Íþróttaráð

135. fundur 28. september 2023 kl. 16:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason, aðalmaður boðaði forföll og Þorvar Hafsteinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23091926 - Ósk um kynningu á málefnum frístundavagns

Lagt fram erindi frá Matthíasi Hjartarsyni, dags. 11. september 2023, þar sem óskað er eftir kynningu á málefnum frístundavagnsins.
Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram minnisblað með þeim upplýsingum sem óskað var eftir í erindinu og fór yfir stöðuna.

Almenn mál

2.23092346 - Endurskoðun á reglum íþróttaráðs um kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogsbæjar

Á 128. fundi íþróttaráðs 9. febrúar s.l. bókaði íþróttaráð eftirfarandi varðandi bókun jafnréttisráðs, en í bókun jafnréttisráðs er hvatt til þess að hafa kynhlutlausa skráningu íþróttafólks í huga við veitingu verðlauna.



"Íþróttaráð tekur ábendingunni fagnandi og mun hefja vinnu við að endurskoða reglur varðandi tilnefningar á íþróttafólki Kópavogsbæjar".
íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar í samráði við jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar að vinna drög að endurskoðuðun á reglum um íþróttakarl og íþróttakonu Kópavogs í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

Aðsend erindi

3.23091693 - Íþróttafélagið Þorlákur - Ósk um aðstöðu til æfinga og keppni í Kópavogi

Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Þorláki, dags. 8. september 2023, þar sem óskað er eftir aðstöðu til æfinga og keppni fyrir félagið.
Íþróttaráð getur því miður ekki orðið við erindinu og vísar í 2. grein um reglur íþróttaráðs Kópavogs vegna aðstöðu til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar, en þar segir:
"Nýstofnað íþróttafélag eða deild getur fyrst átt kost á úthlutun á tímum eftir þriggja ára starf innan samráðsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi og eftir að hafa tekið þátt með virkum hætti í starfi viðkomandi sérsambands innan ÍSÍ í þrjú ár".

Aðsend erindi

4.23091457 - HK - Ósk eftir upplýsingum um framlög til uppbygginga til íþróttafélaga.

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK, dags. 13. september 2023, þar sem óskað er eftir sundurliðun á greiningu framlaga til íþróttafélaganna er varðar fjárfestingar viðhalds og nýfjárfestinga síðastliðin 8 ár.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að óska eftir nánari útlistun á erindinu.

Aðsend erindi

5.2210492 - Breiðablik - Ósk um endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við félagið

Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram og kynnti vinnu og niðurstöður íþróttadeildar varðandi endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin.
Eftir ítarlega skoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin telur íþróttaráð ekki ástæðu til að breyta þeirri aðferðafræði við útreikning framlags sem samningarnir byggja á í dag. Núverandi reikniregla vegna þjónustuframlags verður óbreytt en eftir sem áður geta félögin sent rökstudd gögn til íþróttadeildar vegna einstakra liða í rekstrarsamningum.

Fundi slitið - kl. 18:30.