Íþróttaráð

78. fundur 12. desember 2017 kl. 16:00 - 17:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1712471 - Fjárhagsáætlun íþróttadeildar 2018

Á síðasta fundi ráðsins kynnti deildarstjóri helstu áherslur sem koma fram í fjárhagsáætlun íþróttadeildar fyrir árið 2018 en frekari umræðu frestað þá.
Deildarstjóri kynnti þær breytingar sem voru gerðar á fjárhagsáætlun íþróttadeildar fyrir árið 2018.
Jafnframt kynnti hann aðsókn í sundlaugar bæjarins og helstu breytingar sem orðið hafa að aðsókn og tekjum, sem og hvað væri framundan í bættri aðstöðu og aðbúnaði í sundlaugum Kópavogs.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

2.1710629 - Kjör íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogs 2017

Fer fram í íbúakosningu á vefnum og með kjöri aðalfulltrúa Íþróttaráðs.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

3.1712062 - GKG - Tilnefningar til Íþróttakarls/konu 13-16 ára

Ofangreind tilnefning féll niður af síðasta fundi ráðsins og er því færð til bókar nú á þessum fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita Huldu Clöru Gestsdóttur og Sigurði Arnari Garðarssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

4.1712061 - GKG- Tilnefningar til Íþróttakarls/konu 17 ára og eldri

Ofangreind tilnefning féll niður af síðasta fundi ráðsins og er því færð til bókar nú á þessum fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita Birgi Leifi Hafþóssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

5.1712897 - Flokkur ársins 2017

Inn voru sendar 3 tilnefningar til flokks ársins 2017 frá eftirtölum íþróttafélögunum í bænum;
i. HK um meistaraflokk kvenna í blaki
ii. Gerplu um meistaraflokk kvenna í hópfimleikum
iii. GKG með meistaraflokk karla í golfi.
Íþróttaráð kunngjörir val á Flokki ársins í Kópavogi 2017 á Íþróttahátíð Kópavogs þann 11. janúar nk.

Heiðranir og árangurstengdir styrkir

6.1712660 - Breiðablik - Frjálsar. Árangusstyrkir 2017

Ofangreind umsókn um árangursstyrki deildarinnar féll niður af síðasta fundi ráðsins og er því færð til bókar nú á þessum fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita frjálsíþróttadeild Breiðabliks árangursstyrk að upphæð kr. 30.000,-

Iðkendastyrkir

7.1710515 - Aníta Hauksdóttir - Umsókn í Afrekssjóð 2017

Ofangreind umsókn um afreksstyrk féll niður af síðasta fundi ráðsins og er því færð til bókar nú á þessum fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita Anítu Hauksdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 100 þús kr.

Önnur mál

8.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks dags. 11. des. 2017, þar sem félagið óskar eftir því að íþróttamannvirki sem eru í eigu og "rekstri bæjarins og notuð af félögunum verði merkt Breiðablik til jafns við önnu íþróttafélög í bænum sbr. íþróttahúsið í Digranesi og íþróttahúsið í Fagralundi"
Að auki óskar Breiðablik eftir því að selja auglýsingar í umrædd hús til jafns við önnur íþróttafélög í bænum."
Málinu frestað

Fundi slitið - kl. 17:20.