Íþróttaráð

119. fundur 24. mars 2022 kl. 17:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Magnús Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2203050 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2021/2022

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga/-deilda, milli áranna 2020/2021 og 2021/2022 sem unnið var úr innsendum upplýsingum frá félögunum.
Lagt fram.
Óskað eftir skýringum hjá þeim félögum/deildum þar sem gjöld hafa hækkað umfram launavísitöluviðmið.

Almenn mál

2.2103193 - Sumarnámskeið 2021

Lögð fram samantekt íþróttadeildar á umfangi og kostnaði við sumarnámskeið íþrótta- og æskulýðsfélaga í Kópavogi sumarið 2021. Jafnframt lagðar fram skýrslur félaganna vegna námskeiðanna.
Lagt fram.

Almenn mál

3.2201155 - Afnot íþróttamannvirkja - reiknuð leiga 2021

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2021.
Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2021 er að upphæð 1.387.798.158,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 547.310.259, HK 532.248.083, Gerpla 229.896.656, Hvönn 5.595.804, DÍK 1.799.714, Glóð 3.031.914, Stálúlfur 12.392.203, Ísbjörninn 891.097, Augnablik 431.232, Vatnaliljur 431.232, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 7.242.942 og Skotíþróttafélag Kópavogs 8.042.200,- kr.
Íþróttafulltrúi kynnti samantekt um þróun á reiknaðri leigu síðustu ára.
Lagt fram.

Almenn mál

4.2202049 - Málefni SÍK

Málefni SÍK tekin til umfjöllunar í framhaldi af bókun bæjarráðs þar sem eftirfarandi tillaga var lögð fram: "Lagt er til að stjórn SÍK í samstarfi við sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, vinni að endurskoðun samnings um SÍK, hlutverk og fyrirkomulag starfseminnar, og í kjölfar umræðu í Íþróttaráði, skili greinargerð til bæjarráðs ásamt tillögum að breytingum, með það að markmiði að styrkja starfsemi samráðsvettvangsins enn frekar".
Lagt fram

Önnur mál

5.2202355 - Frístundastyrkir - eftirfylgni varðandi brottfallshópa

Lögð fram ósk um að að kalla eftir upplýsingum er varðar brottfallshópa hjá félögum, þróun þeirra og eftirfylgni.
Á síðasta fundi Íþróttaráðs var lögð fram kynning um nýtingu frístundastyrkja í Kópavogi á árinu 2021. Þar kemur fram á blaðsíðu þrjú að hlutfallsleg nýting lækkar nokkuð skarpt á 16., 17. og 18. aldursári. Frá 11 ára aldri að 15 ára þá lækkar nýtingin úr 87% í 77%. Nýtingin fellur hins vegar úr 77% hjá 15 ára í 63% hjá 16 ára, 55% hjá 17 ára og niður í 43% hjá 18 ára. Það er því 16, 17 og 18 ára hóparnir sem skera sig úr, þ.e.a.s. einstaklingar fædd á árinu 2003, 2004 og 2005.
Í Menntastefnu Kópavogsbæjar 2021 - 2030 kemur fram að aðgengi að fjölbreyttu frístunda- og íþróttastarfi sé einnig tryggt með frístundastyrkjum til barna og ungmenna og uppbyggingu aðstöðu og stuðningsþjónustu fyrir ungt fólk 16-25 ára. Í menntastefnunni er athygli því sérstaklega beint að þeim aldurshóp sem að framan greinir. Af þeirri ástæðu er eftirfarandi spurningar lagðar fram og varða þá árganga sem getið er hér um að framan.
Óskað er eftir því að þeir samningsaðilar Kópavogsbæjar um aðild að frístundastyrkjakerfi bæjarfélagsins og raða sér í efstu 3 sætin yfir fjölda notenda svari eftirfarandi spurningum:
1.
Óskað er eftir upplýsingum um fjölda þátttakenda við lok árs 2021, 2018 og 2015 í hverri íþróttagrein eða fagi að hvoru kyni sem fædd voru á árunum 2003, 2004 og 2005.
2.
Óskað er eftir upplýsingum um hvort ráðist hafi verið í sérstök verkefni á undanförnum 24 mánuðum sem beint er að því að vinna gegn brottfalli þátttakenda sem eru á 16., 17. og 18. aldursárinu og ef svo er þá er óskað eftir nánari lýsingu á þeim verkefnunum, hvernig fylgst hefur verið með þeim og hver árangurinn hefur verið hingað til.
3.
Óskað er eftir afriti af þeim ferlum sem til staðar eru hjá samningsaðila sem varðar eftirfylgni með iðkendum sem eru í brottfallshættu og hvernig upplýsingum um þá úrvinnslu er miðlað áfram til stjórnar viðkomandi samningsaðila. Þá er óskað eftir upplýsingum um hvenær þeir ferlar voru samþykktir af viðkomandi samningsaðila og hvenær þeir verða næst endurskoðaðir.

Önnur mál

6.2001228 - Fyrirspurn um sundlaug í Fossvogi

Óskað eftir kynningu um stöðu mála varðandi sundlaug í Fossvogsdal.
Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir hver staðan væri á verkefninu.
Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir hver staðan væri á verkefninu.

Önnur mál

7.22031744 - Fyrirspurn um Íþróttahús Snælandsskóla

Óskað eftir kynningu um stöðu mála varðandi Íþróttahús Snæalnadsskóla.
Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir hver staðan væri varðandi húsið.
Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir hver staðan væri varðandi húsið.

Fundi slitið - kl. 19:15.