Íþróttaráð

128. fundur 09. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Óskar Hákonarson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2302167 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2022-2023

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga/-deilda, milli áranna 2021/2022 og 2022/2023 sem unnið var úr innsendum upplýsingum frá félögunum.
Lagt fram.
Óskað verður eftir skýringum hjá þeim fáu félögum/deildum þar sem gjöld hafa hækkað umfram viðmið.

Almenn mál

2.2302166 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2022-2023 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2023-2024.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan ramma vegna 2023 - 2024.

Almenn mál

3.2302171 - Framkvæmdir og viðhald íþróttamannvirkja 2023

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir helstu framkvæmdar- og viðhaldsverkefni á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2023.
Lagt fram.

Almenn mál

4.2302168 - Styrkir íþróttaráðs - kynning

Farið yfir og kynnt fyrir ráðinu þeir styrkir sem færast aftur yfir til íþróttaráðs ef SÍK verður lagt niður.
Lagt til og samþykkt að íþróttaráð komi saman til vinnufundar þar sem farið verður yfir reglur um úthlutun styrkja og þær endurskoðaðar.

Önnur mál

5.23011621 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leiga 2022

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2022.
Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2022 er að upphæð 1.477.480.698,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 579.995.038, HK 567.844.804, Gerpla 243.509.170, Hvönn 8.054.962, DÍK 1.910.409, Glóð 3.199.493, Stálúlfur 12.772.423, Ísbjörninn 753.466, Augnablik 425.494, Knattspyrnufélag Kópavogs 425.494, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 7.806.235 og Skotíþróttafélag Kópavogs 8.557.829,- kr.
Íþróttafulltrúi kynnti samantekt um þróun á reiknaðri leigu síðustu ára.
Lagt fram.

Aðsend erindi

6.2301301 - Óskað eftir upplýsingum varðandi tilnefningar til íþróttakarls Kópavogs

Lagt fram erindi frá GKG, dags. 9. janúar 2023 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi tilnefningar ráðsins á íþróttakarli Kópavogs.
Íþróttaráð felur deildarstjóra íþróttadeildar að svara erindinu í samræmi við niðurstöðu íþróttaráðs.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

7.23012267 - Erindi um mikilvægi þess að tryggja stöðu fólks með kynhlutlausa skráningu við umfjöllun um íþróttafólk ársins

Lögð fram bókun frá jafnréttis- og mannréttindaráði þar sem íþróttaráð er hvatt til þess að hafa kynhlutlausa skráningu íþróttafólks í huga við veitingu verðlauna.
Lagt fram.
Íþróttaráð tekur ábendingunni fagnandi og mun hefja vinnu við að endurskoða reglur varðandi tilnefningar á íþróttafólki Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:50.