Íþróttaráð

132. fundur 25. maí 2023 kl. 16:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23051468 - Skautasamband Íslands - Kynning á aðstöðumálum.

Á fundinn mætti Þóra Gunnarsdóttir frá Skautasambandi Íslands og kynnti aðstöðumál Ísíþrótta á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttaráð þakkar Þóru góða kynningu.

Almenn mál

2.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Á fundinn mætti Auður Kolbrá Birgisdóttir, jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar og kynnti drög að jafnréttis og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Drög að stefnunni eru tilbúin og er óskað eftir umsögn frá íþróttaráði.
Íþróttaráð þakkar Auði fyrir góða kynningu og frestar málinu til næsta fundar.

Iðkendastyrkir

3.23051640 - Iðkendastyrkir 2023

Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2023.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu.

Iðkendastyrkir

4.23051363 - Gerpla - Iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 5.706.208,-

Iðkendastyrkir

5.23051336 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 73.131,-

Iðkendastyrkir

6.23051396 - Breiðablik - Iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 9.455.663,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Frjálsíþróttadeild: kr. 407.163,-
Hjólreiðardeild: kr. 0,-
Hlaupadeild: kr. 0,-
Íþróttaskóli: kr. 185.793,-
Karatedeild: kr. 401.233,-
Körfuknattleiksdeild: kr. 1.035.695,-
Knattspyrnudeild: kr. 5.741.785,-
Kraftlyftingadeild: kr. 23.718,-
Rafíþróttir: kr. 488.200,-
Skíðiadeild: kr. 86.976,-
Sunddeild: kr. 735.265,-
Skákdeild: kr. 160.098,-
Taekwondodeild: kr. 189.746,-
Þríþrautadeild: kr. 0,-

Iðkendastyrkir

7.23042094 - Bogfimifélagið Boginn - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð frestar afgreiðslu.

Iðkendastyrkir

8.23051395 - Sprettur - iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð frestar afgreiðslu.

Iðkendastyrkir

9.23051360 - Íþróttafélagið Ösp - Iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 49.413,-

Iðkendastyrkir

10.23051361 - Hnefaleikafélag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 391.351,-

Iðkendastyrkir

11.23051397 - GKG - Iðendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 1.239.277,-

Iðkendastyrkir

12.23051364 - TaeKwonDo félag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 298.454,-

Iðkendastyrkir

13.23051389 - DÍK - Iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 361.703,-

Iðkendastyrkir

14.23051466 - Ýmir - Iðkendastyrkir 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 110.685,-

Iðkendastyrkir

15.23051463 - Skautafélag Reykjavíkur íshokkýdeild - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita deildinni styrk að upphæð kr. 67.202,-

Iðkendastyrkir

16.23051921 - Dansfélagið Hvönn - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 486.223,-

Iðkendastyrkir

17.23042098 - HK - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 6.267.539,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Bandýdeild: kr. 201.605,-
Blakdeild: kr. 587.026,-
Borðtennisdeild: 59.296,-
Dansdeild: kr. 383.445,-
Handknattleiksdeild: kr. 2.049.649,-
Íþróttaskóli kr. 23.718,-
Knattspyrnudeild: kr. 2.962.801,-

Iðkendastyrkir

18.23051398 - TFK - Iðkendastyrkur 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 434.834,-

Aðsend erindi

19.23041843 - Athugasemdir frá Íþróttafélaginu Gerplu vegna nýsamþykktra reglna um ferðastyrki og afrekssjóð

Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Gerplu, dags. 24. apríl 2023, þar sem félagið óskar eftir því að íþróttaráð endurskoði nýsamþykktar reglur um ferðastyrki og afrekssjóð.
Íþróttaráð þakkar Gerplu fyrir erindið. Ekki stendur til að breyta nýsamþykktum reglum, en þær eru teknar til endurskoðunar árlega. Í því sambandi verða heildaráhrif metin og samtal átt við önnur sveitarfélög.

Bókun:
"Það eru ekki góð vinnubrögð að Íþróttaráð skuli ekki taka tillit til þeirra athugasemda sem koma fram í bréfi frá íþróttafélaginu Gerplu en þar kemur fram að þeir iðkendur hjá íþróttafélaginu fái ekki afreks og ferðastyrki þegar þeir eru valdir til þátttöku í landsliðum nema þeir eigi lögheimili í Kópavogi. Þessi breyting um lögheimili sem að sett var inn í reglugerðina á seinni stigum mun hafa þær afleiðingar að þeir íþróttamenn sem búa í öðru bæjarfélagi en keppa fyrir félag í Kópavogi geta ekki sótt um þessa styrki.
Þetta var ekki markmiðið á vinnufundi Íþróttaráðs 16.mars 2023 þar sem reglugerð um afrekssjóð var endurskoðuð."

Leó Snær Pétursson.

Bókun:
"Því er vísað á bug að ekki hafi verið vandað til verka eða tekið tillit til athugasemda og ólíkra sjónarmiða. Sérstakur vinnufundur fór fram hjá ráðinu þar sem breytingar voru ræddar á reglunum. Í kjölfarið voru breytingar á reglunum ræddar og svo lagðar fyrir íþróttaráð og samþykktar án athugasemda eins og sjá má í 130. fundargerð íþróttaráðs."

Sverrir Kári Karlsson
Elísabet Berglind Sveinsdóttir
Sunna Guðmundsdóttir
Gunnar Gylfason
Thelma Bergmann Árnadóttir


Aðsend erindi

20.2302382 - Skíðagöngufélagið Ullur - Tengibraut úr Guðmundarlundi í Heiðmörk

Lagt fram að nýju erindi frá Skíðagöngufélaginu Ulli, dagsett 8. febrúar 2023, þar sem félagið vill kanna möguleika á tengibraut frá Guðmundarlundi við skíðagönguleiðir í Heiðmörk.

Erindinu var frestað á fundi ráðsins 30. mars s.l og starfsmönnum falið að afla frekari gagna.
Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og felur starfsmönnum deildarinnar að vinna áfram að verkefninu með þeim aðilum er málið varðar.

Aðsend erindi

21.23051342 - Breiðablik - Ósk um vallanotkun v Símamótsins 2023

Lagt fram erindi frá Breiðablik, dags 14.05.2023, þar sem óskað er eftir afnotum af knattspyrnuvöllum fyrir Símamótið sem fram fer dagana 13. -16. júlí.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Aðsend erindi

22.23051638 - HK - Ósk um aðstöðu vegna Öldungamóts í blaki vorið 2025

Lagt fram erindi frá HK, dags 19.05.2023, þar sem óskað er eftir afnotum af knattspyrnuhöllinni í Kórnum fyrir Öldungablakmótið í blaki sem fram fer dagana 1. -3. maí 2025 í Kópavogi.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Önnur mál

23.23051955 - Stætisvagnaleið sem tengir íþróttasvæði og frístundaheimili

Lagt fram erindi frá Matthíasi Hjartarsyni, þar sem lagt ert til að komið verði upp strætisvagneleið sem tengir íþróttasvæði og frístundaheimili innan bæjarins saman.
Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir vilja til að kanna málið frekar.

Fundi slitið - kl. 18:45.