Íþróttaráð

114. fundur 02. september 2021 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Á fundinn var mættur Eysteinn Pétur Lárusson, formaður SÍK til að fylgja æfingatöflum íþróttamannvirkja eftir undir 1. dagskrárlið.

Almenn mál

1.2104221 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2021-2022 - Rammi til úthlutunar.

Lagðar fram tillögur SIK um afnot/nýtingu á íþróttahúsum Kópavogsbæjar sem rekin eru af sveitarfélaginu. Einnig lagðar fram tillögur SÍK um afnot af knattspyrnuvöllum og -húsum bæjarins ásamt fundargerð SÍK frá 19. ágúst, þar sem fjallað er um tímaúthlutanirnar.
Jafnframt er lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Breiðabliks dags. 30. ágúst 2021 fyrir hönd knattspyrnudeildar félagsins. Í erindinu er óskað eftir auknum tíma fyrir deildina í Fífunni og rök færð fyrir tímunum m.a. vegna mikillar fjölgunar í deildinni. Óskað er eftir viðbótarúthlutun á miðviku- og fimmtudögum frá kl. 20:00 - 21:00. Erindinu fylgir skjal með samantekt á fjölda liða 13 knattspyrnufélaga í Íslandsmótum karla og kvenna.
Íþróttaráð samþykkir úthlutun í íþróttahúsum bæjarins samkvæmt framlagðri tillögu SÍK. Íþróttaráð samþykkir jafnframt úthlutun á útigervigrasvöllum og knattspyrnuhúsinu Kórnum.
Afgreiðslu á úthlutun á tímum í Fífunni er frestað, þar sem íþróttaráð óskar eftir nánari greiningu gagna til að styðja við ákvörðun í málinu og boðað verði til fundar Íþróttaráðs við fyrsta tækifæri.

Aðsend erindi

2.2108956 - HK - Ósk um tímaúthlutun í Kórnum vegna tveggja knattspyrnumóta.

Lagt fram erindi HK, f.h knattspyrnudeildar félagsins dags. 19. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir því að deildinni verði úthlutað tveimur helgum í Kórnum undir knattspyrnumót yngri flokka. Um var að ræða helgarnar 6.-7. nóv og 13.-14. nóvember 2021.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.2102871 - Staða og aðstaða sunddeildar Breiðabliks

Lagðar fram upplýsingar frá Sunddeild Breiðabliks sem óskað var eftir á fundi ráðsins 24. mars 2021, ásamt úrvinnslu starfsmanna.
Íþróttaráð samþykkir að veita Sunddeild Breiðabliks óskertan aðgang að innilaug í Salalaug á þriðjudögum kl:15:45 - 18:15 og fimmtudögum frá kl: 16:15 - 18:15. Ósk um óskertan aðgang að innilaug Sundlaugar Kópavogs á æfingatímum deildarinnar frestað.

Önnur mál

4.21031013 - Líkamsræktarstöðvar 2021 - Sundlaugar Kópavogs

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.