Íþróttaráð

133. fundur 08. júní 2023 kl. 16:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hildur K Sveinbjarnardóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23051341 - Hjólabrettaskál framkvæmd

Á fundinn mætti Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsmára.
Íþróttaráð telur rétt að horft verði til heildarskipulags svæðisins (ÍÞ-4) áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdina.

Almenn mál

2.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið.
Lagt fram og vísað til bæjarráðs.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Lögð fram drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur óskað eftir umsögn frá íþróttaráði um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu.



Leó Snær Pétursson vék af fundi kl. 17:10
Íþróttaráð gerir engar athugasemdir við framlögð drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar.

Aðsend erindi

4.2306195 - Eindi v sameiginlegs frístundaksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi frá Breiðablik, HK og Gerplu, dagsett 31. maí 2023, þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki að sér rekstur frístundaraksturs í Kópavogi.
Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir fundi með íþróttafélögunum vegna málsins og því sem þar kom fram. Íþróttaráð vísar málinu til bæjarráðs.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.2306017 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 20232024

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.

Í dagskrárliðum 6 - 15 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðsla þeirra.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tillögur íþróttadeildar og vísar til dagskrárliða 6-15 til nánari glöggvunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.23051391 - Knattspyrnufélag Kópavogs - Umsókn um æfingartíma 2023-2024

Lögð fram umsókn Knattspyrnufélags Kópavogs, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Fagralundi 3 x í viku.
Íþróttaráð samþykkir úthlutun tíma (eftir kl. 21) á gervigrasi í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.23042123 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn frá Íþróttafélaginu Glóð, dagsett 19. apríl, þar sem óskað er eftir einum tíma í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og einum tíma í Íþróttahúsi Lindaskóla.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um tíma í íþróttahúsum Kópavogsskóla og Lindaskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.23051337 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn frá Skotíþróttafélagi Kópavogs dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir einum tíma í Vestursal Digranes.
Íþróttaráð samþykkir ósk félagsins um einn tíma í Vestursal Digranes.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

9.23051828 - HK - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn aðalstjórnar HK dags. 23. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi:
Bandýdeild:
Fær úthlutað 7 tímum í Digranesi eins og óskað er eftir. HK hefur til ráðstöfunar tíma í stóra salnum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 22:00 á kvöldin.
Blakdeild:
Deildin óskar eftir 47,5 tímum í Fagralundi og 13 tímum í Digranesi. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um fjölda tíma í Fagralundi en þar fær deildin úthlutað 27 tímum. Í Digranesi fær deildin 13 tíma til ráðstöfunar eins og óskað var eftir.
Borðtennisdeild:
Fær úthlutað 16 tímum í Snælandsskóla með fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi.
Handknattleiksdeild:
Fær úthlutað 27 tímum í Digranesi eins og óskað var eftir. Í Kársnesi fær deildin úthlutað 4 tímum. Tímar sem óskað var eftir í Kársnesi á mánudegi (16-18) verða hinsvegar að færast yfir á föstudaga (16-18).
Knattspyrnudeild:
Fær úthlutað sama tímafjölda í Kórnum og félagið hafði á síðasta vetri. Deildin verður áfram með sömu tíma og á liðnu tímabili á gervigrasi úti við Kórinn. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um fjölgun tíma í Knatthúsi Kórsins.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

10.23051381 - Gerpla - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 15. maí, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu full afnot af Íþróttahúsi Versala og Vatnsendaskóla eins og óskað er eftir.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

