Íþróttaráð

84. fundur 16. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

1.18051175 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2018-19 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi fyrir æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar frá fyrra ári, en þær byggja á þeim ramma sem úthlutað hefur verið síðustu tvö árin.
Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan ramma en möguleiki er á að víkka hann út um helgar í íþróttahúsum í rekstri bæjarins.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

2.1807318 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2018/2019

Lögð fram að nýju samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 3-12 eru listaðar upp óskir íþróttafélaganna og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Málinu var frestað á síðasta fundi eftir almennar umræður og starfsmönnum falið að óska eftir ítarlegari gögnum frá HK og Breiðablik varðandi Fagralund.
Ítarlegri gögn hafa borist.
Almennar umræður.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tillögur íþróttadeildar og vísar til dagskrárliða 3-12 til nánari glöggvunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.1807319 - Dansíþróttaféagið Hvönn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn Dansfélagsins Hvannar dagsett 2. júlí sl., ásamt tímatöflu/stundaskrá fyrir Danssalinn í Kórnum á komandi vetri sem frestað var á síðasta fundi.
Íþróttaráð samþykkir að félagið ráðstafi sínum tímum í danssalnum í Kórnum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.1807320 - Gerpla-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 16. júlí sl., um fullan aðgang að Versölum og íþróttahúsi Vatnsendaskóla frá 14:00 til 22:00 virka daga og 9:00-19:00/21:30 um helgar. Jafnframt óskar félagið eftir aðgangi að íþróttahúsi Lindaskóla 2 daga í viku, 4-5 tíma í senn. Afgreiðslu var frestað var á síðasta fundi.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu full afnot af Íþróttahúsi Versala og Vatnsendaskóla þó með þeim fyrirvara að krafa er gerð af hálfu ráðsins um alhliða íþróttatilboð fyrir yngstu iðkendurnar í nærumhverfi Vatnsendaskóla. Ekki er hægt að verða við óskum félagsins um tíma í Lindaskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1807321 - HK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn Aðalstjórnar HK dags. 15. júlí sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-,dans-, handknattleiks- og knattspyrnudeild, sem frestað var á síðasta fundi. Ítarlegri gögn hafa borist.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
Bandýdeild:
Fær sami tímafjölda í Digranesi og á liðnu tímabili. HK hefur til ráðstöfunar tíma í stóra salnum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin.
Blakdeild:
Fær úthlutað sama tímafjölda í Kópavogsskóla og Fagralundi og á síðasta tímabili til æfinga og keppni. Tímar sem deildin hafði til ráðstöfunar á sunnudögum gætu hinsvegar fallið niður. Ekki er hægt að verða við ósk félagsins um viðbótartíma á þriðjudögum kl. 21-22.
Borðtennisdeild:
Fær úthlutað tímum í Snælandsskóla með fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi.
Dansdeild:
Fær úthlutað tímum í samkomusal Fagralundar eins og sl. ár frá 14:00 til 21:00 og laugardaga frá 9:00 til 14:00.
Handknattleiksdeild:
Fær úthlutað sömu tímum í Digranesi og á liðnu tímabili. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki. HK hefur til ráðstöfunar tíma í stóra salnum á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Í Kársnesi fær deildin úthlutað sömu tímum og á síðasta tímabili. Einnig stendur deildinni til boða að bæta við tímum um helgar í Kársnesi. Ekki er hægt að verða við ósk félagsins um tíma í Fagralundi en deildin fær úthlutað 4 tímum í íþróttahúsi Lindaskóla.
Knattspyrnudeild:
Fær úthlutað sama tímafjölda í Kórnum og félagið hafði síðasta vetri og verður áfram með sömu tíma og á liðnu tímabili á gervigrasi úti við Kórinn. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um 4 helgar í Knatthúsi Kórsins undir mótahald.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1807322 - Breiðablik-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir átta deildir ásamt íþróttaskóla en það eru frjálsíþrótta-, karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skák-, skíða-, sund- og taekwandodeild, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins. Ítarlegri gögn hafa borist.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
