Lagt fram erindi Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK), dags. 26. sept. sl., félagið ítrekar beiðni sína um styrk vegna endurnýjunar tækjabúnaðar í skotsal félagsins. Heppilegur búnaður hefur fundist og hefur stjórn SFK tekið ákvörðun um að kaupa tækin en um er að ræða norskan búnað af nýjustu gerð sem styður við fleiri skotíþróttagreinar en áður hefur verið mögulegt.
Óskað er eftir því að Kópavogsbær styrki verkefnið eins og mögulegt er, allt að helming fyrirsjáanlegs kostnaðar. Skotíþróttafélagið mun sjá um uppsettningu búnaðarins og að miklu leyti mun sú uppsetning fara fram í sjálfboðaliðavinnu félagsmanna.