Íþróttaráð

90. fundur 21. febrúar 2019 kl. 18:00 - 19:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1811072 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2018/2019

Tekin fyrir að nýju umræða um æfingagjöld íþróttafélaganna í Kópavogi fyrir starfsárið 2018-2019.
Á 87. fundi ráðsins þann 3. des. sl., bókaði íþróttaráð eftirfarandi:
"Íþróttaráð telur afar mikilvægt að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir um raunverulegar forsendur fyrir gjaldskrárbreytingum hverju sinni. Af þeirri ástæðu fer íþróttaráð fram á að íþróttadeild óski eftir frekari skýringum hjá þeim þjónustuveitendum sem voru með hækkanir umfram viðmið við fyrstu yfirferð íþróttaráðs. Þá leggur íþróttaráð áherslu á að íþróttadeild afli upplýsinga um kostnað notenda á ársgrundvelli.
Lagðar fram skýringar íþróttafélaganna á þeim gjaldskrárbreytingum sem orðið hafa frá síðasta starfsári.
Íþróttaráð óskar eftir nánari upplýsingum um gjaldskrárhækkanir milli ára frá karate- og skíðadeild Breiðabliks og tilteknum flokkum hjá blak-, handknattleiks- og knattspyrnudeild HK. Íþróttaráð beinir þeim tilmælum til Íþróttafulltrúa að samhliða frekari fyrirspurn til framangreindra félaga að þá fylgi jafnframt með afrit af þeim reglum sem Íþróttaráð hefur sett varðandi eftirlit með gjaldskrárbreytingum sem Íþróttaráð hefur sett og er að vinna eftir en þær hafa verið lagðar fram bæði í bæjarráði og bæjarstjórn til samþykktar.

Almenn mál

2.1901835 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leigu 2018

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2018.
Það er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015.
Á móti reiknaðri leigu kemur síðan styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2018 er að upphæð 1.085.653.068,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 445.563.602, HK 463.616.087, Gerpla 129.885.789, Hvönn 11.421.569, DÍK 3.115.980, Glóð 5.298.796, Stálúlfur 5.373.503, Ísbjörninn 2.071.729, Augnablik 3.141.661, Vatnaliljur 2.655.467, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 5.710.784 og Skotíþróttafélag Kópavogs 7.798.101,- kr.

Íþróttaráð samþykkir framlagt yfirlit og að sendir verði út reikningar til hlutaðeigandi íþróttafélaga í bænum í framhaldi af staðfestingu bæjarráðs.

Almenn mál

3.1902444 - Styrkbeiðni vegna gönguskíðabrautar

Lögð fram beiðni GKG dags. 20. jan sl., um rekstrarstyrk vegna lagningar gönguskíðabrautar á golfvellinum, en klúbburinn hefur undanfarin ár lagt slíka braut/spor við góðar undirtektir íbúa Kópavogsvogs og Garðabæjar. Sótt er um styrk að upphæð 150 þús kr. til iþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150 þús kr.

Önnur mál

4.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Fyrsta ársþing Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi(SÍK ), var haldið í Kórnum fimmtudaginn 14. febrúar sl. Frá stofnun SIK hefur verið starfandi fimm manna starfsstjórn. Í fyrstu aðalstjórn SÍK voru kosnir eftirtaldir aðilar: Jón Finnbogason formaður, Eysteinn Pétur Lárusson, Hanna Carla Jóhannsdóttir og Olga Bjarnasdóttir til 2ja ára og Guðmundur Sigurbergsson, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Sigmundur Einar Másson til 4ja ára.
Formaður íþróttaráðs gerði grein fyrir aðalfundi SÍK sem fór fram 14. febrúar sl. en á þeim fundi fóru fram almenn aðalfundarstörf.

Önnur mál

5.1811561 - Framkvæmdir á knattspyrnuvöllum 2018-2019

Deildarstjóri kynnti í stuttu máli stöðu mála við framkvæmdir, endurnýjun og breytingar á útigervigrasvöllum Kópavogsbæjar í Fagralundi, í Kórnum og á Kópavogsvelli.
Lagt fram.

Önnur mál

6.1812574 - Íþróttahátíð Kópavogs - þátttaka á alþjóðlegum mótum/keppnum

Við afgreiðslu íþróttaráðs á síðasta fundi ráðsins og á íþróttahátíð Kópavogs vegna þátttöku í alþjóðlegum mótum, urðu þau mistök að nafn Brynjólfs Óla Karlssonar sundmanns úr Breiðabliki vantaði en hann tók þátt í Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires sl. sumar.
Íþróttaráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og óskar Brynjólfi Óla til hamingju með viðurkenninguna. Brynjólfur Óli hefur fengið viðurkenningu sína frá ráðinu.

Önnur mál

7.1902620 - Málefni sundlauga - kynning

Formaður lagði til að íþróttaráð fái kynningu á starfsemi sundlauganna.
Íþróttaráð óskar eftir því að forstöðumenn sundlauganna komi næsta fund íþróttaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:45.