Íþróttaráð

87. fundur 03. desember 2018 kl. 18:00 - 20:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

1.1811669 - Tilnefningar til íþróttakonu og -karli Kópavogs 2018

Lagðar fram tilnefningar íþróttafélaganna á íþróttafólki sínu til íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs ásamt tilnefningum til flokks ársins 2018
Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Þá verða lagðar fram tillögur um það íþróttafólk sem hljóta viðurkenningar á íþróttahátíð Kópavogs þann 10. janúar nk. Jafnframt því verður kosið um þær 5 íþróttakonur og 5 íþróttakarla sem verði á kjörskrá fyrir vefkosningu bæjarbúa í lok ársins.

Önnur mál

2.18031181 - Þátttaka í íþróttum og tómstundum - tölfræði 2018

Unnið hefur verið síðustu mánuði á menntasviði, að samantekt tölfræðigagna um þátttöku barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum í Kópavogi.
Starfsmenn kynntu í stuttu máli þá tölfræðivinnu sem hefur farið fram á árinu 2018. Jafnframt greindu þeir frá því að nú væri beðið endanlegra þátttökutalna og uppgjörs fyrir árið 2018, sem ætti að liggja fyrir í lok desember.

Önnur mál

3.1811561 - Framkvæmdir á knattspyrnuvöllum 2018-2019

Starfsmenn kynntu stöðu framkvæmda við þrjá knattspyrnuvelli bæjarins, en nú standa yfir umfangsmiklar endurbætur á gervigrasvöllum í Fagralundi og við Kórinn, jafnframt því sem hafnar eru framkvæmdir við að setja gervigras á Kópavogsvöll.

Almenn mál

4.1811072 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2018/2019

Lagt fram yfirlit yfir æfingagjöld íþróttafélaganna í Kópavogi fyrir starfsárið 2018-2019. Í yfirlitinu eru breyting æfingagjaldanna frá síðasta starfsári skoðuð með tilliti til hækkunar/lækkunar.
Í könnun íþróttadeildar á æfingagjöldum þjónustuveitenda þeirra sem eiga aðild að íþrótta- og tómstundakerfi Kópavogsbæjar kemur fram að víða hafi gjöld verið hækkuð nokkuð umfram þau viðmið sem Íþróttaráð hefur lagt til grundvallar. Íþróttaráð telur afar mikilvægt að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir um raunverulegar forsendur fyrir gjaldskrárbreytingum hverju sinni. Af þeirri ástæðu fer íþróttaráð fram á að íþróttadeild óski eftir frekari skýringum hjá þeim þjónustuveitendum sem voru með hækkanir umfram viðmið við fyrstu yfirferð íþróttaráðs. Þá leggur íþróttaráð áherslu á að íþróttadeild afli upplýsinga um kostnað notenda á ársgrundvelli.

Almenn mál

5.1810448 - Íþróttahátíð Kópavogs 2018

Fjögur undanfarin ár hefur Íþróttahátíð Kópavogs verið haldin í samvinnu við íþróttafélög í bænum á starfsstöðvum þeirra.
Íþróttaráð samþykkir að Íþróttahátíð Kópavogs 2018 verði haldin, fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 18:00 í íþróttamiðstöð GKG.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

6.1811718 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs 2018 - framkvæmd kjörsins

Lagðar fram Reglur um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs ásamt vinnureglum þar að lútandi.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:00.