Íþróttaráð

89. fundur 10. janúar 2019 kl. 16:30 - 20:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Fundurinn hófst á Digranesvegi 1, en var framhaldið í Golfskála GKG á Vífilstöðum.
Boðað var til sameiginlegs fundar með leiksskólanefnd vegna kynningar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Almenn mál

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar/heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Verkefnisstjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ, Auður Finnbogadóttir kynnir heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.
Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri kom á fund ráðsins og kynnti stefnu Kópavogsbæjar og heimsmarkmiðin.
Eftir þennan dagskrárlið vék íþróttaráð af sameiginlegum fundi nefndanna og hélt fundi sínum áfram í Golfskála GKG á Vífilstöðum.

Almenn mál

2.1812574 - Íþróttahátíð Kópavogs - þátttaka á alþjóðlegum mótum/keppnum

Starfsmönnum ráðsins var falið á síðasta fundi að leggja fram tillögur er varða viðurkenningar til íþróttafólks úr Kópavogi vegna þátttöku í alþjóðlegum mótum/keppnum.
Lögð fram tillaga að útfærslu ráðsins í þessu sambandi.
Íþróttaráð Kópavogs samþykkir að veita íþróttafólki úr Kópavogi viðurkenningu íþróttaráðs sem hafa á árinu 2018 tekið þátt í keppnum í meistaraflokki sem falla undir Evrópumót og heimsmeistaramót eða mótum innan Ólympíuraða óháð aldri.

Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2018 vegna þátttöku:
Á Evrópumeistaramóti

Alexander Sigurðsson, Eysteinn Máni Oddsson, Karitas Inga Jónsdóttir, Kristín Amalía Líndal, Margrét Lúðvígsdóttir, Sólveig Bergsdóttir og Valgerður Sigfinnsdóttir í hópfimleikum, Sindri Hrafn Guðmundsson í spjótkasti í frjálsum íþróttum og Birgir Leifur Hafþórsson landsliða atvinnumanna í golfi þar sem hann varð Evrópumeistari landsliða ásamt þrem öðrum kylfingum.
Á Heimsmeistaramóti

Sonja Margrét Ólafsdóttir í áhaldafimleikum, Svana Katla Þorsteinsdóttir karate (kata), Ellen Ýr Jónsdóttir í kraftlyftingum, Elvar Kristinn Gapunay og Kayleigh Andrews í 10 dönsum, Bára Einarsdóttir og Jón Þór Sigurðsson í Skotíþróttum.
Á Evrópu- og Heimsmeistaramóti

Agnes Suto Tuuha, Eyþór Örn Baldursson , Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson í áhaldafimleikum, Aron Snær Júlíusson landsliða í golfi og Ingvar Ómarsson í fjallahjólreiðum.
Á Ólympíuleikum Ungmenna
Martin Bjarni Guðmundsson í áhaldafimleikum, og Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon í golfi.

Almenn mál

3.1812423 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2018

Tekið til afgreiðslu kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2018.
Netkosning meðal bæjarbúa stóð yfir frá 21. des. sl. til 6. jan 2019. Er þetta í þriðja sinn sem bæjarbúar taka beinan þátt í kjörinu en rúmlega 500 íbúar kusu sem er meira en fjórðungsaukning frá fyrra ári. Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og íbúa bæjarins.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með þátttöku íbúa í kjörinu á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2018.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Öglu Maríu Albertsdóttur knattspyrnukonu úr Breiðablik, sem Íþróttakonu Kópavogs 2018 og Valgarð Reinhardsson fimleikamann úr Gerplu sem Íþróttakarl Kópavogs 2018.
Íþróttaráð samþykkir jafnframt framlag að upphæð 200.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 200.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs í tilefni kjörsins.

Almenn mál

4.1812439 - Flokkur ársins 2018 - Tilnefningar til flokks ársins 2018

Fimm tilnefningar komu frá íþróttafélögunum í Kópavogi um flokks ársins 2018.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Meistaraflokk Breiðabliks í knattspyrnu kvenna, flokk ársins 2018. Íþróttaráð samþykkir framlag til flokksins að upphæð 150.000 kr. að því tilefni.

Almenn mál

5.1810448 - Íþróttahátíð Kópavogs 2018

Íþróttahátíð Kópavogsbæjar 2018 er haldin í samstarfi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í íþróttamiðstöð GKG á Vífilstöðum og hefst hátíðin kl. 18:00.
Lögð fram tilaga að dagskrá íþróttahátíðar:
1.
Hátíðarsetning
2.
Viðurkenningar í flokki 13-16 ára
3.
Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri
4.
Viðurkenning flokkur ársins 2018
5.
Viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum mótum
6.
Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2018
7.
Ávörp gesta
8.
Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins.

Íþróttaráð samþykkir framlagaða dagskrá og skiptir með sér verkum við framkvæmd dagskrárinnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.