Íþróttaráð

104. fundur 27. ágúst 2020 kl. 16:30 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1906388 - Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi.

Framkvæmdastjóri UMSK ásamt verkefnastjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri og Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMSK greindu frá undirbúningi og áætlaðri kynningu verkefnisins.

Almenn mál

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Umfjöllun um stefnumarkandi áætlanir.
Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ kynnti stöðu mála og fór yfir vinnuskjal sem liggur fyrir.
Almennar umræður.

Almenn mál

3.20061079 - Æfingatöflur veturinn 2020-2021 - Rammi til úthlutunar

Lagðar fram tillögur SIK um afnot/nýtingu á íþróttahúsum Kópavogsbæjar sem rekin eru af sveitarfélaginu. Um afnot knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks af knattspyrnuvöllum og -húsum bæjarins, óskuðu fulltrúar félaganna eftir því að gera grein fyrir óskum félaganna í þeim efnum.
Undir þessum dagskrárlið sátu, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri HK, fundinn og færðu rök fyrir því að bæjaryfirvöld endurskoði úthlutaðan tímaramma fyrir æfingar knattspyrnudeilda félaganna í knatthöllunum, en sá liður til úthlutunar kom ekki til ákvörðunar þar sem honum var frestað til næsta fundar. Nefndin staðfesti úthlutun SIK í öðrum íþróttahúsum sem falla undir ramma íþróttaráðs.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að kalla eftir nánari upplýsingum um æfingatöflur knattspyrnudeildanna á þeim völlum sem félögin hafa til ráðstöfunar samkvæmt fyrirliggjandi ramma. Jafnframt er kallað eftir því að félögin færi rök fyrir því hvar og hver þessi aukning þarf að vera og hvers vegna. (fjöldi tíma / á hvaða velli ).

Almenn mál

4.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Fjölgun fulltrúa Kópavogs í stjórn SIK.
Greint var frá því að endurskoðaður samstarfssamningur þar að lútandi hefur verið samþykktur af SIK.

Fundi slitið - kl. 19:00.