Íþróttaráð

102. fundur 29. apríl 2020 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Lögð fram drög að nýrri 2. mgr. 9. gr. samstarfssamnings milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs Íþróttafélaga í Kópavogi:
"Í samræmi við 11. gr. laga SÍK þar sem fram kemur að starfsmenn íþróttadeildar Kópavogs og fulltrúi íþróttaráðs hafa rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt þá skulu þessir aðilar einnig boðaðir á stjórnarfundi SÍK þar sem þeir njóta sömu réttinda og á ársþingi SÍK. Boðun framangreindra aðila á stjórnarfund SÍK er háð því skilyrði að Kópavogsbær tilnefni með skriflegum hætti til SÍK hvaða aðilar eru fulltrúar Kópavogsbæjar hvað þetta varðar."

Formaður gerði grein fyrir framlagðri tillögu. Umræður. Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að þessi breyting verði samþykkt og Kópavogsbær tilnefni fulltrúa í Stjórn SÍK

Almenn mál

2.1911860 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2019/2020

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir gjaldskrárbreytingar æfingagjalda hjá íþróttafélagum í Kópavogi frá síðasta ári.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með að íþróttafélögin hafi í langflestum tilfellum haldið gjaldskrárhækkunum æfingagjalda milli ára innan viðunandi marka.
Íþróttaráð óskar þó eftir nánari upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá körfuknattleiksdeild Breiðabliks, 8.fl.knattspyrnudeildar Breiðabliks, borðtennisdeild HK og tiltekins hóps hjá Gerplu.

Almenn mál

3.1902620 - Málefni sundlauga - kynning

Lagt fram yfirlit yfir lykiltölur í rekstri sundlauga í Kópavogi sl. ár.
Lagt fram og umræður um skýrsluna.

Almenn mál

4.2002626 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2020

Lögð fram gögn varðandi námskeið íþrótta- og tómstundafélaga á komandi sumri.
Einnig aðgengilegt á vefnum; sumar.kopavogur.is
Íþróttafulltrúi kynnir reglur og skipulag sumarnámskeiðanna og með hvaða hætti íþróttadeildin kemur að rekstri námskeiðanna.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með það fjölbreytta úrval námskeiða og viðburða sem boðið verður upp á í íþrótta- og tómstundastarfi á komandi sumri í Kópavogi.

Aðsend erindi

5.2003504 - Erindi til Íþróttaráðs Kópavogs frá Skotíþróttafélagi Kópavogs

Lagt fram erindi Skotíþróttafélags Kópavogs dagsett 16. mars sl., þar sem óskað er eftir úrbótum á húsnæði félagsins í kjallara Digraness. Lögð fram drög að breytingartillögum um úrbætur á húsnæði skotíþróttafélgs Kópaovogs í Digranesi sem uppfylla ættu þær kröfur sem gerðar eru til æfingahúsnæðis fyrir skotíþróttina.
Íþróttaráð leggur áherslu á að aðstaða Skotíþróttafélagsins verði endurbætt sem allra fyrsta.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.2002240 - Ósk um æfingaaðstöðu í íþróttahúsinu Digranesi fyrir Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Íþróttaráð fól starfsmönnum að kanna þann möguleika nánar með tilliti til annarrar starfsemi sem fyrir er í húsinu á 100. fundi ráðsins.
Lagður fram ath. frá fulltrúum annarrar starfsemi í húsinu við fyrirhugðar breytingar.
Lagt fram og afgreiðslu frestað. Starfsmönnum íþróttadeildar falið að eiga samráð við hagsmunaaðila sem og þá aðila sem lagt hafa fram umsögn um málið.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.2002295 - Ósk um æfinga- og keppnisaðstöðu

Á 100. fundi íþróttaráðs var erindi frá knattspyrnufélaginu Skandinavíu, dags. 22.01.2020 frestað. Þar óskar félagið eftir æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir starfsemi sína í sumar.
Íþróttaráð vísar erindinu til afgreiðslu SIK.

Fundi slitið - kl. 19:00.