Íþróttaráð

2. fundur 13. apríl 2011 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1104040 - Iðkendastyrkir 2011

ÍTK samþykkir óbreyttar reglur varðandi iðkendastyrki.

2.1012385 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2011

Á fundinn mættu forstöðumenn Sundlaugar Kópavogs og Sundlaugarinnar í Versölum og fóru yfir rekstur lauganna á undanförnum árum. Einnig gerðu þeir grein fyrir rekstri lauganna fyrstu þrjá mánuði ársins og fóru yfir helstu niðurstöður.  

3.1104123 - Aðstaða til æfinga og keppni fyrir ný íþróttafélög

Íþróttaráð hefur þá stefnu að þau íþróttafélög sem eru með skipulagt barna- og unglingastarf ganga fyrir um tíma í íþróttamannvirkjum á vegum Kópavogsbæjar.  

4.1102197 - KKÍ. Breytingar á körfuknattleiksvöllum og klukkum vegna alþjóðlegra staðla.

Lagt fram til kynningar.

5.1104063 - Vormót Sunddeildar Breiðabliks helgina 21-22 maí 2011

Íþróttaráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni að annast samskipti við Sunddeild Breiðabliks.

6.1104088 - Knattspyrnudeild Breiðabliks - Ósk um afnot af Smárahvammsvelli fyrir Knattspyrnumót Deloitte.

Íþróttaráð samþykkir erindi Knattspyrnudeildar Breiðabliks um firmamót á Smárahvammsvelli í byrjun júní.

7.1104163 - Niðurskurður rekstrarstyrkja

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: 

""Nú hefur verið búin til viðræðunefnd til að ræða við íþróttafélögin um endanlegan niðurskurð rekstrarstyrkja. En seinagangurinn hefur einkennt málameðferð meirihlutans í þessu máli. Það er ómöguleg staða fyrir íþróttafélögin að vita ekki svo mánuðum skiptir hver raunverulegur niðurskurður verður. Við hvetjum því til að því ferli verði flýtt sem kostur er og niðurstaða fengin svo friður skapist um þennan mikilvæga málaflokk.""

 

Fundi slitið - kl. 09:30.