Íþróttaráð

33. fundur 20. mars 2014 kl. 12:00 - 13:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Elvar Freyr Arnþórsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.14021198 - Auglýst eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar 6.landsmóts UMFÍ 50-plús árið 2016

Lagt fram kynningarbréf frá UMFÍ dagsett 28. feb. sl.,  Íþróttaráð fagnar því ef mótið yrði haldið í Kópavogi.

2.1403222 - Sumarnámskeið 2014

Lagt fram drög að bréfi til íþróttafélaga í bænum ásamt starfsreglum ráðsins um rekstur á sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6-14 ára og umsóknareyðublaði sem félögin þurfa að fylla út vegna starfsmanna sumarnámskeiðanna 2014.

Íþróttaráð samþykkir framlögð gögn og felur starfsmönnum að auglýsa eftir umsóknum.

3.1309514 - Möguleiki á barnaskíðalyftu.

Á fundi bæjarráðs þann 30.okt. sl., var lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga:
"Undirritaður leggur til að kannaður verði möguleiki á því að koma upp barnaskíðalyftu við brekkuna við Digraneskirkju. Arnþór Sigurðsson"
Á fundi sínum 29. nóv. sl., fól íþróttaráð starfsmönnum ráðsins í samvinnu við umhverfissvið að koma með tillögur í málinu.

Lögð fram umsögn/tillaga starfsmanna ráðsins og umhverfissviðs varðandi málið er lýtur að því að svæðið við Digraneskirkju sé ekki hentugt til að koma fyrir skíðalyftu. Í tillögunni er bent á að í deiliskipulagi er gert ráð fyrir skíðalyftu við Kjarrhólma.

4.1310361 - Ábendingar um endurbætur og lagfæringar á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni

Á fundi bæjarráðs 24. okt. sl., var tekið fyrir erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 22. október, óskað er eftir breytingum á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni. Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar. Íþróttaráð frestaði erindinu á fundi sínum 21. nóv. og fól íþróttafulltrúa að vinna áfram í málinu ásamt sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lögð fram umsögn ásamt tillögum varðandi endurbætur á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni.

Íþróttaráð samþykkir framlagða umsögn fyrir sitt leyti og mælir með því við bæjarráð að unnið verði að endurbótum.

5.1403229 - Samstarfsverkefni til að sækja um styrk í Menntaáætlun ESB

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 12. mars, tillaga að samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Sundsambands Íslands og markaðsstofu Kópavogs um að sækja um styrk í Menntaáætlun ESB til að koma á samevrópsku átaksverkefni um að auka áhuga almennings á sundíþróttinni og efla lýðheilsu. Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 13. mars. sl.

Íþróttaráð fagnar erindinu og hvetur bæjarráð til samstarfs um verkefnið.

6.1403428 - Beiðni um styrk vegna boðsundskeppni grunnskóla

Lagt fram erindi frá Sundsambandi Íslands dags., 17. mars. sl., þar sem farið er þess á leit við öll sveitarfélög, að styrkja keppnina "Sund er best" með 25.000kr. framlagi.





Íþróttaráð fagnar erindinu og samþykkir að styrkja keppnina verði af þátttöku Kópavogsbúa í keppninni.

7.1403425 - Úthlutun Kópavogsbæjar á tímum í Fífunni og Kórnum til Breiðabliks og HK.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeildum HK og Breiðabliks dagsett, 17. mars sl., þar sem óskað er eftir því að frá og með september 2014 verði félögunum úthlutaður tími í knatthúsum bæjarins til kl. 21:00 virka daga vikunnar í stað 20:00 eins og það hefur verið sl., 3 ár.

Lagt fram, starfsmönnum falið að vinna að málinu.

8.1402321 - Ferðastyrkir íþróttaráðs 2014

Lagðar fram tillögur starfsmanna íþróttadeildar varðandi reglur um sérstyrki og ferðastyrki íþróttaráðs sem þeim var falið á síðasta fundi ráðsins þann 13. febrúar sl.

Íþróttaráð samþykkir reglurnar.  Jafnframt er starfsmönnum ráðsins falið að auglýsa eftir umsóknum um sérstyrki og ferðastyrki.

9.1402848 - DÍK - Umsókn um ferðastyrk v/ Elvars og Söru í febrúar 2014.

Lögð fram umsókn frá DÍK dags. 20.feb. sl., um styrk vegna keppnisferðar dansara á vegum félagsins til Kaupmannahafnar 13-17. febrúar sl.

Samþykkt. Starfsmönnum falið að afgreiða umsóknina samanber ofangreinda samþykkt ráðsins um ferðastyrki.

10.1402849 - Hvönn. Umsókn um ferðastyrk v/ Giuseppe og Elísabetu í mars 2014.

Lögð fram umsókn frá dansfélaginu Hvönn dags. 18.feb. sl., um styrk vegna keppnisferðar 2ja dansara á vegum félagsins til Moskvu 28-30. mars nk.

Samþykkt. Starfsmönnum falið að afgreiða umsóknina samanber ofangreinda samþykkt ráðsins um ferðastyrki.

11.1403223 - Eyjólfur Jóhann - Umsókn um ferðastyrk v/ keppnisferðar á alþjóðlegt mót á Ítalíu

Lögð fram umsókn frá Eyjólfi Jóhanni Einarssyni dags. 6. mars. sl., þar sem sótt er um styrk vegna landsliðsferðar á vegum Skíðasambands Íslands á "Trofeo Topolino 2014" alþjóðlegt skíðamót á Ítalíu 14-15. mars 2014.

Samþykkt. Starfsmönnum falið að afgreiða umsóknina samanber ofangreinda samþykkt ráðsins um ferðastyrki

12.1403227 - DÍK - Umsókn um ferðastyrk v/ keppnisferðar til Boston.

Lögð fram umsókn frá DÍK dags. 10.mars. sl., um styrk vegna keppnisferðar 8 dansara á vegum félagsins til Boston dagana 12-17. febrúar sl.

Samþykkt. Starfsmönnum falið að afgreiða umsóknina samanber ofangreinda samþykkt ráðsins um ferðastyrki.

13.1403400 - Iðkendastyrkir 2014

Lögð fram drög að bréfi til íþróttafélaga í bænum vegna umsókna um iðkendastyrki ásamt umsóknareyðublaði sem félögin þurfa að fylla út vegna iðkendastyrkja 2014.

Íþróttaráð samþykkir framlögð gögn og felur starfsmönnum að auglýsa eftir umsóknum.

Fundi slitið - kl. 13:15.