Íþróttaráð

46. fundur 19. mars 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1410660 - Reglur um afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lögð fram til afgreiðslu drög að reglum um afnot af íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar. Vegna framlagðra reglna um úthlutun á íþróttamannvirkjum hefur formaður Íþróttaráðs átt fundi með eftirfarandi aðilum;
-Hannes Strange, formaður aðalstjórnar Breiðabliks, og Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri.
-Sigurjón Sigurðsson,formaður aðalstjórnar HK og Hólmfríður Kristjánsdóttir aðalstjórnarmaður.
-Harpa Þorláksdóttir, formaður stjórnar Gerplu og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri.
-Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs.
Einnig átti formaður, ásamt starfsmönnum íþróttadeildar fund með fulltrúum allra íþróttafélaga í Kópavogi með 1-2 deildir. Íþróttafélögunum var gefinn kostur á gera athugasemdir við reglurnar sem og að senda inn ábendingar í framhaldi af fundunum. Örfáar ábendingar um orðalag voru sendar inn en efnislega lýstu fulltrúar félaganna sig sammála framlögðum drögum.
Formaður íþróttaráðs gerði grein frá ofangreindum fundum og lagði til að drögin yrðu samþykkt.
Íþróttaráð samþykkir drögin óbreytt og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Við afgreiðslu málsins vék Sigurjón Jónsson af fundi.

2.1410163 - Skotfélag Kópavogs,- styrkumsókn.

Lögð fram að nýju umsókn Skotfélags Kópavogs frá 25. sept. sl., þar sem óskað var eftir styrk til endurnýjunar á æfingar- og keppnisbúnaði í aðstöðu Skotfélagsins í íþróttahúsinu Digranesi. Erindi var fyrst lagt fram í íþróttaráði 4. nóv. sl., og frestað. Í sama erindi kom fram að talsverðar skemmdir urðu á búnaði í púðursal félagsins þann 26. maí sl., er vatnleki varð úr búningsklefa á 1. hæð niður í skotsalinn í kjallara hússins. Lagt er til að íþróttaráð styrki félagið til að standa straum af útlögðum kostnaði við viðgerð tækjanna sem rúmast innan fjárheimilda íþróttadeildarinnar.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 312.800,- kr. til félagsins vegna viðgerðar á tækjabúnaði félagsins, en
styrkumsókn félagsins til kaupa á æfinga- og keppnisbúnaði verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunnar fyrir næsta ár.

3.1503449 - Skíðaskálinn-Ársskýrsla 2014

Lögð fram ársskýrsla fyrir árið 2014 frá forstöðumanni skíðaskála Breiðabliks - Skíðamiðstöð Kópavogs í Bláfjöllum.
Lagt fram - umræðu frestað

4.1503461 - Íþróttadeild-sumarnámskeið 2015

Lagt fram kynnisbréf til íþróttafélaga, starfsreglur íþróttaráðs um rekstur á sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-14 ára og umsóknareyðublað vegna starfsmanna á sumarnámskeið íþróttafélaga 2015.
Deildarstjóri íþróttadeildar greindi frá því að framlögð gögn hafi verið send til íþróttafélaganna fyrir rúmri viku síðan.

5.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir stöðu mála.

6.1503252 - Áframhaldandi rekstur heilsurækta í sundlaugum Kópavogs.

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. mars sl., frá forráðamönnum Gym heilsu ehf. með ósk um áframhaldandi samstarf félagsins og Kópavogsbæjar á vettvangi heilsuræktar í sundlaugum Kópavogsbæjar.
Formaður íþróttaráðs gerði stutta grein fyrir fundi sem hann átti með Kjartani Má Hallkelssyni og Hreggviði Þorsteinssyni vegna Gym heilsu ehf. þar sem m.a vandi tengdur húsnæðismálum félagins var ræddur.
Lagt fram til kynningar

7.1502853 - Ósk um að nýta frístundastyrk

Lagt fram erindi dags. 26. febrúar sl., frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað eftir því að gefið verði svigrúm til að dóttir hennar geti nýtt frístundastyrkinn til þjálfunar í Gym heilsu í Versölum, vegna sérstakra aðstæðna.
Lagt fram - Íþróttaráð vísar málinu til umsagnar lögfræðisviðs.

8.1503316 - Nýting á frístundastyrk

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. mars sl., frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað er eftir því að sonur hennar geti nýtt sér tómstundastyrkinn til greiðslu á líkmasræktarkorti í Gym heilsu í sundlaugum bæjarins, vegna sérstakra aðstæðna hans.
Lagt fram - Íþróttaráð vísar málinu til umsagnar lögfræðisviðs.

9.1502561 - FrísKó - Rafræn lausn Frístundastundastyrkja Kópavogsbæjar

Í aðdraganda fundarins bárust eftirfarandi fyrirspurnir frá Helga Hrafni Ólafssyni þann 17. mars sl.
-Hvernig hefur samhæfing gengið milli félaga og aðila að þessu kerfi?
-Eru allir sáttir við þetta fyrirkomulag?
-Hafa komið upp vandamál?
Lagt fram minnisblað frá íþróttafulltrúa þar sem fram koma svör við framlögðum fyrirspurnum.
Íþróttaráð ítrekar ánægju sína með framkvæmd verkefnisins.

10.1503555 - Húsnæði Dansíþróttafélags Kópavogs.

Lagt fram erindi Dansíþróttafélags Kópavogs dagsett 18. mars sl. vegna húsnæðisaðstöðu félagsins að Auðbrekku 17. Óskað er eftir formlegum viðræðum við Kópavogsbæ um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í starfssemi félagsins.
Íþróttaráð felur starfsmönnum deildarinnar að vinna að málinu.

11.1503556 - Fundir nefndarmanna

Íþróttaráð samþykkir að fundir vegna íþróttamála sem haldnir eru milli íþróttaráðsfunda séu kynntir undir þessum lið.
Formaður greindi frá fundi sem hann átti með Þóri Hinrikssyni og Jóni Karlssyni fulltrúum einkarekna knattspyrnuskólans Battar. Rætt var um rekstur þeirra og hvernig þeirra áherslur væru.
Formaður greindi frá því að hann hafi átt fund með Baldri Má Bragasyni og Sigurjóni Sigurðsson þann 16. mars sl. ásamt bæjarfulltrúanum Guðmundi Gísla Geirdal.
Umfjöllun um m.a.: 1 iðkendafjöldi og þróun innan knattspyrnudeildarinnar. 2 Tímar í íþróttahúsum. 3 Gervigrasvöll. 4 Skipting hverfa í Kópavogi. 4 Margliðu um styrki.

Fundi slitið.