Íþróttaráð

121. fundur 29. júní 2022 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.22067535 - Kosningar í embætti íþróttaráðs 2022-26

Skipað í embætti samkvæmt 2. grein í erindisbréfi fyrir Íþróttaráð Kópavogs
Lagt er til að formaður ráðsins verði Sverrir Kári Karlsson, varaformaður Elísabet Sveinsdóttir og ritari Sunna Guðmundsdóttir.
Samþykkt.

Bókun:
"Á fyrsta fundi íþróttaráðs undir lið eitt var kosið í þrjár stöður ráðsins samkvæmt erindisbréfi þ.e. formann, varaformann og ritara kom það undirrituðum á óvart að meirihluti íþróttaráðs var ekki tilbúin að gefa eftir stöðu ritara til minnihluta ráðsins eins og gert var á síðasta kjörtímabili."
Einar Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi tekur undir bókunina.

Almenn mál

2.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Erindisbréf fyrir Íþróttaráð Kópavogs kynnt ráðsmönnum.
Á fundinn mætti Ása A Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður og gerði grein fyrir helstu ákvæðum erindisbréfsins auk almennra vinnureglna í nefndarstörfum og í stjórnsýslu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 18:00.