Íþróttaráð

79. fundur 11. janúar 2018 kl. 17:00 - 17:45 í íþróttamiðstöðinni Kórnum, Vallakór 12
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1801262 - Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs 2017

Tekið til afgreiðslu val á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2017.
Við framkvæmd kosningar var bæjarbúum nú annað sinn boðið að taka beinan þátt í valinu. Íbúar kusu á íbúagátt Kópavogsbæjar, og stóð vefkosningin yfir frá hádegi 28. des til hádegis þann 7. jan. sl. Rúmlega 300 íbúar nýttu kosningarrétt sinn. Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og íbúa bæjarins.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með, að nú í annað sinn, gefist íbúum Kópavogs færi á því að taka beinan þátt í vali á íþróttakonu og -karli Kópavogs.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Fanndísi Friðriksdóttur knattspyrnukonu úr Breiðablik, sem Íþróttakonu Kópavogs 2017 og Birgir Leif Hafþórsson kylfing úr GKG, sem Íþróttakarl Kópavogs 2017.
Íþróttaráð samþykkir jafnframt framlag að upphæð 200.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 200.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs í tilefni útnefningarinnar.

Almenn mál

2.1712470 - Íþróttahátíð Kópavogs 2017

Tillaga að dagskrá hátíðarinnar lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi dagskrá og skiptir með sér verkum um framkvæmd hátíðarinnar.
Dagskrá:
1. Setning hátíðar.
2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.
3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri.
4. Viðurkenning flokkur ársins 2016.
5. Heiðursviðurkenning íþróttaráðs 2017.
6. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2016.
7. Ávörp gesta.
8. Hátíðarslit.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

3.17121097 - Breiðablik-skíðadeild. Tilnefningar fyrir íþróttamanns/konu í flokki 13-16 ára 2017

Lagðar fram tilnefningar Skíðadeildar Breiðabliks í flokki 13-16 ára.
Íþróttaráð samþykkir að veita Perlu Karen Gunnarsdóttur og Jóni Erik Sigurðssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

4.1712897 - Flokkur ársins 2017

Þrjár tilnefningar komu frá íþróttafélögunum í Kópavogi til flokks ársins 2017.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Meistaraflokk GKG í golfi karla, flokk ársins 2017. Íþróttaráð samþykkir framlag til flokksins að upphæð 150.000 kr. í því tilefni.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1801053 - HK - Knattspyrnudeild. Ósk um aukinn æfingatíma í knatthúsi Kórsins

Lagt fram erindi Aðalstjórnar HK, dags. 28. des. sl., f.h. Knattspyrnudeildar HK þar sem óskað er eftir æfingatímum í Kórnum tvisvar sinnum í viku á virkum dögum frá kl.20:00-21:00 út vorönn 2018, til viðbótar þeim æfingatímum sem úthlutað var til félagsins í september sl. Í erindinu vísar HK til bókunnar íþróttaráðs nr.1711636 þann 7.desember 2017.
Frestað til næsta fundar

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1801054 - DÍK - Ósk um afnot af íþróttahúsi Breiðabliks fyrir nemendasýningu

Lagt fram erindi stjórnar DÍK, frá 3. jan. sl., með ósk um afnot af íþróttahúsi Breiðabliks fyrir nemendasýningu sunnudaginn 22 apríl 2018.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:45.