Íþróttaráð

103. fundur 25. júní 2020 kl. 16:00 - 17:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.18051067 - Hjólabrettaskál við Kórinn í Kópavogi

Fulltrúi umhverfissviðs Birkir Rútsson kom á fundinn og greindi frá verkefninu.
Lagt fram.

Almenn mál

2.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Stutt kynning á stöðu verkefnisins í dag. Anna Birna sviðstjóri Menntasviðs kynnir málið.
Lagt fram. Almennar umræður.

Almenn mál

3.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Íþróttaráð lagði til við bæjarráð á fundi sínum þann 29. apríl sl., að Kópavogsbær tilnefndi fulltrúa í stjórn SÍK, sem fæli í sér breytingu á 9. grein samstarfssamnings aðila. Tillagan var lögð fyrir Bæjarstjórn 9. júní sl. og samþykkt með þeirri breytingu að tveir fulltrúar yrðu tilnefndir í stjórn SÍK með málfrelsi og tillögurétti í stað eins fulltrúa eins og tillagan gerði ráð fyrir.
Lagt fram. Íþróttadeild falið að vinna að málinu áfram.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.2006963 - HK-blakdeild _ umsókn um að halda öldungamót BLÍ 2022

Lögð fram umsókn HK fyrir hönd blakdeildar félagsins um full afnot af Kórnum fyrir öldungamót BLÍ vorið 2022.
Íþróttaráð samþykkir erindið og fagnar því að fá svo fjölmennt íþróttamót og stóran viðburð í bæinn.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.20061111 - Símamótið 2020 - Breiðablik

Lagt fram erindi Breiðabliks dags. 23. júní sl., f.h. knattspyrnudeildar félagsins, þar sem m.a. óskað er fullra afnota af Kópavogsvelli, nærliggjandi völlum sem og öllum knattspyrnuvöllum í Fagralundi.
Jafnframt lögð fram Aðgerðaráætlun félagsins við framkvæmd mótsins.
Iþróttaráð samþykkir beiðni félagsins með þeim fyrirvara að haft sé samráð við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.20061079 - Æfingatöflur veturinn 2020-2021 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2020-21 sem sendur var til íþróttafélaganna nú fyrr í mánuðinum. Úthlutaður rammi er með svipuðum hætti og sl. 2 ár.
Lagt fram.

Önnur mál

7.20061099 - Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum Kopavogsbæjar 2019-2020

kynning
Íþróttafulltrúi greindi frá stöðu helstu viðhalds- og framkvæmdaverkefna í íþróttamannvirkjum bæjarins á þessu ári.
Í samræmi við fyrirliggjandi samning milli Kópavogsbæjar og SÍK þá leggur íþróttaráð áherslu á að lögð verði fyrir SÍK drög að aðgerðaráætlun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja í Kópavogi vegna næstu 18 mánaða.

Önnur mál

8.20061135 - Fyrirspurnir í íþróttaráði

Fulltrúi Viðreisnar í ráðinu, lagði fram tvær fyrirspurnir fyrir ráðið. Önnur varðar aðgerðir Bæjarstjórnar vegna Covid 19 og hvort hægt væri að óska eftir yfirliti stæstu íþróttafélaganna í Kópavogi um óskir um endurgreiðslur æfingagjalda vegna Covid19.
Hin var um hver aðsókn að sumarnámskeiðum 2020 væri miðað við 2019.
Starfsmenn greindu frá stöðu mála varðandi ofangreindar fyrirspurnir.
Almennar umræður.

Fundi slitið - kl. 17:50.