Íþróttaráð

85. fundur 11. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1808771 - Menntasvið - kynning á sviði og deildum.

Lögð fram stutt kynning á menntasviði Kópavogsbæjar og íþróttadeild sviðsins.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar kynntu starfsemi menntasviðs sem og verkefni og umfang íþróttadeildar.

Almenn mál

2.1804647 - TUFF verkefnið

Kynning á samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, íþróttafélaganna og The Unity of Faith Foundation. Verkefnið miðar að því að bjóða börnum sem aldrei hafa stundað íþróttir að koma og æfa frítt í þrjá mánuði.
Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi kynnti verkefnið.

Almenn mál

3.18031181 - Þátttaka í íþróttum og tómstundum - tölfræði 2018

Á 81. fundi ráðsins greindi deildarstjóri frá greiningarvinnu sem var í vinnslu hjá Kópavogsbæ varðandi virkni barna og unglinga í íþróttum í Kópavogi.
Málinu frestað til næsta fundar.

Almenn mál

4.1810448 - Íþróttahátíð Kópavcgs 2018

Fjögur undanfarin ár hefur Íþróttahátíð Kópavogs verið haldin í samvinnu við íþróttafélög í bænum á starfsstöðvum þeirra.
Íþróttaráð samþykkir að íþróttahátíð Kópavogs 2018 verði haldin í Íþróttamiðstöð/Golfskála GKG í samvinnu við golfklúbbinn fyrri hluta janúar 2019.

Umsóknir um sérstyrki

5.1809812 - Beiðni um styrk vegna endurnýjunar tækjabúnaðar í skotsal félagsins.

Lagt fram erindi Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK), dags. 26. sept. sl., félagið ítrekar beiðni sína um styrk vegna endurnýjunar tækjabúnaðar í skotsal félagsins. Heppilegur búnaður hefur fundist og hefur stjórn SFK tekið ákvörðun um að kaupa tækin en um er að ræða norskan búnað af nýjustu gerð sem styður við fleiri skotíþróttagreinar en áður hefur verið mögulegt.
Óskað er eftir því að Kópavogsbær styrki verkefnið eins og mögulegt er, allt að helming fyrirsjáanlegs kostnaðar. Skotíþróttafélagið mun sjá um uppsettningu búnaðarins og að miklu leyti mun sú uppsetning fara fram í sjálfboðaliðavinnu félagsmanna.
Íþóttaráð samþykkir að styrkja kaup á nýjum tækjabúnaði á móti félaginu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.18082396 - HK-Beiðni um að halda Pæjumót TM 2019 í Kórnum í jan.

Lögð fram umsókn aðalstjórn HK, f.h. knattspyrnudeildar félagsins, um að halda, 2ja daga samfellt knattspyrnumót stúlkna í janúar 2019 í Kórnum, nánar tiltekið 19. til 20. jan.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.18082398 - HK-Beiðni um að halda Krónumót 6. fl. í Kórnum í nóv. 2018

Lögð fram umsókn alalstjórn HK, f.h. knattspyrnudeildar félagsins, um að halda, 2ja daga samfellt knattspyrnumót 6. flokks drengja og stúlkna í 3. til 4. nóvember 2018 í Kórnum.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.18082400 - HK-Beiðni um halda Krónumót 8. fl. í feb.2019

Lögð fram umsókn aðalstjórn HK, f.h. knattspyrnudeildar félagsins, um að halda, 2ja daga samfellt knattspyrnumót 8. flokks drengja og stúlkna í febrúar 2019 í Kórnum, nánar tiltekið 16. til 17. feb.
Þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 hefur ekki enn verið samþykkt, þá getur íþróttaráð því miður ekki samþykkt erindið að svo stöddu. Íþróttaráð er hins vegar mjög jákvætt fyrir erindinu og verður það tekið fyrir að nýju þegar fjárhagsáæltlun 2019 liggur fyrir.

Önnur mál

9.1808201 - Íþróttaráð - áætlun um fundartíma ráðsins 2018-2022

Íþróttaráð samþykkir framlagða áætlun.

Fundi slitið - kl. 18:45.