Íþróttaráð

94. fundur 22. ágúst 2019 kl. 17:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1904486 - Tillaga bæjarfulltrúa um rafíþróttir og eflingu þeirra

Á síðasta fundi var íþróttafulltrúa falið að kanna hvort hægt væri að fá á fund ráðsins, aðila með reynslu hafa af rafíþróttum, til að kynna málið.
Á fundinn kom Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og kynnti rafíþróttir á Íslandi.
Almennar umræður. Íþróttaráð þakkar Ólafi mjög greinargóða kynningu.
Íþróttaráð óskar eftir að fá á næsta fund ráðsins fulltrúa úr félagsmiðstöðvum bæjarins sem hafa komið að rafíþróttamótum. Þá hyggst íþróttaráð boða formenn og framkvæmdastjóra HK, Gerplu og Breiðabliks til fundar til að ræða málefni rafíþrótta.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

2.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Fyrir fundinum lágu tillögur íþróttadeildar um úthlutun æfingatíma til knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks fyrir veturinn 2019-20.
Jafnframt var lagt fram erindi SÍK, dags. 20. ágúst fyrir hönd knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK, þar sem m.a. er óskað eftir að fá úthlutað fleiri æfingatímum í Fífunni óg Kópavogsvelli heldur en tillögur íþróttadeildar gera ráð fyrir, sem og hliðrun tíma í Kórnum um 1/2 klst. frá 20:00 til 20:30.
Varðandi úthlutun á tímum í Kórnum þá mælir íþróttaráð með því að HK verði úthlutað tímum til kl. 20:30 miðað við að starfsemi hefjist kl. 14:30.
Varðandi úthlutun á tímum í Fífunni mælir íþróttaráð með óbreyttum tímafjölda frá fyrra tímabili.
Varðandi úthlutun tíma á Kópavogsvelli þá óskar íþróttaráð eftir sviðsmyndagreiningu á því hvað kostnaður breytist mikið vegna tímúthlutunar miðað við 5 , 6 og 7 tíma notkun á dag yfir vetrarmánuðina. Jafnframt því hvort hægt sé að mæta fjölgun tíma með mótvægisaðgerðum yfir sumarmánuðina.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.1908659 - Umsókn um að halda Krónumót fyrir 6-7 fl. kvk og ka í nóv. nk.

Lagt fram erindi frá aðalstjórn HK fd.h knattspyrnudeildar dags. 20.08.2019 þar sem óskað er eftir því að fá afnot af Kórnum, helgarnar 2.-3. nóv og 16.17. nóv nk. undir knattspyrnumót 6. og 7. flokks stúlkna og drengja.
Íþróttaráð samþykkir erindið, en þó með þeim fyrirvara að það skarist ekki á við KSÍ-námskeið sem þegar hefur verið ákveðið í Kórnum þann 2. nóv. nk.

Önnur mál

4.1811561 - Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum 2018-2019

Greint verður frá stöðu mála varðandi framkvæmdir á íþróttamannvirkjum bæjarins og væntanleg verklok þeirra.
Starfsmenn greindu frá stöðu framkvæmda við íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar á þessu ári. Gervigrasvöllur og sandskipti í strandblaksvöllum í Fagralundi lokið. Kópavogsvöllur sem og ný æfingaaðstaða fyrir frjálsar á Skotmóum í Kópavogsdal á lokastigi. Stúka verður sett upp í Kórnum næstu daga en framkvæmdum við gervigrasvöll úti lokið. Stefnt verði að því að nýtt gólf verði lagt á Digranesið næsta vor.

Önnur mál

5.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Kynning á vefsíða SÍK.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með framsetningu síðunnar sem vistuð er undir vefsíðu Kópavogsbæjar , " Forsíða / Íbúar / Íþróttir & útivist / Samstarfsvettvangur íþróttafélagana í Kópavogi"

Fundi slitið - kl. 19:15.