Íþróttaráð

95. fundur 03. október 2019 kl. 17:00 - 18:55 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Sigvaldi Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1904486 - Tillaga bæjarfulltrúa um rafíþróttir og eflingu þeirra

Á síðasta fundi Íþróttaráðs var óskar eftir að fá fulltrúa úr félagsmiðstöðvum bæjarins sem hafa komið að rafíþróttamótum á næsta fund ráðsins . Á fundinn kemur Steinar Már Unnarsson forstöðumaður Ekkó.
Formenn og framkvæmdastjórar HK, Gerplu og Breiðabliks voru boðaðir til fundar til að ræða málefni rafíþrótta. Kynningarfundur með framkvæmdastjórum félaganna ásamt Ólafi Hrafni Steinarssyni var síðan haldinn 18. sept sl.
Almennar umræður um rafíþróttir.
Íþróttaráð þakkar Steinari Má Unnarssyni, forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Ekkó áhugaverða kynningu á rafíþróttum í félagsmiðstöðvum.
Íþróttaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þegar öll gögn liggja fyrir.

Almenn mál

2.1909384 - Æfingaaðstaða fyrir Taekwondodeild Breiðabliks (TKD)

Lagt fram erindi dags. 18. júní sl., frá fulltrúum iðkenda og forráðamanna Taekwondodeildar Breiðabliks, þar sem vakin er "athygli á frábæru starfi deildarinnar en jafnframt bágri æfingaaðstöðu hennar"
Íþróttaráð vísar erindinu frá.
Öllum erindum er berast íþróttaráði er varða aðstöðu og aðbúnað einstakra deilda íþróttafélaga Kópavogi er vísað frá berist þau ekki beint frá eða í nafni Aðalstjórnar viðkomandi íþróttafélags.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Lögð fram til kynningar, drög að jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar 2018-2022 sem bæjarráð vísar til umsagnar íþróttaráðs. Endurskoðun hennar fer fram á fjögurra ára fresti..
Lagt fram til kynningar. Máli frestað

Aðsend erindi

4.1909701 - Ósk um upplýsingar um tímaúthlutanir í íþróttahúsum bæjarins

Lagt fram erindi frá aðalstjórn Breiðabliks dags. 26. sept. sl., þar sem óskað er eftir um upplýsingum um tímaúthlutun íþróttaráðs í íþróttahúsum bæjarins og hvaða forsendur liggja þar til grunna.
Varðandi tímaúthlutanir vegna íþróttahúsa veturinn 2019 - 2020 þá byggja þær á tillögum sem samþykktar voru upphaflega í stjórn SÍK og byggja á forsendum sem gert var grein fyrir í erindi sem stjórn SÍK samþykkti einnig. Íþróttaráð staðfesti ákvörðun SÍK. Varðandi umræðu um forsendur SÍK þá vísar Íþróttaráð Breiðablik á að bera upp erindið við SÍK.

Umsóknir um sérstyrki

5.1909578 - Íþróttafélag fatlraðra í Reykjavík, ÍFR - styrkbeiðni

Lagt fram erindi frá ÍFR dags. 16. sept. sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Íþróttaráði Kópavogs vegna þátttöku tveggja félagsmanna í Íslandsmóti fatlaðra í Boccia á Ísafirði 5. og 6. okt. nk.
Í samningi Kópavogsbæjar og SÍK frá 2018 kveður á um að SÍK fái forræði yfir þeim fjármunum sem bæjaryfirvöld úthluta til starfsstengdra verkefna íþróttafélaganna í bænum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar ár hvert." Þar á meðal er eru fjármunir sem varið hefur verið til iðkendastyrkja, sérstyrkja sem og árangurs- og afreksstyrkja sl. ár.
Íþróttaráð vísar því erindinu til stjórnar SÍK til afgreiðslu.

