Íþróttaráð

91. fundur 14. mars 2019 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1902620 - Málefni sundlauga - kynning

Á síðasta fundi var óskað eftir því að forstöðumenn sundlauganna kæmu á fund íþróttaráðs og kynntu starfsemi sundlauga bæjarins.
Forstöðumenn sundlauganna, þeir Jakob Þorsteinsson Sundlaug Kópavogs og Guðmundur Halldórsson Salalaug, kynntu starfsemi sundlauganna og helstu lykiltölur varðandi rekstur í starfssemi þeirra. Íþróttaráð þakkar forstöðumönnum sundlauganna fyrir góða samantekt á starfsemi sundlauganna.

Gestir

  • Jakob Þorsteinsson og Guðmundur Halldórsson - mæting: 17:00

Almenn mál

2.1901835 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leigu 2018

Á fundi íþróttaráðs þann 21. febrúar sl. var yfirlit yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaganna í Kópavogi fyrir árið 2018 lagt fram og samþykkt.

Í niðurlagi samþykktar fundarins er vísað til þess að reikningar verði sendir út til hlutaðeigandi íþróttafélaga í framhaldi af staðfestingu bæjarráðs.
Þar átti að standa, ...er yfirlitið hefur verið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

Beðist er velvirðingar á þessari misritun og málið lagt aftur fram í íþróttaráði til leiðréttingar.
Lagt fram og samþykkt.

Almenn mál

3.1811072 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2018/2019

Lagðar fram skýringar frá karate- og skíðadeild Breiðabliks og tilteknum flokkum hjá blak-, handknattleiks- og knattspyrnudeildum HK. Þessar deildir fengu send ítrekunarbréf um nánari skýringar á gjaldskráhækkunum hjá þeim á milli ára, samanber fyrsta dagkrárlið síðasta fund íþróttaráðs.
Íþróttaráð telur að í skýringum HK við gjaldskrárbreytingum sem hafa orðið hjá viðkomandi flokkum, komi fram fullnægjandi rök fyrir hækkunum umfram verðlagsbreytingar sem helst felast í fjölgun og lengingu æfingatíma/-tímabila sem og aukinni þjónustu við yngri flokka félagsins.
Það sama gildir um skýringar skíða- opg karatedeildar Breiðabliks sem ráðið telur fullnægjandi.
Íþróttaráð beinir þeim tilmælum til starfsmanna íþróttadeildar Kópavogsbæjar að næst er óskað verður eftir upplýsingum um gjaldskrár að þá verði frá upphafi lagðar fram nægjanlega ítarlegar upplýsingar til að unnt er að skilja með góðum hætti verðbreytingar.
Á fundi nefndarinnar var rætt um æfingamagn í mismunandi aldursflokkum og hvort að alltaf væri nauðsyn að auka jafnt og þétt tíðni æfinga, þó svo að nefndin ætli sér ekki að gefa út sérstakar leiðbeiningar hvað þetta atriði varðar að svo stöddu.

Almenn mál

4.1811561 - Framkvæmdir á knattspyrnuvöllum 2018-2019

Greint frá stöðu framkvæmda á gervigrasvöllum bæjarins.
Lagt fram

Almenn mál

5.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Lagðar fram tillögur íþróttadeildar að ramma til úthlutunar æfingatíma/-taflna í íþróttamannvirkjum Kóapvogsbæjar fyrir starfsárið 2019-2020.
Íþróttaráð samþykkir tillögu íþróttadeildar að ramma að úthlutun tímataflna fyrir íþróttahús bæjarins.

Önnur mál

6.1903024 - Sumarnámskeið 2019

Lögð fram gögn varðandi námskeið íþrótta- og tómstundafélaga á komandi sumri. Íþróttafulltrúi kynnir reglur og skipulag sumarnámskeiðanna og með hvaða hætti íþróttadeildin kemur að rekstri námskeiðanna.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:45.