Íþróttaráð

120. fundur 25. maí 2022 kl. 17:00 - 18:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2203050 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2021/2022

Lagðar fram skýringar frá þeim félögum/deildum þar sem gjöld hafa hækkað umfram launavísitöluviðmið.
Lagt fram.

Almenn mál

2.2202355 - Frístundastyrkir - eftirfylgni varðandi brottfallshópa

Lagðar fram upplýsingar frá Gerplu, HK og Breiðabliki varðandi brottfallshópa, þróun þeirra og eftirfylgni sem kallað var eftir á síðasta fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð þakkar fyrir framlagðar upplýsingar og væntir þess að áfram verði unnið í málunum m.a. með því afla þeirra upplýsinga sem hefur ekki enn verið skilað til Kópavogsbæjar.

Aðsend erindi

3.22052085 - Breiðablik - Ósk um notkun valla fyrir Símamótið 2022

Lagt fram erindi frá Breiðablik, dags 23.05.2022, þar sem óskað er eftir afnotum af knattspyrnuvöllum fyrir Símamótið sem fram fer dagana 7. -10. júlí.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 18:25.