Umsóknir um sérstyrki

6.1909703 - Umsókn GKG um styrk vegna EM klúbbliða 2019

Lagt fram erindi GKG, dags. 24.sept. sl.,sl., þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna þátttöku karla og kvennasveita GKG (Íslandsmeistara í liðakeppnum) í Evrópumeistaramótinu klúbbliða í Ungverjalandi og Frakklandi dagana 3.-5. okt. 2019.
Í samningi Kópavogsbæjar og SÍK frá 2018 kveður á um að SÍK fái forræði yfir þeim fjármunum sem bæjaryfirvöld úthluta til starfsstengdra verkefna íþróttafélaganna í bænum við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar ár hvert." Þar á meðal er eru fjármunir sem varið hefur verið til iðkendastyrkja, sérstyrkja sem og árangurs- og afreksstyrkja sl. ár.
Íþróttaráð vísar því erindinu til stjórnar SÍK til afgreiðslu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.1909702 - Umsókn um knattspyrnumót 5.-8. flokks kvenna í Kórnum

Lagt fram erindi frá aðalstjórn HK f.h knattspyrnudeildar félagsins dags. 26.06.2019, þar sem óskað er eftir því að fá afnot af Kórnum, helgina 18. og 19. jan. nk. undir knattspyrnumót 5. til 8. flokks stúlkna.
Íþróttaráð samþykkir framlagða beiðni á þeim forsendum að það rúmist innan fjárhagsáætlunar fyrir Knatthúsi Kórsins á næsta ári.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Varðandi úthlutun æfingatíma á Kópavogsvelli, óskaði íþróttaráð eftir sviðsmyndagreiningu á því hvað kostnaður breytist mikið vegna tímúthlutunar miðað við 5 , 6 og 7 tíma notkun á dag yfir vetrarmánuðina.
Lögð fram greining kostnaðar miðað við aukna nýtingu vallarins og jafnframt framsett æfingatafla Knattspyrnudeildar Breiðabliks á gervigrasvöllum í Fífu, á Kópavogsvelli og í Fagralundi fyrir veturinn 2019-2020.
Almennar umræður. Á fundinum voru lagðar fram töflur um nýtingu á knattspyrnuaðstöðu á gervigrasvöllum í Fífunni, Kópavogsvelli og Fagralundi. Þá voru lagðar fram upplýsingar um kostnað við aukna notkun á Kópavogsvelli umfram þær áætlanir sem upphaflega voru lagðar fram af hálfu Íþróttadeildar Kópavogsbæjar og viðmið sem keppnisvellir þurfa að uppfylla til þess að heimilt verði að nýta þá sem keppnisvelli.

Þegar tímatöflurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að nýting félagsins á Fagralundi takmarkast við aðra flokka en elstu iðkendur félagsins og heilu dagarnir sem völlurinn er ekkert nýttur. Það er mat nefndarinnar að það séu ekki forsendur fyrir því að samþykkja aukna nýtingu á Kópavogsvelli en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir, þegar nýting á Fagralundi er ekki meiri en raun ber vitni, sérstaklega hvað varðar elstu aldursflokkana sem ekkert nýta aðstöðu Fagralundar.

Varðandi úthlutun á tímum í Fífunni til Breiðabliks, umfram nýtingu á árunum 2017 - 2018, þá telur íþróttaráð sig ekki hafa forsendur til að leggja til fjölgun á tímum til afnota fyrir Breiðablik í Fífunni vegna ársins 2019 - 2020 þegar nýting utanhúss yfir vetrarmánuðina er ekki meiri en raun ber vitni, þar sem heilu dagarnir eru án nýtingar eins og að framan greinir og fram kemur í þeim gögnum sem Breiðablik hefur lagt fram vegna komandi tímabils.

Önnur mál

9.1909709 - Íþróttahátíð Kópavogs 2019

Fimm undanfarin ár hefur Íþróttahátíð Kópavogs verið haldin í samvinnu við íþróttafélög í bænum á starfsstöðvum þeirra.
Starfsmönnum falið að vinna að málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:55.