Íþróttaráð

93. fundur 11. júlí 2019 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lögð fram til kynningar, tillaga að samræmdum merkingum íþróttamannvirkja í Kópavogi sem unnin hefur verið í samstarfi Umhverfis- og menntasviðs fyrr á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

2.1905197 - Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030

Lögð fram til kynningar "Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum 2019-2030", dags. 2. maí sl. Ráðuneytið hefur unnið að endurskoðun stefnumótunar í íþróttamálum í samstarfi við íþróttanefnd ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

3.1906120 - HK - strandblaks aðstaða

Lagt fram erindi frá Aðlastjórn HK dags. 3.júní sl., þar sem þess er farið á leit við íþróttaráð að strandblaksvöllum við Fagralund verði komið í ásættanlegt ástand. Eins hvort hægt sé kanna þann möguleika að gera strandblaksvelli við íþróttahúsið Versali.
Íþróttafulltrúi greindi frá stöðu mála en skipt verður um sand í fyrirliggjandi völlum nú í júlí en stefnt að því að bæta við tveimur völlum á næsta ári.

Erindi úr bæjarráði

4.1904486 - Tillaga bæjarfulltrúa um rafíþróttir og eflingu þeirra

Lagðar fram upplýsingar sendar frá skrifstofu UMFÍ eftir fræðsluferð fulltrúa íþróttafélaganna til Danmerkur. Annars vegar, stefnumótun danska "Kultur ministeriet" um rafíþróttir og skýrsla/úttekt Goldman Sachs Group um sama efni og hins vegar grein Viðars Halldórssonar dósents í félagsfræði við HÍ um "Hvar eiga "rafíþróttir" heima?
Almenn umræða um málefnið. Íþróttafulltrúa falið að kanna hvort aðilar sem reynslu hafa af rafíþróttum komi á fund ráðsins og kynni málið.

Aðsend erindi

5.1907133 - Snillingarnir - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogs

Lögð fram fyrirspurn dags. 13.06 sl., frá Snillingunum, sem bjóða upp á námskeið í íslensku og stærðfræði og er fyrir börn á aldrinum 4-12 ára, um hvort hægt væri að nýta frístundastyrkinn fyrir námskeið á þeirra vegum.
Íþróttaráð samþykkir að veita Snillingunum aðgang að frístundastyrkjakerfi bæjarins með vísan í 4. grein lið c. í reglum um frístundastyrki.

Umsóknir um sérstyrki

6.1904746 - Beiðni um styrk vegna heimsmeistaramóts í dansi

Lögð fram styrkbeiðni frá keppnishópi, 13-16 ára stúlkna, út Dansskóla Birnu Björns, dags. 17. apríl sl. sem eru á leið heimsmeistarakeppni í dansi í Braga í Portúgal dagana 29. júní til 7 júlí 2019. Fjórar stúlknanna eru úr Kópavogi.
Með samningi við SÍK frá sl. sumri, hefur íþróttaráð falið SÍK að úthluta ferðastyrkjum til íþróttafélaga í Kópavogi er varðar styrki vegna þátttöku í heims- evrópu- norðurlandamótum sem og ólympíumótum.
Íþróttaráð samþykkir að fallst á ofangreinda styrkbeiðni og gera undantekningu á reglunni um "íþróttafélög í Kópavogi", og styrkja stúlkurnar fjórar samtals með kr. 60 þús.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Lagt fram minnisblað frá formanni SÍK um tillögu að úthlutun æfinga- og keppnistíma í íþróttamannvirkjum bæjarins á komandi vetri, ásamt fylgiskjali. Jafnframt lagður fram tölvupóstur dag. 21.maí sl., með viðbrögðum Breiðabliks við tillögu að úthlutun æfingatíma í Fífunni á kvöldin.
Íþróttaráð samþykkir fram lagða tillögu sem byggir á úthlutun æfingatíma síðasta árs þó með örfáum undantekningum.

Önnur mál

8.1811561 - Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum 2018-2019

Lagðar fram fundargerðir/minnisblöð síðustu 2ja samráðsfunda með HK og Breiðablik varðandi framkvæmdir í og á íþróttamannvirkjum bæjarins frá síðasta fundi ráðsins.
Greint frá stöðu mála varðandi framkvæmdir á íþróttamannvirkjum bæjarins og væntanleg verklok þeirra.

Fundi slitið - kl. 18:45.