarins. Reglurnar taki gildi frá og með  næsta ári.

8.1402346 - Knattspyrnufélagið Örninn. Ósk um heimavöll í Kópavogi og æfingaaðstöðu.

Lagt fram erindi dags. 16. jan. sl., í tölvupósti þar sem óskað er eftir æfinga- og keppnisaðstöðu í Kópavogi fyrir Knattspyrnufélagið Örninn sem ætlar að taka þátt í íslandsmóti KSÍ, 4. deild, á komandi sumri.

Íþróttaráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum að finna lausa tíma fyrir félagið eins og tíðkast hefur um önnur sambærileg félög.

Íþróttaráð felur starfsmönnum  að endurskoða vinnureglur um afnot og aðgengi íþróttafélaga  sem ekki bjóða upp á barna- og unglingastarf að íþróttamannvirkjum bæjarins. Reglurnar taki gildi frá og með næsta ári.

9.1402320 - Beiðni um sundferð fyrir þátttakendur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í mars 2014.

Lagt fram erindi dags. 4. febrúar sl., frá Mótsstjórn Íslandsmóts iðn- og verkgreina um hvort þátttakendur og umsjónaraðilar keppnisgreina geti fengið frítt í sund í sundlaugum bæjarins mótsdagana 6.-8. mars en mótið verður haldið í Kórnum.

Íþróttaráð getur ekki orðið óskum mótsstjórnar um gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum bæjarins. Ráðið vill hins vegar benda stjórninni á þann möguleika að leita samninga við íþróttadeildina um afslátt á grundvelli þess fjölda sem tekur þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2014.  

10.1402348 - Ástand knattspyrnuvalla árið 2014

Lagt fram minnisblað forstöðumanns dagsett 4. febr. sl., ásamt aðgerðar- og kostanaðaráætlun dags. 12.02 vegna fyrirhugaðs viðhalds knattspyrnuvalla í Kópavogi í vor og sumar.

Íþróttaráð lýsir áhyggjum sínum vegna þess ástands sem skapast hefur á knattspyrnusvæðum bæjarins vegna svellalaga. Íþróttaráð vekur athygli bæjarráðs/framkvæmdaráðs á því að líkur eru á því að stórauka þarf fjárheimildir til viðhalds og endurbóta á vallarsvæðum.

11.1402349 - Málefni sundlauga árið 2014

Lögð fram tillaga íþróttadeildar um opnun sundlauganna á rauðum dögum á þessu ári.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna með þeim breytingum að Sundlaugin í Versölum verði opin á laugardegi fyrir páska og Sundlaug Kópavogs verði opin á annan dag jóla.

12.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Formaður gerði grein fyrir vinnu við mótun íþróttastefnu bæjarins.

13.701026 - Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum

Lagt fram til kynningar

Íþróttaráð beinir þeim tilmælum til íþrótta- og tómstundafélaga í bænum að þau kynni sér verklagsreglur um ofbeldi gegn börnum og leiti sér ráðgjafar til menntasviðs bæjarins ef á þarf að halda.

Fundi slitið - kl. 13:30.