Frjálsíþróttadeild:
Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar um tíma í Kórnum en deildin hefur tíma í Fífunni, Smáranum og á Kópavogsvelli.
Breiðablik fær úthlutað 6,5 tímum í Fagrilundi (mánudaga 15-16, miðviku- og föstudaga kl. 15-17 og sunnudaga 12:30-14:00). Aðalstjórn félagsins deilir þessum tímum til deilda félagsins en tímarnir eru eyrnamerktir til að sinna nærþjónustu fyrir yngstu iðkendurna í hverfinu.
Karatedeild:
Engin umsókn barst frá deildinni, en Breiðablik hefur til ráðstöfunar alla æfingatíma í Smáranum þar sem deildin æfir.
Knattspyrnudeild:
Fær úthlutað sama tímafjölda í Fífunni og síðasta vetur. Deildin verður einnig með sömu tíma í Fagralundi. Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar varðandi tíma í Kórnum né í íþróttahúsi Fagralundar. Stefnt er að því að gervigrasið í Fagralundi verðri tilbúið til notkunar um miðjan nóvember og þarf deildin að taka mið af því við gerð æfingatöflu. Íþróttaráð/Kópavogsbær hefur ekki aðra velli til ráðstöfunar á þessum tíma en telur að félagið ætti að geta notað Kópavogsvöll eftir því sem aðstæður bjóða.
Körfuknattleiksdeild:
Fær úthlutað 5 tímum í Kársnesi og 11 tímum í Lindaskóla. Tími frá 14-15 á föstudögum verður þó að færast eftir kl. 16:00 vegna skóla tveir tímar ( 12-14) á laugardegi. Annars æfir deildin í Smáranum.
Breiðablik fær úthlutað 6,5 tímum í Fagrilundi (mánudaga 15-16, miðviku- og föstudaga kl. 15-17 og sunnudaga 12:30-14:00). Aðalstjórn félagsins deilir þessum tímum til deilda félagsins en tímarnir eru eyrnamerktir til að sinna nærþjónustu fyrir yngstu iðkendurna í hverfinu. Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar um tíma í Kórnum.
Skákdeild:
Fær úthlutað tímum í stúku Kópavogsvallar eins og sl. ár.
Sunddeild:
Fær úthlutað sömu tímum og sl. ár í sundlaugum bæjarins. Íþróttaráð getur ekki orðið við beiðni um fjölgun tíma/brauta í Sundlaug Kópavogs. Vísað til forstöðumanna sundlauganna til frekari úrvinnslu.
Skíðadeild:
Fær úthlutað 8 tímum í íþróttahúsi Kársnes. Deildinni er boðið að lausa nýta tíma í Kópavogsskóla eða Vestursal í Digranesi. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tíma í aðalsal Digraness.
Taekwandodeild:
Fær úthlutað sömu tímum í Lindaskóla og sl. ár en ekki er hægt að verða við óskum deildinnar um tíma í Fagralundi en vísað til þess að aðalstjórn Breiðabliks fær úthlutað 6,5 tímum í Fagrilundi (mánudaga 15-16, miðviku- og föstudaga kl. 15-17 og sunnudaga 12:30-14:00) til úthlutunar, eyrnamerkt til að sinna nærþjónustu fyrir yngstu iðkendurna í hverfinu.
Íþróttaskóli í Fossvogi:
Breiðablik hefur lagt fram áætlum um að starfrækja íþróttaskóla fyrir börn í 1-4 bekk, í Fagralundi 2-3 virka daga milli kl 15:00-16:00, Þar verði boðið uppá alhliða þjálfun í öllum íþróttagreinum sem eru innan vébanda félagsins. Breiðablik fær úthlutað 6,5 tímum í Fagrilundi (mánudaga 15-16, miðviku- og föstudaga kl. 15-17 og sunnudaga 12:30-14:00. Aðalstjórn félagsins deilir þessum tímum til deilda félagsins en tímarnir eru eyrnamerktir til að sinna nærþjónustu fyrir yngstu iðkendurna í hverfinu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.1807323 - DÍK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn DÍK dagsett 25. júlí sl., um að fá 2 tíma á mánudögum og 3 á miðvikudögum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir að félagið fái umbeðna tíma til ráðstöfunar í Kópavogsskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.1807324 - Stálúlfur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð er fram að nýju umsókn Stál-úlfs dagsett, 17. júlí sl., þar sem óskar eftir æfingatímum fyrir körfukn.leiksdeild í íþróttahúsi Kársnes, Fagralundi og Digranesi ásamt keppnistímum fyrir í Fagrilundi á sunnudögum. Fyrir knattspyrnudeild félagsins, æfingatíma á gervigrasi í Fagralundi 1,5 tíma 3x í viku (mánudaga, fimmtudaga og laugardaga) og tíma fyrir Futsal í Digranesi, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
Knattspyrnudeild:
Fær 4,5 tíma(eftir kl. 21 og á laugardegi) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Starfsmönnum falið að skoða möguleika á tíma fyrir Futsal í Digranesi.
Körfuknattleiksdeild:
Fær alls til ráðstöfunar 4,5 klst í íþróttahúsi Kársnes og keppnistíma fyrir deildina í Fagrilundi á sunnudögum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

