Íþróttaráð

124. fundur 27. október 2022 kl. 16:00 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hildur K Sveinbjarnardóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2208661 - Kynning á jaðaríþróttum

Á fundinn mætti Alexander Vestfjörð Kárason og kynnti jaðaríþróttir.
Íþróttaráð þakkar góða kynningu.

Almenn mál

2.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Á fundinn mætti Birkir Rútsson, deildarstjóri Gatnadeildar og kynnti tillögur að nýrri staðsetningu fyrir hjólabrettaskál í Kópavogi.
Íþróttaráð þakkar góða kynningu.

Almenn mál

3.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti stöðu mála varðandi verkefnið.

Fundargerðir til kynningar

4.2210565 - Skákstyrktarsjóður Kópavogs - Fundargerðir sjóðsins

Fundargerðir sjóðsins fyrir árið 2022 lagðar fram.
Lagt fram

Aðsend erindi

5.2210492 - Breiðablik - Ósk um endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við félagið

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, dagsett 12. október 2022, þar sem óskað er eftir endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningi félagsins við Kópavogsbæ.
Íþróttaráð vísar erindinu til menntasviðs til úrvinnslu.

Aðsend erindi

6.2210817 - SÍK - Erindi frá SÍK varðandi málefni Samstarfsvettvangsins

Erindi frá stjórn SÍK, dagsett 25. október 2022, þar sem óskað er eftir að verkefni SÍK færist aftur til bæjarins. Einnig kemur fram í erindinu að stjórn SÍK muni boða til ársþings SÍK eftir áramót, þar sem stjórnin muni leggja til að Samstarfsvettvangi íþróttafélaga í Kópavogi verði slitið.
Lagt fram.

Önnur mál

7.2210886 - Hamingjuóskir vegna árangurs 2022

Íþróttaráð óskar Breiðablik til hamingju með Íslandsmeistartitilinn í knattspyrnu karla 2022.

Önnur mál

8.2209435 - Heimsóknir til íþróttafélaga 2022 - 2026

Farið í heimsókn í Íþróttahús Digranes og skoðuð endurbætt aðstaða Skotíþróttafélags Kópavogs og ný aðstaða Kraftlyftingadeildar Breiðabliks í mannvirkinu.

Fundi slitið - kl. 19:30.