Íþróttaráð

23. fundur 07. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fagralundi, Furugrund 83
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Elvar Freyr Arnþórsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1302220 - 5. Landsmót UMFÍ 50 árið 2015. Auglýst eftir umsóknum um að halda mótið

Starfsmönnum íþróttadeildar falið að kanna viðhorf íþrótta- og ungmennafélaganna í bænum.

2.1302221 - 19. Unglingalandsmót UMFÍ 2016. Auglýst eftir umsóknum um að halda mótið

Starfsmönnum íþróttadeildar falið að kanna viðhorf íþrótta- og ungmennafélaganna í bænum.

3.1302222 - 28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021. Auglýst eftir umsóknum um að halda mótin

Starfsmönnum íþróttadeildar falið að kanna viðhorf íþrótta- og ungmennafélaganna í bænum.

4.1303053 - Sundlaugar 2013 - Opið á "rauðum dögum" og sumaropnun um helgar

Lögð fram tillaga íþróttadeildar að opnun sundlauga bæjarins á rauðum dögum á áinu 2013.
Deildarstjóri upplýsti jafnframt að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 væri gert ráð fyrir sumaropnunartíma frá 1. maí til 30. sept. bæði laugardaga og sunnudaga frá 08:00 til 20:00 í sundlaugum bæjarins.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna.

5.1303069 - Húsnæðisleysi - Erindi frá Íþróttafeálginu Glóð.

Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi dagsett 19. febrúar sem lýtur að því hvort Kópavogsbær geti útvegað félaginu aðstöðu/húsnæði fyrir skrifstofu fyrir félagið.

Starfsmönnum falið að kanna málið.

6.1303081 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2013

Lagðar fram endurskoðaðar starfsreglur íþróttaráðs um rekstur sumarnámskeiða fyrir börn, 6-14 ára, ásamt upplýsingabréfi og umsóknareyðublaði vegna starfsmanna sem félögin ráða á námskeiðin. Inn í starfsreglurnar er nú komið ákvæði um aukna upplýsingaskyldu námskeiðshaldara, þar sem gerð krafa um að hægt sé að greina þátttakendur námskeiðanna eftir kyni, aldri og heimili.

Íþróttaráð samþykkir breyttar starfsreglur sumarnámskeiðanna.

Íþróttaráð hvetur jafnframt til aukins samstarfs hlutaðeigandi sviða/deilda  á  umgjörð sem og starfsreglum  námskeiða fyrir leiðbeinendur og flokkstjóra sem starfa með börnum og unglingum  í bænum á komandi sumri. Starfsmönnum  falið að vinna að málinu.

7.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Íþróttaráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 15. ágúst sl. að boða til stefnumótunarfunda um íþróttamál í Kópavogi með hlutaðeigandi aðilum. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 3. des. sl. með fulltrúum allra íþróttafélaga/-greina sem stundaðar eru í bænum.
Næst verður boðað til opins borgarafundar um mótun stefnunnar.

Íþróttaráð samþykkir að opinn fundur um stefnumótun íþróttamála verði haldinn í Molanum 8. apríl nk. kl. 16:30.

8.1303054 - Vettvangsferðir Íþróttaráðs 2013 - HK

Íþróttaráð hélt áfram heimsóknum til íþróttafélaganna með fundi í Fagralundi, í félagsaðstöðu HK.
Fulltrúar HK á fundinum voru Sigurjón Sigurðsson formaður, Birgir Bjarnason famkvæmdastjóri, Laufey Guðmundsdóttir fjármálastjóri, og stjórnarmennirnir Kristinn Gunnarsson, Vilmar Pétursson og Magnús Gíslason .

Una María formaður íþróttaráðs bauð fulltrúa HK velkomin á fund ráðsins.  

Formaður HK þakkaði fyrir það tækifæri að koma til fundar við íþróttaráð. Að lokinni kynningu á fundarmönnum kynnti formaður starfsemi félagsins. Vék hann að fjölda félagsmanna, iðkenda sem og mikilvægi meistaraflokka  í rekstri félags eins og HK. Jafnframt kynnti hann niðurstöður ánægjukönnunar sem framkvæmd var af Rannsókn og Greiningu.  Þar kemur félagið mjög vel út til samanburðar við UMSK og landið allt. Félagið er að ljúka við mótun íþróttastefnu félagsins og fengu ráðsmenn innsýn í hvert innihald og hugmyndafræði hennar er. Góðar umræður urðu um málefni félagsins og mikilvægi íþróttafélaga í samfélaginu.  Fulltrúar íþróttaráðs þökkuðu fyrir greinargóða kynningu og góðar umræður áður en þeim var boðið í vettvangsferð um aðstöðu félagsins í Fagralundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.