Íþróttaráð

115. fundur 22. september 2021 kl. 17:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Lögð fram stefna Menntasvið til samþykktar.
Jafnframt lögð fram aðgerðaráætlun til kynningar.
Íþróttaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn mál

2.2104221 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2021-2022 - Rammi til úthlutunar.

Á síðasta fundi ráðsins þann 2. september s.l. var afgreiðslu um ósk Breiðabliks um viðbótarúthlutun æfingatíma í Fífunni milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum frestað. Þá var óskað eftir nánari greiningu á málinu til að styðja við ákvörðun.
Lagðar fram upplýsingar um iðkendatölur knattspurnudeildar Breiðabliks ásamt æfingatöflu deildarinnar þann 10. september 2021.
Jafnframt lagðar fram fjöldatölur deildarinnar úr Nórakefinu.
Starfsmenn íþróttadeildar hafa nú unnið úr þeim gögnum og röksemdum sem félagið sendi inn erindi sínu til stuðnings sem og upplýsingum úr Nórakerfinu.
Tölur um fjölgun iðkenda ber ekki saman og þarf að skoða það nánar í samráði við félagið til að finna hvað veldur.
Þrátt fyrir framangreint misræmi er tekið undir röksemdir Breiðabliks er varðar tímaramma, fjölda liða í keppni og stærð hópa í elstu árgöngum karla og kvenna.
Á þeim grunni er lagt til að orðið verði við óskum deildarinnar með þeim hætti að úthluta Breiðablik æfingatímum milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum í Fífunni.
Íþróttaráð samþykkir tillögu um að auka við úthlutun á tímaramma Breiðabliks í Fífunni á miðviku- og fimmtudögum milli 20:00 til 21:00.
Í ljósi þess að sú breytingatillaga á tímaramma sem hér um ræðir hefur fjárhagslega áhrif í för með sér, þá vísar íþróttaráð málinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.2102871 - Staða og aðstaða sunddeildar Breiðabliks

Á síðasta fundi ráðsins þann 2. september s.l. var afgreiðslu um aukna úthlutun í innilaug Sundlaugar Kópavogs (25 m laug) frestað. Ósk um aukningu deildarinnar lítur að því að deildin hafi allar 6 brautir innilaugarinnar til ráðstöfunar meðan á æfingum deildarinnar stendur.
Lagðar fram æfingatöflur sunddeildar Breiðabliks í sundlaugum bæjarins sem og tafla yfir sundæfingar deildarinnar í tímarröð, í Sundlaug Kópavogs frá haustinu 2021.
Miðað við framlagðar upplýsingar, meðal annars um nýtingu á úthlutuðum æfingatímum, þá telur ráðið ekki við hæfi að loka alfarið 25m innilaug Sundlaugar Kópavogs fyrir almennum gestum laugarinnar á meðan á æfingum deildarinnar stendur. Íþróttaráð hafnar því erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.