Íþróttaráð

58. fundur 07. apríl 2016 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Gunnar Gylfason varafulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1604109 - Samstarf íþróttafélaga 2016

Lagt fram bréf frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, dagsett 7. apríl 2016 til stjórna íþróttafélaganna í Kópavogi, þar sem félögin eru hvött til að stofna /koma á samstarfs-/samráðsvettvangi íþróttafélaganna í bænum hið fyrsta.
Íþróttaráð samþykkir framlagt bréf.

2.1604110 - Afnot af æfinga- og keppnisaðstöðu í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar frá hausti 2016.

Samkvæmt afnotareglum íþróttamannvirkja í Kópavogi ber íþróttafélögum í bænum að senda inn umsóknir um æfinga-og keppnistíma í íþróttamannvirkjum bæjarins 2-3var á ári.
Með vísan til fyrsta dagskrárliðar fundarins um samstarfvettvang íþróttafélaga mun við úthlutun æfingatíma fyrir nk. vetur verða tekið mið af ákvæðum 2. greinar Afnotareglna íþróttamannvirkja í Kópavogi
Íþróttaráð leggur áherslu á að unnið verði eftir Afnotareglum íþróttamannvirkja sem settar hafa verið og hvetur íþróttafélögin til að koma á fyrrgreindum samstarfs- / samráðsvettvangi.

3.1604108 - Styrkir til íþróttamála í Kópavogi 2016

Greint frá því að send hafa verið út umsókarblöð fyrir iðkenda- og sérstyrki ársins 2016.
Úthlutun styrkja 2016 fer eftir sömu reglum og verið hefur síðustu ár.

4.1604107 - Búnaður til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016

Lögð fram drög að samantekt íþróttafulltrúa yfir íþróttamannvirki í Kópavogi, gerð þeirra og búnað. Kynntar hugmyndir að ítarlegri samantekt og framsetning þeirra gagna.
Íþróttaráð fagnar því að hafin sé vinna við samantekt á aðstöðu og búnaði þeirra íþróttamannvirkja sem eru í Kópavogsbæ.

Fundi slitið.