9.1807325 - Ísbjörninn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn frá Ísbirninum dagsett 2. júlí sl., um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt utan úthlutunaramma íþróttaráðs sem og tíma fyrir Futsal í Digranesi sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir úthlutun tíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Starfsmenn íþróttadeildar skoði með möguleika á tíma fyrir futsal í Digranesi eða öðrum húsum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

10.1807326 - SFK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn Skotíþróttafélags Kópavogs dagsett 16. júlí sl., sem og tímatafla fyrir kjallarann í Digranesi, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð staðfestir tímatöflu SFK en félagið ráðstafar tímum sínum í kjallara íþróttahússins Digraness.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

11.1807327 - Glóð-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Samkvæmt símtali við formann Glóðar í lok júlí sl., óskar félagið eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-17 og fimmtudögum 17-18. Í Digranesi ( vestursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um tíma í Kópavogsskóla og Digranesi.
Hins vegar tekur ráðið ekki afstöðu til umsóknar um tíma í Gullsmára þar sem úthlutun á tímum í Gullsmára fellur utan við verkefni íþróttaráðs.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

12.1808059 - Vatnaliljur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram að nýju umsókn Vatnalilja dagsett 3. ágúst sl., þar sem óskað er eftir tímum í Fagralundi, eftir kl: 21:00, á mánudögum, föstudögum og sunnudögum á heilum velli og á þriðjudögum og fimmtudögum á hálfum velli, en erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir að verða við öllum óskum félagsins um ráðstöfun tíma, nema á mánudögum.

Önnur mál

13.1807238 - Beiðni um styrk vegna þátttöku Sindra Hrafns Guðmundssonar spjótkastara á Evrópumótinu í Berlín í sumar

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, dags. 17. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Sindra Hrafns Guðmundssonar spjótkastara í Evrópumeistaramótinu í Berlín í lok júlí sl.
Kópavogsbær og Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi (SÍK) undirrituðu samstarfssamning um að efla samstarf milli bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar í Kópavogi. Í samningi þessum stendur í 3.grein, "Með samningi þessum fær SÍK forræði yfir ráðstöfun þeirra fjármuna sem bæjaryfirvöld úthluta til starfsstengdra verkefna íþróttafélaganna í bænum, samþykkt við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar ár hvert." Þar á meðal er eru fjármunir sem varið hefur verið til iðkendastyrkja, sérstyrkja sem og árangurs- og afreksstyrkja sl. ár.
Íþróttaráð vísar erindinu til stjórnar SÍK til afgreiðslu.

Önnur mál

14.1808691 - Erindisbréf íþróttaráðs 2018

Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir íþróttaráð Kópavogs.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.