Íþróttaráð

99. fundur 03. janúar 2020 kl. 16:00 - 16:45 í Reiðhöll Sprettara
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1912539 - Breiðablik - Skíðadeild - Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu 13-16 ára 2019

Íþróttaráð samþykkir að veita Freyju Kristínu Þórðardóttur og Stefáni Leó Garðarssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Almenn mál

2.1911861 - Flokkur ársins 2019 - Tilnefningar til flokks ársins 2019

Teknar til afgreiðslu tilnefningar til flokks ársins 2019.
Eftir umræður á 97. fundi íþróttaráðs er lagt er til að keppnisliði úr yngri aldursflokkum íþrótta verði veitt viðurkenning íþróttaráðs, "Eftirtektarverðan árangur á árinu", jafnframt því að útnefna "Flokk árins 2019".
Íþróttaráð samþykkir að veita 10. flokk pilta í körfuknattleik hjá Breiðabliki viðurkenningu, "Eftirtektarverður árangur á árinu 2019".
Íþróttaráð samþykkir jafnframt að útnefna Meistaraflokk GKG í golfi karla, Flokk ársins 2019. Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 150.000 kr. til flokks ársins.

Almenn mál

3.1911862 - Íþróttahátíð Kópavogs - Þátttaka í alþjóðlegum mótum/keppnum

Á fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkti íþróttaráð að veita íþróttafólki úr Kópavogi viðurkenningu íþróttaráðs, sem tekið hafa þátt á árinu, í keppnum í meistaraflokki sem falla undir Evrópumót og heimsmeistaramót eða tekið þátt í mótum innan Ólympíuraða óháð aldri.
Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2019 vegna þátttöku:
Á Evrópumeistaramóti
Eyþór Örn Baldursson, Agnes Suto Tuuha
og Thelma Aðalsteinsdóttir í áhaldafimleikum, Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir í golfi, Birgit Rós Becker í kraftlyftingum og Guðlaug Edda Hannesdóttir í þríþraut.
Á Heimsmeistaramóti
Martin Bjarni Guðmundsson í áhaldafimleikum, Jón Þór Sigurðsson
í skotíþróttum, Gylfi Már Hrafnsson og og María Tinna Hauksdóttir í dansi.
Á Evrópu- og Heimsmeistaramóti
Valgarð Reinhardsson í fimleikum og Ingvar Ómarsson í hjólreiðum.

Almenn mál

4.1911853 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2019

Tekið til afgreiðslu kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2019. Netkosning meðal bæjarbúa stóð yfir frá 21. des til 31.des sl. Þetta er í fjórða sinn sem bæjarbúar taka beinan þátt í kjörinu. Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og kjöri íbúa bæjarins.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með það, að nú fjórða sinn taki íbúar beinan þátt í kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Berglindi Björk Þorvaldsdóttur knattspyrnukonu sem Íþróttakonu Kópavogs 2019 og Valgarð Reinhardsson fimleikamann sem Íþróttakarl Kópavogs 2019.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 200.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 200.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs.

Almenn mál

5.1909709 - Íþróttahátíð Kópavogs 2019

1. Hátíðarsetning
2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára
3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri
4. Viðurkenning Flokkur ársins 2019
5. Viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum mótum
6. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2019
7. Ávörp gesta
8. Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins.
Íþróttaráð samþykkir framlagða dagskrá og skiptir með sér verkum við framkvæmd hennar.

Almenn mál

6.2001083 - Kosningar í embætti íþróttaráðs 2020-2022

Skipað í embætti samkvæmt 2. grein í erindisbréfi fyrir Íþróttaráð Kópavogs.
Lagt er til að formaður ráðsins verði Jón Finnbogason, varaformaður Sverrir Kári Karlsson og ritari Einar Örn Þorvarðarson.
Samþykkt

Fundi slitið - kl. 16:45.