11.23051653 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, en það eru karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skíða- og taekwondodeild.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
Karatedeild:
Óskað er eftir 7 tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla, 5 tíma á fimmtudegi frá 16-21 og 2 tíma á föstudegi frá kl. 16-18. Samþykkt að úthluta deildinni 7 tímum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á umbeðnum dögum.
Knattspyrnudeild:
Óskir um tíma á Kópavogsvelli og Fagralundi samþykktar. Á Kópavogsvelli fær deildin úthlutað 65 einingum og 101 einingu í Fagralundi.
Í Fífunni fær deildin áfram þá tíma sem hún hafði til ráðstöfunar á síðasta vetri. Að auki fær deildin úthlutað þeim leigutímum sem nú eru í útleigu í Fífunni, alls 6 einingar. Úthlutun leigutíma í Fífunni til deildarinnar er tímabundin og miðast við að tímar fari aftur í leigu í Fífunni ef/þegar aðstaða deildarinnar til æfinga og keppni batnar.
Körfuknattleiksdeild:
Hægt er að verða við óskum deildarinnar um 5 tíma í Kársnesi. Tími sem óskað var eftir á miðvikudegi (17-18) verður hinsvegar að færast yfir á fimmtudaga (17-18). Deildin óskaði eftir 32,5 tímum í Fagralundi næsta vetur. Ekki er hægt að verða við þeirri ósk en deildin fær úthlutað 22 tímum í Fagralundi.
Þegar viðburðir eða mót eru í Smáranum/Fífunni sem hafa mikil áhrif á starfsemi körfuknattleiksdeildar, stendur Fagrilundur deildinni til boða á meðan. Sækja þarf um þessar helgar sem allra fyrst að hausti en þó aldrei með minni en 6 vikna fyrirvara.
Skíðadeild:
Deildin fær úthlutað 3 tímum í íþróttahúsi Lindaskóla eins og óskað var eftir. Mögulega er nauðsynlegt að færa tímana eitthvað til, til að fá betri nýtingu á húsið.
Taekwondodeild:
Fær úthlutað sömu tímum í Lindaskóla og á síðasta ári eins og deildin óskaði eftir.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

12.23051390 - KM - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbæ, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Kórnum 3 x í viku.
Íþróttaráð samþykkir úthlutun tíma (eftir kl. 21) á gervigrasi úti í Kórnum að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

13.23051469 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 16. maí, þar sem óskað er eftir 3 tímum í viku á gervigrasi næsta vetur. Einnig er óskað eftir 3-4 tímum í viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi, önnur hús koma einnig til greina.
Íþróttaráð samþykkir úthlutun tíma (eftir kl. 21) í Kórnum á gervigrasinu úti að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma. Félagið fær einnig úthlutað 2 tímum í íþróttahúsi Kársnes fyrir futsal. Skoðaðir verða möguleika á tímum fyrir futsal í Digranesi/Fagralundi.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

14.23051388 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 16. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir körfuknattleiks-, blak,- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi:
Blakdeild:
Óskað er eftir 6 tímum í Digranesi eða Fagralundi fyrir lið félagsins í Mizuno-deildinni. Einnig er óskað eftir 3 tímum fyrir lið deildarinnar í 2. deild í Kársnesi eða Lindaskóla. Að lokum er óskað eftir 1,5 tíma fyrir fatlaða ( sitjandi blak) í Lindaskóla eða Kársnes. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tíma í Digranesi og Fagralundi. Lausir tímar í Kársnesi og Lindaskóla standa deildinni til boða, þegar ljóst verður hvort afgangstímar verða til ráðstöfunar þar.
Knattspyrnudeild:
Deildin óskar eftir 1,5 tíma á sunnudögum fyrir 40 lið félagsins í knattspyrnu á gervigrasi. Hægt er að verða við ósk félagsins um tíma á sunnudögum eftir kl. 17:00 á gervigrasinu í Kórnum eða Fagralundi.
Körfuknattleiksdeild:
Óskað er eftir 6,5 tímum í Kársnesi eða Fagralundi. Hægt er að verða við óskum deildarinnar um 6 tíma í Íþróttahúsi Kársnesi. Deildin verður áfram með keppnistíma í Fagralundi á sunnudögum frá kl. 14-18.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

15.23042100 - GKG - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir tímum á laugardögum í Íþróttahúsi Lindaskóla.
GKGóskar eftir tímaá laugardögum í Íþróttahúsi Lindaskóla frá kl. 9 - 12. Félagið fær úthlutað tíma í Lindaskóla á Laugardögum frá kl. 9 - 11.

Önnur mál

16.2210492 - Breiðablik - Ósk um endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við félagið

Fyrirspurn frá Gunnari Gylfasyni, fulltrúa Samfylkingar í íþróttaráði, um hvernig gangi með vinnu við endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin.
Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir að vinna við endurskoðun rekstrar- og þjónustusamninga við íþróttafélögin fari fram samhliða vinnu íþróttadeildar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

Fundi slitið - kl. 18:45.