Íþróttaráð

122. fundur 30. ágúst 2022 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2208661 - Kynning á jaðaríþróttum

Alexander Vestfjörð Kárason, sem kynna átti jaðaríþróttir á fundinum boðaði forföll með stuttum fyrirvara, kynningunni er því frestað til næsta fundar.
Frestað til næsta fundar

Almenn mál

2.2208662 - Menntasvið - kynning á sviði og deildum

Lögð fram kynning á menntasviði Kópavogsbæjar og íþróttadeild sviðsins.
Sviðsstjóri menntasviðs og íþróttafulltrúi kynntu starfsemi menntasviðs sem og verkefni og umfang íþróttadeildar.

Aðsend erindi

3.22061260 - HK - Ósk um tímaúthlutun í Kórnum vegna tveggja knattspyrnumóta.

Lagt fram erindi frá aðalstjórn HK f.h knattspyrnudeildar félagsins dags. 02.06.2022, þar sem óskað er eftir því að fá afnot af Kórnum helgina 5.og 6. nóvember og 12.og 13. nóvember nk. undir knattspyrnumót yngri flokka.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Aðsend erindi

4.22068195 - Breiðablik sunddeild - Óskir um æfingapláss í sundlaugum Kópavogs 2022-2023

Lagt fram erindi frá Sunddeild Breiðabliks, dags. 21.06.2022, þar sem sótt er um laugarpláss í sundlaugum Kópavogs fyrir veturinn 2022-2023. Einnig lagt fram erindi frá deildinni, dags. 29.08.2022, þar sem óskað er eftir breytingum frá fyrri umsókn í Salalaug.
Íþróttaráð samþykkir umsókn deildarinnar um tíma í Sundlaug Kópavogs sem eru þeir sömu og á síðasta ári. Ráðið samþykkir einnig breytingartillögu deildarinnar varðandi Salalaug.

Önnur mál

5.2208704 - Akstur frístundavagna haust 2022

Rætt um rekstur frístundavagnsins. Kópavogsbær hefur í samvinnu við SÍK, Breiðablik, Gerplu og HK unnið að úrlausn málsins.
Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi akstur frístundavagnsins og þjónustu sem verður í boði varðandi vagninn í haust.

Önnur mál

6.2208663 - Íþróttaráð - áætlun fundartíma ráðsins

Lögð fram tillaga að fundaráætlun fyrir haust 2022
Fundaráætlun haustsins samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.